Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.07.1965, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.07.1965, Blaðsíða 12
^^ncfótu ieóendurnir Sæfcj örnlnn Lýsing og lifnaðarhættir Nokkrir vélbátar hér á landi hafa verið skírðir Snæbirnir, og tii eru nokknð margir menn, sem halda, að bátarnir séu látnir heita í höfuðið á hvíta- birninum — eða ísbirninum, eins og hvítabjörninn er nú oftast kallaður, þó að hvítabjörn sé miklu fallegra nafn og væri alltaf notað hér áður fyrrum. En sæbjörninn er allt annað dýr en hvítabjörninn. Hvítabjörninn er af bjarndýraættinni, en sæbjörn- inn er skyldur selunum, heyrir til þeirri kynkvísl sela, sem kölluð er eyrnaselir, en nánustu frændur sæbjarnarins eru sæljónin og rostungarnir. Nú skylduð þið ætla, að réttast væri að kalla karl- dýrið björn og kvendýrið birnu, en úr því að sæ- björninn er af selakyninu, ber að tala um brimil og urtu. Brimillinn er miklu stærri en urtan. Hann er 200—250 sentímetrar á lengd og getur orðið allt að 250—270 kíló á þyngd, en urtan verður ekki nema 50—60 kíló, enda sjáið þið á mynd, sem hér fylgir, að stærðarmunurinn er ærið mikill. Sæbjörn- inn er ekki eins ólíkur landdýrunum og selirnir, og það eru þeir ekki, heldur nánustu fændur hans. Hann er hálslengri en selir, iljarnar á hreifunum eru hárlausar, og hann getur sett þá inn undir sig og labbað á þeim, þótt hægt fari, jafnvel klifrað yfir stóra steina og upp brattar klappir eða lága kletta, sem ekki eru þverhníptir. Sundfitin á aftur- fótunum nær lengra en tærnar, enda er brjósk fram- an á liverri tá. Þá eru og framhreifarnir lengri og sterklegri heldur en á selunum, og nota dýrin þá ekki aðeins á landi, heldur líka, þegar þeir synda. Ef þeir synda mjög hægt, nota þeir framhreif- ana eingöngu, en ef þeir vilja fiýta sér, róa þeir fjór- um árum, ef svo mætti segja, nota alla íjóra hreif- ana, og þá eru þeir eldfljótir á sundi. Á miðtá bak- hreifanna er mjög löng og sterk kló, en litlar klær á öllum hinum tánum. Eins og þið kannski vitið, eru engin ytri eyru á selnum, en aftur á móti á sæbirni, rostungi og sæljóni, en ekki eru jrau ýkja stór eða áberandi. Sæbirnirnir eru félagslyndir, halda sig í geysi- stórum hópunr. Þeir lifa i Norðurhöfum, en á rnjög takmörkuðu svæði í grennd við Alúta- og Príbýló- eyjar. Skinnin af Jreim eru mjög dýr. Þau eru not- uð í kápur. Hárin eru tvenns konar, löng og gljá yfirhár, eins konar tog, og mjúk og jrétt undirhár, sem eru gul á lit. Áður en unnið er úr skinnunum eru reytt af Jreim öll yfirhárin, og nú er tízka að lita undirhárin dökkbrún eða tinnusvört. Mikið er sótzt eftir skinunum aí sæbirninum, og Jró að fyrir svo sem hundrað árum væru til af honum tugir milljóna, er nú talið, að ekki séu eftir af stofninum nema 4 nrilljónir, og um 1910 var að Jtví komið, að sæbjörnunum væri eytt að fullu. Þá voru Jreir að nokkru leyti friðaðir, og Jrar eð eyjarnar, sem Jreir hafast við í, Jregar Jreir kæpa og ala upp kópa sína, teljast til Alaska, láta Bandaríkin varðskip gæta Jressara dýra á friðunartímanum, en Jrað eru einkum Japanir, er Jrykja erfiðir veiðijtjófar. Áður fyrrum voru skotnir mörg hundruð þúsund sæbirnir á ári, en nú er leyft að skjóta allt að 50 þúsundum árlega, og er talið, að stofninn heldur stækki en minnki, Jró að svo margir sæbirnir séu skotnir á ári hverju. Sæbirnir labba á land, þegar vorið er komið Jrarna norður í höfum. Þá heyja brimlarnir harðar orrust- ur um urturnar, og stærstu og illvígustu brimlarnir safna stundum að sér 50 urtum, og það er nú síður en svo, að jreir leyfi öðrum brimlum aðgang að Jressu kvennabúri. Þegar lokið er bardögunum um urt- urnar, hefur hver brimill sitt ákveðna svæði, og virða þeir yfirleitt landamerki hver annars, Jrótt ekki séu gerðir neinir skriflegir samningar um Jjau. Þó kemur alltaf meira og minna til átaka öðrti Þarna getur að líta brcði fullorðna srebirni og ungviði og þó að litið stoði, þegar vopnaða varga ber að lancli, verja forehlrarnir afkvami sin eftir beztu getu. 62 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.