Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.07.1965, Blaðsíða 13

Dýraverndarinn - 01.07.1965, Blaðsíða 13
hverju milli nágranna. Ungarnir iæðast seint í júní, en það er svo ekki fyrr en síðari hluta ágústmánaðar, sem haldið er til hafs. Meðan dýrin hafast við í eyj- unum, eta þau fullorðnu nauða lítið. Þá er allur tíminn helgaður ástalífi og barnauppeldi. Annars er fæða sæbjarnanna smá og stór síld, lax og silung- ur, smokkfiskur og raunar fleiri fisktegundir. Snæbjörn kemur upp um veiðijjjófa. Harður og langur vetur var liðinn. Nú þurfti ekki lengur að búast við Jieim hörkuhríðarbyl jum, sem geisuðu alltaf annaði veifið á Beringssundinu — milli Ameríku og Asíu — að vetrinum, en j)eir voru komnir norðan af hinum geysimiklu ísbreiðum suð- ur af heimsskautinu. Blessað vorið var komið, og sjófuglarnir leituðu varpstöðva sinna í hinurn mörgu sæbröttu eyjum. En svartfuglar, ritur og hvítmávar voru ekki ein- ustu vorgestirnir á þessum eyjum. Það voru svo sem fleiri þjóðflokkar, sem jiangað stefndu. Langt úti á reginhafi, þar sem byltu sér grágræn- ar, rismiklar öldur, gat að líta dökkan díl. Það var hiifuðið á ungum sæbjarnarbrimli. Hann synti hratt og stefndi að ákveðnu marki, sem enn var langt undan. Hann var á leið til einnar af Príbýló- eyjunum. Þar halda Jjeir fjöldamót á hverju sumri, sæbirnirnir. Þó að sæbjörninn ungi flýtti sér, svipaðist hann sífellt um. Hann átti sér sína óvini. Stóru hákarlarn- ir gátu verið skæðir, og J)á var nú háhyrningurinn ekkert lamb að leika sér við. Hann beinlínis sat um sæbirni og litla tannhvali — já, og stundum réðst þetta illjjýði í hópum að stórum skíðishvölum, hékk á jieim, tætti af J)eint spik og rengi og lét ]>á að lokum sprengja sig af mæði. En hættulegastur allra óvina var maðurinn. Raun- ar voru sæbirnirnir friðaðir um J>etta leyti árs, en Japanarnir fóru nú ekki að því. Þeir stunduðum fisk- veiðar á þessum slóðum, og ]>eir höfðu allir með sér byssur. Hana, J>ar eygði hann land, sæbjörninn ungi. Það var sæbrött eyja, sem ekki var girnilegur manna- bústaður og ekki heldur sem heimkynni dýra, sem lifa eingöngu á landi. En J>etta var nú fósturland sæbjarnarins, og J>angað J>ráði hann að komast. En hún reyndist J>á ekki aldeilis í eyði, eyjan sú arna. Þar moraði allt af sæbjörnum. Gömlu briml- arnir höfðu komið J>angað fyrir fullum hálfum Þarna er stundum hörð samkeppni um urturnar, og ekhi er löghelgað einkvceni hjá pessari pjóð. mánuði og valið sér beztu staðina, yfirleitt þá sömu og undanfarin ár. Og þarna var svo sem ekki friður og ró. Brimlarnir voru í sífelldum bardögum, dag út og dag inn, og stundum lenti þeim saman að nóttu til, ef J>eir rumskuðu. Þeir voru ógurlega heimaríkir, þó að kvenjyjóðin væri enn ekki komin. Hún er alltaf seinni að búa sig at' stað. Og ekki var ungbjörninn fyrr kominn á land, en á hann réðst gamall brimill af hinum mesta ofstopa. Ungbjörninn lagði á flótta, en fyrr en varði, réðst á hann annar ofslopaseggurinn, glefsaði í hann og særði hann svöðusári, áður en honutn tókst að forða sér í sjóinn. Nú leið og beið, og svo fóru urturnar að koma. Þá gat ungbjörninn ekki stillt sig um að leita á land upp. Þær voru snotrar, sumar urturnar — já, langflestar, fannst honum. En nú komst hann varla upp á klappirnar, áður en á hann réðst einhver of- beldisseggurinn, sem var miklu stærri og reyndari en hann. Loks gafst hann alveg upp á að reyna að kornst á land og ná sér í unnustu. Það varð að bíða, þangað til hann stækkaði. En þá skyldu þeir, þessir gömlu, fá á honum að kenna. Og svo hélt hann þá á haf út, — og þar gat hann verið í friði fyrir fönt- unum gömlu. Þeir komu þangað ekki fyrr en haust- DÝRAVERNDARINN 63

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.