Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.07.1965, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.07.1965, Blaðsíða 14
aði, fengust ekki við fiskveiðar frá í maílok og þangað til í byrjun september. Þeir voru svo hrifn- ir af konum og börnum, að þeir gáfu sér ekki tóm til að éta. Loks kom þar, að í eyjunni var orðið fullt af skrýtnum og skemmtilegum kópum, sem léku sér, sugu mæður sínar eða sváfu. Og í sama mund komu óvinirnir. Þeir komu á skonnortu. Ungselurinn varð forvit- inn og synti í humátt á eftir henni. Hún lagðist við eyjuna skammt undan landi, og út var skotið bátum. Þeim var róið upp að klöppunum, og upp úr þeim stigu lágir, en þéttvaxnir nrenn, vopnaðir löngum sveðjum og stórum trékylfum. Og nú hófst ægilegt blóðbað, því að þetta voru veiðiþjófar. Þeir þóttust sannariega komast í feitt. Skinnin voru ær- ið dýr, ekki sízt af kópunum, og þarna mundu þjóf- arnir geta sökkhlaðið skip sitt. Ungbjörninn hryllti við því að horfa á þessa fanta rota og flá féfaga hans hundruðum saman. Ú-hú! Hann hefði ekki getað látið sig óra fyrir neinu svona hryllilegu, og frá sér numinn af skelfingu lagði hann frá landi. Honum iá svo mikið á, að hann var nærri búinn að reka sig á dálítið gufuskip. Þetta var varðskip, sem Bandaríkjamenn gerðu út. Skipverjar áttu ein- mitt að koma í veg fyrir brot á friðuninni og taka iögbrjóta, sem þeir kynnu að standa að verki. Sæbirninum varð svo bilt við, þegar hann var nærri búinn að reka sig á varðskipið, að hann var fljótur að leggja á flótta. Hann rak í skvett, um leið og hann kafaði. „Ha?“ sagði stýrimaðurinn, þegar hann sá sæ- björninn aðeins fáeina metra frá skipinu. „Hvað er nú þetta? Sæbjörn hér! Ég hélt þeir væru bara allir á landi um þetta leyti sumars.“ „Já, og sérðu bara, hvað hann er hræddur. Þeir eru þó vanir að vera heldur spakir úti á sjó — eink- anlega ungir birnir, eins og mér sýndist þessi vera,“ sagði bátsmaðurinn, sem hjá honum stóð á stjórn- palli. „Það skyldi þó ekki . . . ? Það er eyja hérna skammt undan.“ „Þú segir dálítið!" sagði stýrimaðurinn. „Farðu og vektu skipstjórann og segðu honum frá þessu.“ Skipstjórinn kom brátt upp, og hann grunaði eins og hina, að þarna væri ekki allt með felldu. „Breytum stefnu. Þarna sést eyja. Við skulum stefna á hana og láta sjá.“ Árið 1887 — eða fyrir nærfellt 80 árurn — birtist í Dýravininum ævintýri með þessu nafni. Þýðandi þess var ungur maður, sem ias læknisfræði við Kaup- mannahafnarháskóla, Sigurður Hjörleifsson, en hann tók síðar upp ættarnafnið Kvaran, enda var hann bróðir skáldsins Einars Kvaran. Frú Ólöf Árnadóttir, jónssonar, alþingismanns og prófasts, hefur samið allmörg leikrit handa börnurn, og sum þeirra hafa verið flutt í útvarp og hlotið miklar vinsældir. Eitt af þeim liét Almansor kon- ungsson og var byggt á áðurnefndu ævintýri. Hún tók sig síðan til og samdi þetta leikrit á ný og nú með tilliti til þess, að það yrði sýnt á leiksviði. Og á síðastliðnum vetri sýndi Leikfélag Reykjavíkur það mjög oft i Tjarnarbæ. Ritstjóri Dýraverndarans átti þess kost að sjá þetta Þeir höfðu ekki stýrt lengi á fullri ferð í áttina til eyjarinnar, þegar þeir sáu skonnortuna. „Það eru náttúrulega bannsettir Japanarnir!" sagði skipstjórinn. „Það er verst að geta ekki verð- launað hann einhvern veginn, sæbjarnargreyið, sem gerði okkur aðvart.“ Japönunum brá heldur en ekki í brún. En þeim var engrar undankomu auðið. Þeir voru teknir og afvopnaðir, og svo voru þeir fluttir út í varðskipið, og bæði með þá og skonnortuna var farið til banda- rískrar hafnar. Veiðin var gerð upptæk og sömuleið- is skonnortan, og skipstjórinn fékk fangelsisdóm, en skipshöfn hans varð að bíða á kostnað skipseiganda, þangað til hann leysti ltana og skipið út með all- hárri fjárhæð. En gömlu brimlarnir, sem björguðust — hvort þeir lieíðu ráðist aftur á ungbjörninn, ef þeir hefðu vitað, hvað þeir áttu honum að þakka! . . . En næsta vor vörðu þeir aftur urtur sínar, jafnt fyrir honum sem öðrum brimlum. Konu náði hann þó í það vorið — og síðan ævilangt, já, margar, margar, þegar hann hafði náð fullurn þroska, enda var hann þá ekkert lamb að leika sér við. 64 DÝRAVFRNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.