Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.07.1965, Blaðsíða 15

Dýraverndarinn - 01.07.1965, Blaðsíða 15
Þarna er Almansor asni farandsala. Farandsalann lék Karl Guðmundsson. leikrii og hafði af því mikla ánægju. Einnig þótti honum ánægjulegt að sjá og heyra, hvað hinir mörgu smáu leikhúsgestir skemmtu sér vel, og hve þeir úr sætum sínum tóku ríkan þátt í því, sent fram fór á sviðinu. í leikritinu eru mjiig margar persónur, og þar eru skrautlegar sýningar og margvíslegir búningar. Sumar persónurnar eru dýr, og þótti börnunum það síður en s\o lakara. Leikritið var vel og skemmtilega sett á svið og mörg hlutverk vel leikin, og frá höf- undarins hendi för saman hugkvæmni, smekkvísi og áhugi fyrir góðu málefni. Er leikritið bein- línis skrifað þannig, að ekki getur hjá því farið, að það hafi áhrif til aukins skilnings á skyldum mann- anna við dýrin, og er ritstjóri Dýraverndarans þess fullviss, að meginþorri jteirra þúsunda af börnum, sem séð hafa leikriiið, munu aldrei gleyma áhrifum jjess nteð tilliti til dýranna. Á höfundurinti skildar miklar jxikkir allra dýra- vina og sömuleiðis forráðamenn Leikfélags Reykja- víktir og leikstjórinn Helgi Skúlason og hinir mörgu leikendur, sem virtust leggja mjög mikla alúð við leik sinn, enda hafa yndi af hinum ágætu móttök um frá hendi jteirra, sem leiksýningin var fyrst og fremst ætluð. Hækkunin á verði blaðsins. Áður en kunngerð hafði verið hækkun á verði blaðsins, bárust ritstjóranum bréf, þar sem látin var í ljós undrun yfir því, að stjórn S. D. í. skyldi víla fyrir sér að hækka blaðið eins og þörf krefði. Nú hafa bætzt við nokkur slík bréf. Ritstjórnin þakkar fyrir sína hönd og samtakanna og mun birta glefsur úr slíkum bréfum í næsta blaði. DÝRAVERNDARINN 65

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.