Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 3
Mál, sem alla varSar Hinn 3. nóvember síðastliðinn gekk stjórn Sam- baiids dýraverndunarfélags íslands á fund þeirra ráðherranna, Gylfa Þ. Gíslasonar og Eggerts G. Þor- steinssonar, og færði þeim erindi það, sem hér fer á undan, ásarnt fylgiskjali. Dýravernd tilheyrir emb- ætti menntamálaráðherra, en að því leyti, sem starf- serni dýraverndunarsamtakanna tekur til félgslegr- ar nauðsynjar, heyrir hún undir félgsmálaráðherra. Stjórnin bjóst hálfvegis við því, að hún þyrfti á að halda allmiklum málflutningi til þess að hún fengi jákvæðar undirtektir, en ráðherrarnir voru mjög fljótir að átta sig á málinu og afstaða þeirra var strax jákvæð. Menntamálaráðherra lofaði að flytja það og mæla með því á fundi ríkisstjórnarinn- ar þegar á næstu fundum hennar, og félagsmála- ráðherra kvaðst fús til að styðja málflutning hans. Málið er nú í athugun hjá ríkisstjórninni, en af fundum hennar berast ekki fregnir, nema fullnað- arákvörðun sé fengin. Svo sem lesendum Dýraverndarans er kunnugt, er Ásgeir Einarsson dýralæknir einn af stjórnendum hjúkrunarstöð dýra á vegum Sambands dýra- verndunarfélags íslands. Á s.l. ári nam innflutn- ingur skottækja og skotefnis, sem varða aflífun dýra 32.945 kg. 2. Að lagt verði fram á Alþingi frumvarp til breyt- inga á lögum um innflutning, sölu og meðferð skotfæra o. s. frv. nr. 69/36. í frumvarpi þessu yrði meðal annarra breytinga lögfest að endurnýja skuli árlega leyfi til þess að hafa skotvopn undir höndum og gjald koma fyrir hvert skotvopn — að upphæð kr. 100.00 — sem renni til þess að reisa og reka hjúkrunarstöð dýra á vegum Sambands dýraverndunarfélaga íslands. Hjúkrunarstöð dýra, sem yfirdýralæknir gerði til- lögu um á fyrrnefndum fundi yrði um 120 fermetrar eða um 600 rúmmetrar. Kostnaðarverð rúmar 2.0 rnillj. kr. og árlegur reksturskostnaður um 500 þús. kr.“ Þessu erindi fylgdi eftirfarandi yfirlit yfir inn- flutning á skotvopnum og skotfærum: sambandsins. Hann upplýsti, að hvergi væri athvarr íyrir dýralækni, sem þyrfti að gera að fótbroti eða öðrum meirihátar meiðslum dýra, hvort sem dýrið væri hundur, kind eða stórgripur, og auk þess ætti hann þess engan kost að taka röntgenmynd af brotn- um limum dýra, heldur yrði t. d. að gera skurði eða setja saman fótbrot undir beru lofti eða í híbýl- um manna eða dýra — og eingöngu treysta á þá hæfni sína, sem til greina gæti komið án röntgen- myndar. Væri þetta auðvitað óviðunandi ástand, — og það ekki síður frá fjárhagslegu hagsmunasjónar- miði búfjáreigenda en frá sjónarhóli dýravina og dýraverndar. Áður hefur hér í blaðinu verið skrifað um nauð- syn þess, að upp kæmist á vegum S.Í.D. hjúkrunar- og geymslustöð handa dýrum, og þarf það í raun- inni ekki frekari skýringa. En þó að í erindi því, sem stjórn samtakanna beindi til ríkisstjórnarinnar, sé aðeins gert ráð fyrir 120 fermetra stöð, sem síðan verði stækkuð, mun stjórn S.D.Í. taka til rækilegrar athuguriar, hvort ekki reynist unnt að byggja þegar í upphafi það stórt, að liægt sé að hafa í stöðinni aðstöðu til frekari aðgerða á dýrum, en til hefur verið hér frarn að þessu. Þess skal getið, að gert er ráð fyrir, að dýralæknir, sem sé sérfræðingur í meðhöndlun og lækningu Skannnbyssur 110 kg kr. 56.000.00 Stórskotatæki 44 - — 1.000.00 Línubyssur 191 - — 50.000.00 Hvalveiðibyssur 2700 - — 58.000.00 Fjárbyssur 8 - — 5.000.00 Önnur skotvopn 1931 - — 694.000.00 Önnur vopn 345 - — 70.000.00 Hlutir til vopna 72 - — 74,000.00 Skotefni til sportv. 25.8 tn — 1.868.000.00 Skutlar og skot í hvalveiði- byssur og línubyss ur 1719 lig — 290.000.00 Skot fyrir fjárbyss ur 611 kg — 346.000.00 Önnur skot (líklega fyrir landhelgisgæzlu) 6.1 tn — 601.000.00 39.697 kg kr. 3.931.000.00 Ath.: Tæki og efni til s portveiða og aflífunar dýra 32.945 kg kr. 3.135.000.00 DÝRAVERNDARINN 69

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.