Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 4
Borgaðu íyi’ir lífið Sæmilegum mönnum er þann veg farið, að það veldur þeim harmi, þegar ferfættir förunautar þeirra eru leiddir „undir hnífinn“ í sláturhúsin á haustin. Samt er það svo, að margir leyna brosinu, en bera þó grimmdina og mannúðarleysið í lyjartanu. Löng reynsla hefur fært mér heim sanninn um það, að margir þeir, sem eiga yfir lífi dýranna að ráða, kjósa fremur að dauðinn haldi því herfangi, sem honum hefur verið fyrirhugað, en að þau fái tækifæri til að njóta lífsins. í höndum þeirra er dóms- valdið og í mörgum tilfellum dæma þeir til dauða. Ótrúlegt! — en satt. Kannast ekki margir við orðin: „Þú verður að borga fyrir lífið!“ það þýðir: þú verður að borga meira en sannvirði fyrir dýrið, ef þú villt það lifi, ella verður því lógað fyrir minna verð. Hafa menn gert sér ljóst, hvílík ruddamennska og lífsfyrirlitning liggur að baki þeirri athöfn? Finnst slíkum mönnum engin ábyrgð fylgja því að vera maður og hafa eignar- og umráðarétt yfir öðrum líf- verum? Eða dæma þeir til dauða án rannsóknar? Við brjótum heilann um allífið og tilgang þess, um guðdóminn, sem skóp þetta allíf og um réttinn hinna smærri dýra, starfi við stöðina, en aðgang að henni mundu svo hafa dýralæknar, sem þyrftu að gera nákvæmar athuganir og jafnvel læknisaðgerðir á stórum dýrum. Auk þess, sem stöðin mundi, þegar fram í sækir, hafa reksturstekjur af innflutningi skotvopna og af byssuleyfum, mundi hún fá allmikið fé fyrir læknis- aðgerðir, hjúkrun og geymslu dýra, og brátt mundi það sýna sig, að hún bætti úr svo bráðri nauðsyn, að hún þætti með öllu ómissandi og ekki gæti komið til mála að hún yrði látin komast í fjárþröng, hvort sem væri með tilliti til reksturs eða nauðsynlgerar stækk- unar. í næsta blaði Dýraverndarans verður þessa máls nánar getið. Framgangur þess verður öllum dýravin- um, — já, í rauninni öllum mönnuðum mönnurp gleðitíðindi og ánægjulegt vitni um menningarlega framvindu með þjóðinni. til lífsins. Um allt þetta vitum við næsta lítið, en höfum þó óljósan grun um, að bezt muni á því fara, að gengið sé um þau híbýli svo mjúkum skrefum, að sem minnst sé fótum troðið að óþörfu, allt það, sem lifir og hrærist okkur að meinalausu. Við gerum ráð fyrir, að til þess sé af okkur ætl- azt, að við gerumst ekki boðberar dauðans, ef við eigum milli hans og lífsins að velja. Hér er ekki átt við hefðbundna fæðuöflun manna úr dýraríkinu, við verðum að komast á hærra þroska- stig áður en þeirri hefð lýkur. Til skilnings máli mínu, eru þessar tvær litlu sögur: Bóndinn hefur rekið féð sitt í heimaréttina sína og nú er hann að skilja sláturlömbin frá hinum, sem eiga að lifa. Hann leiðir þau hvert af öðru í sér- stakt hólf. Loks hefur hann vegið og metið og horf- ir nú yfir herfang dauðans. Á honum sjást engin svip- brigði. Þetta er gangur lífsins og hann er hinn mikli dómari. Enginn véfengir hans dóm. Menn verða að éta og klæðast. En nú ber aðkomumann að garði. Hann lítur yfir hópinn, sem á að slátra og segir „Það eru margar fallegar gimbrar, sem jiú ætlar að slátra núna.“ „Já, J^að verður víst ekki of mikið innleggið samt.“ „Viltu ekki selja mér fjórar til lífs?“ „Jú, því ekki það.“ Ef vel er að gáð, er ekki örgrannt, að eilítið lyft- ist brúnin á bónda. Skyldi honum Jrykja vænt um, að eitthvað af fallegu gimbrunum hans á að fá að lifa? Svo velja Jjeir fjórar fallegar gimbrar úr hópnum, sem á að slátra, og aðkomumaður spyr: „Hvað heldurðu að J^essar mundu nú gera í slát- urhúsinu?" „O — svona níu hundruð til þúsund krónur hver.“ „Ég skal borga þér þúsund krónur fyrir hverja." Bóndi horfir á hann nokkuð tvíræðu augnaráði og svarar síðan: „Og tvö hundruð krónur fyrir lífið á hverja.“ „Ég borga ekki nema hæsta sláturverð" svarar aðkomumaður, og bóndi leiðir fallegu gimbrarnar sínar fjórar aftur inn í biðsal dauðans. Enginn mundi sjá á honum nein svipbrigði, í hæsta máta smá viprur kringum munninn, Jiær gætu kannske þýtt: „Ég læt engan hræra neitt í mér.“ 70 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.