Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 9
þessari læknisaðgerð, því að slátraraskömminni batnaði — auðvitað fyrir náð dýrlingsins! En Munthe endar kaflann um Fuglbergið á þess- um orðum: „En þegar mín hinzta stund kemur, hef ég hugs- að mér að livísla að þeim engli, sem næstur mér stendur, að þó að ég beri mikla virðingu fyrir liin- um heilaga Antoníusi, verndardýrlingi þorpsins, þá hafi það nú sarnt verið ég, en ekki hann, sem hleypti greftrinum út úr vinstra lunganu á slátraranum, og ég ætli að biðja engilinn að tala máli mínu, ef enginn annar fengist til að gera það. Ég er viss um, að Drottni þykir vænt um íuglana, því að annars hefði hann ekki gefið þeim sams konar vængi og englunum sínum.“ Sænska ríkið tók við San Michele að Munthe látnum, og síðan hefur Fuglbergið, þar sem fugla- söngurinn fyllir loftið vor og liaust, unnið sér sí- aukinn hróður allra fuglavina. Jósef Oliv, sem við dánarbeð Munthes lofaði lionum því að sjá um að San Michele væri dubbað upp að lokinni styrjöld- inni — en meðan hún geysaði, var það ifla leikið — hefur ekki svikið það loforð sitt, að vera fram- vegis fulltrúi Munthes hér á jörðinni og sjá um, að San Michele yrði griðastaður hrjáðra manna eins og Fuglbergið fuglanna. Hann hefur til dæmis látið gera við kastalann á brún hamarsins, og að viðgerð- inni lokinni fékk hann þetta gamla virki fuglafræð- ingaféfagi Svíþjóðar til umráða. Þar lætur það fara frarn ýmsar athuganir á farfuglum, meðal annars merkja allmarga á hverju ári. Svo gnæfir þá Fuglbergið, sem er 400 metrar á hæð, yfir hið bláa Miðjarðarhaf sem friðland þreyttra vængjaðra ferðalanga, og stöð þeirra vís- inda, sem vilja auka staðgóða þekkingu á hinurn undursamlegu syngjandi verum, sem Guð gceddi sams konar vœngjurn og engla sina. Hinn 26. f. m. kom Ólafur Árnason, Víðimel 46 Reykjavík, á Fræðslumálaskrifstofuna og afhenti gjöf til Dýraverndarans að upphæð kr. 1000.00.— eitt þúsund krónur —, sem hann hefur fengið kvitt- un fyrir. Gjöfinni fylgcli engin kvöð. Undirritaður hefur með bréfi dags. í dag þakkað gjöfina fyrir hönd Dýraverndarans. Rvík 3/7 1965. Ingimar Jóhannesson. Sæoturinii Sæoturinn sýnist ekki fríður, enda má segja með fullum sanni, að hann „myndist“ ekki vel. En mikið hafa loðskinnasalar sótzt eftir feldinum á honum, og var um skeið skotið svo mikið af þessari dýrategund, að við lá, að henni væri útrýmt. Nú sjást sæotrar ekki annars staðar en við strend- ur Alaska, en þar eru þeir friðaðir. Einstaka sinnum munu þeir hafa flækzt svo langt frá heimkynnum sínum, að þeir liafi sézt hér við íslandsstrendur. Það mundi haf'a verið um 1905—’6, að tveir bræð- ur úr Stapadal í Arnarfirði voru á ferð út yfir svo- kallaðar Bjargafjörur, sem eru milli Stapadals og Hrafnabjarga í Lokinhamradal. Á leiðinni sáu þeir dýr, sem hrökk undan þeim í sjóinn. Þeir jiekktu vel margar selategundir, og bæði fráleiki og útlit dýrsins benti eindregið til þess, að dýrið gæti ekki verið selur, en hins vegar hef ég síðan athugað, að hvort tveggja gat átt við sæotur. G. G. H. DÝRAVERNDARINN 75

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.