Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 16

Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 16
maður sinnar samtíðar, Albert Schweitzer. Um hann liefur biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, skrifað merka bók. Þar segir svo meðal annars: „Ofætlun er það, segir Schweitzer, að reyna að brjóta tilveruna til ntergjar. Það tjóar ekki að ætla mannlegri hugsun slíkt. En þar með er ekki sagt, að hugsunin eigi að gefast upp. Hún á að vera leiðarljós svo langt, sem hún hrekkur, og hjálpa oss til að taka rétta afstöðu til tilverunnar i samræmi við það, sem skynsemi og samvizka býður. Tilveran birtist manninum sem lífsvilji. Sá, sent hugleiðir hið dularfulla santband milli lífsins í sjálfum sér og í kringum sig, hlýtur að kenna lotningar. Og finnur hann ekki um leið, að honum ber að hafa sömu afstöðu til alls, sem lifir, og hann hefur til sjálfs sín? Allt, sem lifir, finnur til, eins og vér, vill lifa eins og vér. Skylda vor er að hjálpa öllu lífi, sem vér komumst i færi við, Sá, sem nernur þá köllun, gerir sér erfiðara fyrir en hinn, sem lifir fyrir sjálfan sig, en hann finnur jafnframt þá ham- ingju, sem hann getur öðlazt mesta. Hugtakið „lotn- ing fyrir lífinu“ hefur öll skilyrði, segir Schweitzer, til að vera grundvöllur einfaldrar lífsskoðunar, sem allir geta skilið, en er um leið í samræmi við kröfur rökrænnar hugsunar og samkvæmt kærleikskenningu Jesú.“ Svo segir í bók herra biskupsins. En nt'i skulum við minnast sköpupnarsögunnar, sem í suntra aug- um er bókstaflegur sannleiki, en í annarra raunsönn dæmisaga. Þar stendur skrifað: „Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd; hann skapaði þau karl og konu. Og Guð blessaði þau, og Guð sagði við þau: Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gerið ykkur hana undirgefna, og drottn- ið yfir fiskum sjávarins og fuglum loftsins og yfir öllum dýrunr, sem hrærast á jörðunni. Og Guð sagði: Sjá, ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðunni, og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í, — það sé ykkur til fæðu. Og öllum villidýrum og öllum fuglum loftsins og öllum skrið- kvikindum á jörðunni, öllu því, sem hefur lifandi sál, geí ég öll grös og jurtir til læðu ...“ í sköpunarsögunni er þá ekki aðeins sagt, að meiinirnir hafi sál, heldur lika dýrin. Og hvort mundi þá ekki sá maður standa á frekar lágu þroska- stigi, sem ekki „hugleiðir hið dularfulla samband Vert til eftirbreytsii í ísleíiakwm skólum /F.skulýðssam band dýravina er deild í Dýravernd- unarfélagi Danmerkur. í sambandinu eru full 40 þúsund danskra barna og unglinga á skólaaldri. Öllum þessum börnum og unglingum hafa verið afhentir miðar, sem þau líma innan á spjöldin á öllum sínum námsbókum. Á jressa miða er prentað: 1. „Mundu, að dýrin eru lifandi verur, sem skylt er að koma fram við sem meðsystkini. 2. Mundu, að það er skylcla okkar að koma í veg fyrir illa meðferð á dýrum. 3. Mundu, að um leið og menn eignast dýr, taka jteir á sig ábyrgð á jæim og skyldu til að fara vel með Jrau. 4. Mundu, að hirðu- og hugsunarleysi getur vald- ið illri meðierð á dýrum. 5. Mundu, að hver einasti maður er skyldur til að hjálpa dýrum, sem eru í nauðurn stödd, eru veik eða hafa orðið fyrir slysi.“ Öll börn, sem gerast félagar í sambandsfélagi, heita því hátíðlega, að vera dýrunum góð og veita Jreinr vernd eítir beztu getu. Svona félög ættu að vera í öllum skólum hér á íslandi, og víst væri vel til fallið, að miðar, hlið- stæðir Jreim, sem límdir eru í skólabækur hinna dönsku barna, væru afhentir íslenzkum skólabörn- um, hvort senr dýraverndunarfélag væri í skólanum eða ekki? Slík hreyfing var hér áður í skólum í Reykjavík, og nú er verið að stofna til félagshópa til athugunar á íslenzku fuglalífi. Væri ekki vel við liæfi að gera hlutverk Jseirrar starfsemi víðtækara? milli lífsins í sjálfum sér og í kringum sig“ og kenni lotningar gagnvart hinu mikla undri? Væri svo ekki íslenzkri kirkju fyllilega samboðið, að fara að dæmi ýmissa annarra kirkna og helga dýrunum einn sunnudag á árinu — gera hann að sönnum hátíðis- og heilladegi? 82 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.