Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 20

Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 20
bænda hafa með samþykktum, sem stjórn S. D. Í. hefur eindregið skírskotað til, skorað á bæntlur að brenna ekki sinu eftir f. maí, og hefur þessi tíma- takmörkun samþykktanna náð til alls landsins. Varp fjölmargra íugla er byrjað um f. maí hvar- vetna á landinu, og valda því sinubrennur eftir þann tíma stórtjóni á fuglalífinu um land allt. Þá er og alkunna, að á brenndu landssvæði verpa fuglar alls ekki. Aukin ræktun hefur raskað ntjög kjörlendum varpfugla, og er síður en svo bætandi á þá nauðsynlegu og óhjákvæmilegu skerðingu. Bændur og aðrir ræktunarmenn á Norðurlandi hafa margtekið fram, að taki snjóa mjög seint upp, t. d. ekki fyrr en um miðjan maí, þá sé sinu- brennsla ekki gerleg það ár, því að hún stórskaði þá gróðurinn. Stjórn S. D. í. skorar því eindregið á háttvirt Al- þingi að binda leyfi það til sinubrennslu, sem felst í 6. gr. frumvarpsins við tímabilið frá 1. marz eða jafnvel 1. febrúar til 1. maí. Greinin ltljóði því þannig. 6. gr.: „Sinu má aðeins brenna á tímabilinu 1. rnarz ti! I. maí ár hvert." Þegar frumvarpið hefur verið samþykkt sem lög, mun Dýraverndarinn birta þau lög hér í blaðinu, því að nauðsynlegt er, að þau komist í hendur sem flestra dýravina, þar eð ekki mun vanþörf á, að þeir veiti hlutaðeigandi yfirvöldum aðhald unr gæzlu laganna. Auk þess eru í frumvarpinu allmargbrotin ákvæði, sem eiga að koma í veg fyr- ir hvers konar tjón af völdum ekls á víðavangi, og er æskilegt, að sem flestir kynni sér þau. Gamall og góður vinur. Einn af beztu og tryggustu vinum Dýraverndar- ans er Jón Pálsson á Maríubakka í Fljótshverfi í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann hefur nú sent blaðinu auk árgjalds 150 krónur og lætur í ljós, að hontim þyki síður en svo of hátt það verð, sem kaupend- ur þurfa nú að greiða. „Hví skyldi ekki mega greiða fyrir heilan árgang af blaði, sem blessuðum málleys- ingjunum er helgað, sem svarar einum þriðja úr verði meðalstórrar og kannski ekki mjög merkrar bókar?“ — Þannig farast honum orð, og sé honum þökk og heiður goldin. — Rilstj. ---------——•—■———■—■—— — *^ncjótu i&ó&nclurnir JARPSKiETTUR Einu sinni átti Steini að sækja hesta fyrir föður sinn. Oftast héldu hestarnir sig upp með ánni í hvammi einum grösugum, en er Steini kom þangað, sá hann ekki hestana. Heldur hann þá, að þeir hafi farið niður í fjöru. En þegar hann kemur fram á bakkann, sér hann hestana og að einn þeirra er kominn í sjálfheldu. Var jrað Jarpur, reiðhesturinn, sem honum var gefinn urn vorið, þegar hann varð 13 ára. Jarpur hafði farið út á sléttan drang, jtegar fráfallið hafði verið um morguninn. Jarpur stóð og horfði á, hve sjórinn nálgaðist fætur hans í sífellu. Steini flýtti sér heim, hljóp eins og fætur toguðu. Þegar hann komst heim til sín, gat hann engu orði upp kornið vegna mæði og geðshræringar. Loks gat hann þó stunið því upp, hvað í efni væri. Pabbi hans og vinnumennirnir flýttu sér af stað með kaðal og fleira, sem gat orðið til hjálpar við björgunarstarfið, og eins og nærri má geta, var Steini fullur eftirvæntingar. Er þeir komu að sjónum, ýttu þeir bátnum á flot og réru allt hvað af tók til klettsins, þegar þeir komu þangað, var Jarpur orðinn mjög æstur og órólegur — og ætluðu þeir varla að geta beizlað hann. Voru þeir að hugsa um að láta hann i bátinn, en það reyndist ómögulegt vegna þess, að Jarpur ætlaði þá að tryllast. Vissu þeir ekki, hvað til bragðs skyldi taka. Steini litli, sem hafði fylgzt með þeim ofan frá bakkanum, hélt, að nú væri alveg vonlaust nreð að Jarpur hans kæmisl lífs úr þessari háskaferð. Tók hann svo að biðja til guðs: „Ó, góði guð, láttu hann Jarp minn bjargast, ó, góði guð, gerðu það.“ Mennirnir sáu, að eina vonin til björgunar væri að koma Jarp úti í sjóinn, Jtá myndi hann taka sundtökin og reyna að synda til lands. Þeir stympuðust um stund við að koma honum út í — og allt í einu tókst ]>að. 86 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.