Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 26

Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 26
Hann atlar að kaupa kú, )iann Villi viðutan. Hann er nú ekki beinlinis spekingur, og það hefur Jónatan bóndi talið reynandi að nota sér. Hann raðar mjólkurhyrnum á bálkinn aftan við kúna og segir: „Verðið er 2500 krónum hœrra fyrir það, að hún Mjöll mjólkar eliki rennandi mjólk, heldur mjólk í hyrn- um, sem eru sizt lakari en hyrnurnar hjá Samsölunni.“ og gjammi. Nú gekk tófan fram á suðurbrún skers- ins — og hvað? Hún skreið niður í sjóinn og lagðist til sunds, synti fram með skerinu og svo nærri því, að jafnvel maður, sem þar hefði staðið uppréttur, hefði ekki séð hana. Og áfram hélt hún, unz hún var komin fram fyrir skerið. Þar skreið hún upp og fór sér afar hægt. En allt í einu kom styggð að æðarfuglunum, hvort sem hún hefur nú styggt þá viljandi eða ekki, en víst er um það, að þeir leituðu ekki út af sker- inu til hliðanna, en fleygðust beint í flasið á tælu. Það sá ekki í hana fyrir fugli, en eftir svo sem augnablik sá ég hana standa þarna með baksandi æðarbiika í trantinum. Hún hélt um hálsinn á hon- um, og nú lagði hún á hann báðar frarnlappirnar. Svo hætti hann þá að hreyfast. Nokkrum augna- blikum síðar labbaði hún með blikann upp skerið. I-fausinn á lronum stóð út úr hægra kjaftvikinu á henni, hálsinn lá í boga aftur á bóginn og skrokk- urinn hvíldi á herðakambinum, en stél og lappir dingluðu niður með henni hægra megin. Ég ógnaði Skrámi, sem var staðinn upp og sperrti eyrun, og ég gekk hljóðlega inn í Sjónarhólsurðirnar. Mér fannst tófan eiga fyrir því að fá að vera í friði með þessa björg, sem hún var að draga í bú. Hún var sannarlega ekki öfundsverð af því að bera þennan stóra og þunga fugl til bústaðar síns. Að næsta greni, sem mér var kunugt um, var að minnsta kosti liálf- tíma gangur, og leiðin öll á brekkuna, en ég þóttist viss um, að hún ætti þar ekki heima, heldur enn lengra í burtu, — annars hefði ég verið búinn að verða hennar var fyrr á vorinu. 92 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.