Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 30

Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 30
Þangað þurfti að flytja ullina á hestum og ekki að- eins hana, heldur þrjá eða fjóra taðpoka og marga brúsa af stæku hlandi, sem safnað hafði verið í marg- ar vikur og notað var við ullarþvottinn í stað sápu. Við ána var geysilega stór pottur á hlóðum. í hann var hellt saman vatni og hlandi í réttum og mjög vandasömum hlutföllum, hitað fast að suðumarki og ullin síðan látin ofan í og þvæld þar um stund, sem kallað var, síðan færð upp á trégrind yfir pott- inn með langri þvöru og kreistur vandlega úr henni lögurinn ofan í pottinn. Þá fyrst var hún tilbúin til skolunar í ánni. Stærstu og heillegustu lagðarn- ir voru látnir fljóta í straumnum, en smærri ullin var látin í stórar, riðaðar körfur, sem kallaðar voru tæjur, og þeim síðan dýft í vatnið. Þetta var afskap- lega skemmtilegur og merkilegur dagur í mínum unga huga. fæja! Þegar piltarnir, þennan morgun, fara að ná í ullarpokana, sem geymdir voru í skemmunni, brá þeim heldur en ekki i brún, er þeir finna haglega gert bæli í ullinni í einu pokaopinu. Og þar liggja allir þrír kettlingarnir, sprelllifandi, 1 jörugir og kát- ir. Kisa hafði bjargað þeim þangað um nótt, þegar hún sá, að félagsskapurinn við yrðlingana var orð- inn þeim hættulegur. Fyrir það fékk hún að vonum mikið hrós og fullkomna uppreisn sinnar æru. Dagarnir líða og jrað er komið langt fram á slátt. Kettlingarnir eru engin börn iengur og ])að er búið að gefa þá krökkum á bæjunum í kring. Og ])á linnst kisu, að hún hafi ekkert að gera heima og hefur vitjað heiðarlandanna sinna góðu eins og hún er vön. Yrðlingarnir eru líka orðnir mestu dólgar, loðnir og luralegir, með langt og digurt skott. Þetta eru líka mestu átvögl, en meinlausir, fljúgast á í góðu, gegna, ef kallað er á ])á, flaðra upp um mann eins og seppar og éta úr lófa manns. Þeir eru hafðir lausir úti við á daginn, þegar sólskin er og gott veður. Dag einn um miðjan ágúst í brakandi þurrki er- um við öll inni að borða. Þá er það, að ég fer út til hvolpanna með eitthvert góðgæti til að gefa þeim. Ég kalla á þá, en þeir koma ekki og láta ekki sjá sig. Þetta þykir mér skrýtið og geng austur á túnið til þess að gá að þeim. Þá hiliir undir ])essa anga á túngarðinum. Þeir velta sér ofan af honum og hlaupa af stað í átt til heiðarinnar. Ég geri piltun- um aðvart, og þeir hlaupa af stað. Það varð harður Ávarp Fyrir um 30 árum byrjaði undirritaður að safna dýrasögum. En margs konar anna vegna féll söfn- unin niður. En nú hef ég ákveðið að hefja söfnun á ný með útgálu í huga. Ég leyfi mér því að leita aðstoðar ykkar, lesend- ur góðir, og annarra, sem leggja vilja lið slíkri söfnun. I hverri byggð landsins eru til sögur, ljóð, vísur, skrítlur og fróðleikur um dýr, sem vert er að vernda frá því að gleymast og glatast. Og alltaf er slíkt efni að skapast. Mest af þessu efni mun tengt húsdýrunum. En skemmtilegir og fróðlegir Jjættir munu einnig tengd- ir ref, sel og fugli. Mikil fengur væri að myndum í tengslum við efnið. Og öðrum skemmtilegum myndum. Hvetja vil ég börn og unglinga til að láta sinn hlut ekki eftir figgja. Hef áhuga fyrir að fyrsta heftið geti komið út á næsta ári. Mun sjá til, að allir, sem efni eiga í því, fái sitt eintak, hver sem útgefandinn verður. Vona, að góð samvinna megi takast við ykkur. Fyrirfram jrakkir og kveðjur. Marteinn M. Skaftfells. Pósthólf 885, Reykjavík. og erfiður eltingarleikur. En að lokum jrreyttust yrðlingarnir í stórgerðu þýfinu, vöxnu fjalladrapa og lyngi. Erfiðast var að handsama þá vegna þess, að þeir spöruðu hvorki klær né kjaft í sjálfsvörn inni. Þegar komið var með ])á heim, voru þeir settir i jroka, á meðan verið var að smíða öruggt byrgi til þess að geyma þá í. Litlu seinna voru ])eir seldir í erlent skijr. Þannig kallar frelsið á börn heiðanna. Einhver seiðandi, lokkandi þrá, djúpt í eðlinu sjálfu, bloss- ar skyndilega uj)j) og krefst fullnægingar. Frelsið í víðáttu heiðanna, með sinni hiirðu baráttu við hættur og sult og seyru, er þeim ]jrátt fyrir allt meira virði en öryggið við kjötkatlana í húsum mannanna. Frelsið er þeim allt. 96 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.