Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 6
ið heilbrigðar hugsanir) heilbrigt og einfalt fæði, hreinlæti og hrein- ar snyrtivörur. Ef þessa er gætt, verður árangurinn góður. Því miður fást „Beauty without cruelty” vörurnar ekki á íslandi sem stendur, en Weleda vörurnar fást innan þess ramma, sem þeim er ætlað að vera, þ. e. engin lituð krem, engir skuggar eða varalitir. Baðvörurnar: Sítrónu-, Furu- nála-, Lavandel- og Rósmarínmjólk- in. Sú síðastnefnda, öðru nafni Sæ- döggvarmjólkin, er unnin úr Sæ- döggvarjurtinni, sígræn jurt, lyktar- sterk með bláum blómum, sem hef- ur vermandi og frískandi áhrif. í baðið nægir að hafa 2-3 matskeið- ar, auk þess er gott og hressandi að setja nokkra dropa af baðmjólk- inni í þvottavatnið og nudda húð- ina vel upp úr því. Orvar efna- skiptin. írissápan: (Sverðliljan) er gerð úr hreinum jurtaolíum, engin dýra- feiti notuð, sem annars er í flest- um ef ekki öllum sápum meira og minna. Hreinsunarhæfileiki sáp- unnar er einstakur og gæði fyrir viðkvæma húð. Auk þessa er sápan mjög drjúg. Húðolían: Svartþyrnir með Arn- iku. Hefur vermandi áhrif á húð- ina, vinnur gegn kvefi, verkjum í útlimum og gigt. Tannkrem fl. tegundir, mjög góð fyrir tannholdið og slímhúðina í munninum, hindrar tannholdsblæð- ingar, vinnur gegn tannskemmdum. Efnin í tannkremin eru tekin bæði úr steina- og plönturíkinu: Aescul- us, calcium, magnesíum, silfursölt, fluorsölt. Einnig myrrah og Rhat- ary, sem hindra ígerð og blæðing- ar. Auk þessa olíur úr ýmsum ilm- jurtum sem hafa styrkjandi áhrif á blóðrennslið um tannholdið og góminn, og halda slímhúðinni ferskri og heilbrigðri. Hin lífrænu efni tannkremsins eru létt sótt- hreinsandi og lyktareyðandg en geyma engin þau efni sem skemma glerjung tannanna, engin kemisk bleyki eða litarefni. Tannskolvatnið hefur flest þau sömu efni og tannkremið auk salv- in, okaliptus og piparmintu, og vinnur því gegn tannholdsblæðing- um, styrkir tannhold og tennur. Þarf aðeins 2-3 dropa í vatnsglas, t. d. eftir máltíð. Hárolíur, hársjampó og hárvatn, sem inniheldur svavel og kisilsýru, er eykur efnaskiptin í höfuðleðrinu og næringu til hárrótarinnar. Vinn- ur gegn hárlosi. íris andlitsmjólk, írishandáburð- ur. Dagkrem, næturkrem, colkrem. Sólkrem, sem ver gegn sólbruna, en gefur fljótt fagran lit, ver einn- ig gegn kulda. Húðkrem, sem virð- ist henta allri húð, hefur örvandi áhrif á blóðrennslið um húðina, gefur þægilega hitatilfinningu og frískan blæ. Fótkrem og fótaolíur. Barnaolí- ur, barnakrem, barnapúður, allt unnið úr fínustu jurtum auk calen- dula, sem er sótthreinsandi og vernd fyrir viðkvæma húð. Fleiri krem og olíur eru í Wel- eda-línunni, sem of langt mál yrði upp að telja hér. Þetta er aðeins sýnishorn af því, sem er á ísl. mark- aði fyrir þær konur, sem ekki vilja nota snyrtivörur, unnar úr dýrisk- um efnum eða, sem hafa valdið kvölum og jafnvel dauða saklaus- um, varnarlausum dýrum. Auk þess geyma allar þessar snyrtivörur eig- inleikann að bæta og græða húð- ina, örva blóðrennslið um hana, sem er skilyrði til þess að, húðin geti verið falleg og heilbrigð. Hulda Jensdóttir. Frá sambandsstj órninni Prentaraverkfallið setti strik í reikninginn hjá okkur eins og öðr- um, sem standa í blaðaútgáfu og það er þess vegna sem Dýravernd- arinn kemur svo seint út. Það var þá gripið til þess ráðs að auka við efni blaðsins, svo 1. og 2. tölublað koma nú út í einu. Eins og öllum mun vera kunnugt hafa orðið gífurlegar hækkanir á kaupgjaldi og öðru verðlagi, svo prentunarkostnaður hefur margfald- ast. Því verður ekki hjá því komist að hækka árgjald Dýraverndarans fyrir árið 1974 upp í krónur 500,00, en framvegis mun, sem hingað til, verði Dýraverndarans haldið í al- gjöru lágmarki. Þakkir til gefenda Þessar gjafir hafa borist til sam- bandsstjórnar: Frá Agnari Ludvigssyni kr. 25.000,00. Frá 7 skólastúlkum, en þær eru: Elísabet, Guðný, Guðrún, Helga, Hulda, Jóhanna og Mæja, kr. 11.000,00. Báðar þessar gjafir eru ætlaðar tilvonandi dýraspítala. Kærar þakkir. 6 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.