Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 7
Fuglastofnar virðast ekki dragast saman 54 tegundir sáust suðvestanlands á annan jóladag m. a. fjórða korp- ondin, sem sést hér á landi. Ur sunnan- og norðanblöðunum er getið um hina árlegu talningu fugla sem fram fer síðasta sunnu- •fag ársins. Fer hér á eftir frásögn Urn talninguna í landnámi Ingólfs °8 nágrenni Akureyrar. Síðan árið 1956, hefur á hverju ari farið fram árleg fuglatalning hér á landi. Talning þessi hefur °ftast verið framkvæmd á annan í jolum, og svo var enn að þessu sinni. Engan veginn er hægt að segja a6 allir fuglar, sem á landinu eru a þessum tíma séu taldir. Því fer fjarri. Heldur er talið á sömu svasð- unum ár eftir ár og með því fæst nokkuð öruggur samanburður og v*tneskja um stofn og viðgang hverrar tegundar. Svæði þau, sem talningin fer frarn á eru aðal vetursetusvæði fugla °S þá einkum suðvestur-ströndin, en auk þess er talið á nokkrum svæðum öðrum, flestum norðaust- anlands. Að þessu sinni var talið á 17 svæðum suðvestanlands, þ. e. a. s. á svæði, sem afmarkast nokkurnveg- 'nn af landnámi Ingólfs, eða nánar 61 tekið frá Kollafjarðarbotni með ströndinni austur í Selvog og síðan UPP á Sog. þessu svæði sáust alls 33.475 hr&lar af 54 tegundum. Þetta er DviUverndarinn svipað og venjulega og ekki hægt að merkja stórar sveiflur. Þessar upplýsingar fékk blaðið hjá Arn- þóri Garðarssyni fuglafræðingi. Hann sagðist þá ekki vera búinn að fá í hendur tölur alls staðar að af landinu, og gæti því ekki sagt til um heildina. Arnþór gaf okkur síðan fjölda nokkurra tegunda, en á þessu svæði var svartbakurinn „fjölmennastur”. Af honum sáust 7.761. Æðarfugl- inn fylgdi fast á eftir en þeir reynd- ust vera 7.533. Þessar tvær teg- undir skera sig mjög úr og hafa alltaf gert. Þetta gefur þó engan veginn rétta mynd af hlutföllunum milli stofna þessara tegunda hér- lendis, því að svartbakurinn heldur sig einkum við verstöðvarnar hér í grenndinni. Aftur á móti má geta þess, að í Hvalfirði eru vanalega um 10.000 æðarfuglar, en þar var ekki talið að þessu sinni. Marga kynni að óa við fjölda svartbaksins, en Arnþór sagði, að hann væri ekki eins bölvaður og margir vildu vera láta. Hann væri að vísu mikill skaðvaldur í varpi en svo hefði hann sína kosti, t. d. væru fáir betri sorphreinsarar. Þrátt fyrir æðarungarán hans, og önnur skakkaföll þess stofns, virðist æðar- fugli ekki fara fækkandi. Að vísu hafi kuldaárin 1966-1969 leikið stofnin nokkuð hart, eins og aðrar andategundir, en þær séu nú flestar að ná sér úr þeirri lægð, sem þær lentu þá í. Næst að fjölda komu svo snjó- tittlingar, en þeir reyndust vera 3.800. Það er snjórinn til fjalla, sem

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.