Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 9
Minningar um Bjarka Bjarki fæddist fyrir hátíðar 1918. Ég valdi hann úr systkina- hópnum en auk hans var einn bróð- lr hans látin lifa. Sagt var mér, að lítið mundi úr hvolpnum verða, því móðirin sinnti honum ver en bróður hans. Eldra lólkið sagði, að væri móðirin sjálf- táð, veldi hún úr börnum sínum það efnilegasta og léti bezt að því. !-n svo reyndist ekki í þetta sinn Kí hann varð með afbrigðum góður fjárhundur og fleira var hon- Urn til lista lagt. Móðir hans var af skozku kyni í aðra ætt sína, fædd í Kasthvammi 1 Laxárdal, en faðir hans var kallað- Ur Frændi og var Kristján Daníels- s°n í Þórunnarseli eigandi hans. Þegar Bjarki var nýfæddur, var skrokkurinn mjallahvítur, gulbrún- lr blettir á eyrum og kringum annað augað en hitt hvítt og þar trínið. Þótti flestum hann °fríður, en þegar hann óx upp varð trmið svart og eins í kringum aug- og fríkkaði hann við það. Hann Var í meðallagi stór, snögghærður, annað eyrað stóð, en hitt lafði til hálfs. Eitt einkenni hafði hann, sem eS varð þó ekki fyrstur til að sjá, en það var, að önnur augnaumgerð- *n var mikið þrengri en hin. gekk á beitarhús þennan vet- Ur °g hafði gaman af að hafa Bjarka með mér, ásamt öðrum hundi, en gerði það samt óþarflega fljótt, því hann gat ekkert gagn gert. Brátt kom það í ljós hjá Bjarka, a® hann hafði fjölhæfar gáfur, enda DvRAVERNDARINN hef ég ekki séð aðra hunda gera eins vel eða betur. Hefði laginn maður vanið hann, mundi hann hafa orðið viðbrigðagóður, en það sagði honum enginn til nema ég, sem þótti harður húsbóndi og hafði ekki sagt hundi til áður. Eg ætla að segja um hann nokk- ur orð, sem gætu haldið minningu hans á lofti ef það yrði til þess, að einhver sýndi hundi sínum meiri skilning en ég Bjarka mínum, því á honum sannaðist máltækið. Engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það var eitt sinn um áður nefnd- an vetur, að ég var á heimleið af beitarhúsunum. Ég hélt á hnakk- gjörð og sótti Bjarki á að grípa í hana, svo ég braut hana saman og fékk honum. Beit hann utan um gjörðina og virtist mjög ánægður með þetta, en svo lenti hann í við- arbuska og missti hana. Vildi nú Bjarki taka hana aftur upp en gat það ekki, svo ég varð að koma honum til hjálpar. Eftir þetta lét ég hann oft bera vettlinga mína eða annað smávegis. Stundum lagði hann það frá sér, sem hann hélt á, og vildi þá verða eftir af því, ef það var sundurlaust. Þurfti ég þá ekki annað en taka það af hon- um, sem hann var með, og segja honum að sækja það, sem eftir var. Þetta gerði hann með góðu, því ánægjan skein úr augum hans, sem gátu sýnt svo mikla gleði og eins sorg. Oft lagði ég frá mér vettlinga eða einhvern fatnað og þurfti ég ekki annað en biðja hann að sækja vettlingana, en það orð notaði ég við hann í þessu tilfelli. Erfiðast átti hann með stórar flíkur eins og jakka, en þá dró hann við hlið sér. Ef einhver fékk honum hlut til að halda á, kom hann ævinlega með þá til mín eins og honum fyndist hann gera það fyrir mig og var þá gleði í augum hans. Ekki sótti hann á að taka hluti og bera nema hon- um væri sagt að gera það. Bjarki fylgdi engum öðrum en mér að Theódóri Gunnlaugssyni undanskildum, en honum fylgdi hann með góðu og vorum við þó ekki samtíða heilt ár. Tilgangslaust var fyrir aðra að fá hann með sér, enda þótt ég segði honum það. Framan af árum fylgdi hann mér næstum því hvert sem ég fór og gat ég treyst því í vondum veðrum, að hann rak fast á eftir fénu og gætti þess, að ekki yrði eftir af hópnum. Honum hætti við að bíta um konungsnef, þegar hann fór að lýj- ast einkum eftir að aldur færðist yf- ir hann. Heltist það þá sem snöggv- ast, en aldrei sá ég öðruvísi á kind eftir hann. Oft var það, er ég lagði frá mér föt eða annað, að hann lagðist hjá því og var mjög glaður, þegar ég vitjaði þess aftur. Var eins og hann teldi sig hafa varðveitt það vel fyrir mig. Haust eitt passaði ég fé í góðri tíð. Þá var það að morgunlagi, er ég fór með það, að ég hélt á reipi en skildi það eftir í litlum kofa tíu mínútna gang frá bænum. Þegar ég var kominn lengra áleiðis, saknaði 9

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.