Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 12
Til athugunar um varptímann Frá 15. apríl til 14. júlí ár hvert eru öll skot bönnuð nær friðlýstum æð- arvörpum en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Skipstjórnarmönnum skal ó- heimilt að þeyta eimflautur að óþörfu í grennd við fuglabjörg Bannað er að skjóta fugla í fugla- björgum. Forðast skal að trufla fugla, sem friðunar njóta, við hreið- ur, svo að skaði geti hlotizt af á eggjum þeirra eða ungum. Enginn má, nema með sérstöku leyfi, taka myndir af örnum, fálk- um, snæuglum og haftyrðlum við hreiður þeirra. Gætum kattarins vel á meðan egg eru í hreiðrum og ungar ófleyg- ir. Siður er það víða um heim að hengja bjöllu á heimilisköttinn yfir eggja- og ungatímann, svo að fuglar verði hans frekar varir. Helzt skyldu kettir lokaðir inni á vor- og sumarnóttum. 12 DÝKAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.