Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 13

Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 13
Tveir félagar mínir Jarpur Randver Jóhannesson á Dvergstöð- Um í Hrafnagilshreppi, oft kenndur við Hleiðargarð og fyrrum bóndi Þar, sagði mér eftirfarandi haustið 1971. Þegar ég var unglingur í Hleið- argarði í Saurbæjarhreppi, keypti eS fjögurra vetra fola af Jóni Ól- afssyni bónda þar, Guðmundssyni. En ég fór til Jóns á níunda ári og olst þar upp og sá síðar um bú hans, eltir að hann var orðinn blindur. Ressi jarpi foli, var undan jarpri hfyssu ágætri, þar á heimilinu. Hann var seinþroska, daufgerður og 'ltusluiegur framan af. Ég var tvö ar að vinna fyrir honum, kaupið Var nú ekki hærra þá, en ég var 16 eða 17 ára þegar ég keypti þann jarpa. Eitt sinn bar það við, að ég var að elta hross við Eyjafjarðará og nnssti ég hestana austur yfir ána. Eg náði þó í jarpa folann því að hann var ekki flasfenginn, hnýtti UPP í hann snæri og stökk á bak. Elann hafði áhuga á því tvennu, þótt daufur væri, að fara á eftir hestunum yfir ána og það ætlaði ég honum, og að koma mér af baki sér. ^takk hann sér hvað eftir annað og hafði nær komið mér af, tókst það þó ekki alveg og yfir ána bar hann oúg og var það fyrsta ferð mín á lolanum. En hann gat aldrei að lullu gleymt þessu bragði sínu, þótt það misheppnaðist hjá honum, því að hann bar þetta við stöku sinnum Ifarn á fullorðinsár. dýraverndarinn Jarpur varð stór hestur og föngu- legur. Þegar ég fór að temja hann, kom í Ijós, að hann var viljahestur og fjölhæfur ganghestur, bæði tölt- og skeiðhestur, svo fótviss, að hon- um skrikaði aldrei fótur, þolinn með afbrigðum á ferðalögum og mér kærari en aðrir hestar. Hann kom jafnan þegar ég kallaði á hann og lagði þá höfuð sitt á öxl mér og tók vinahótum með miklu þakklæti. Þegar ég kom heim á honum á sumrin, hafði ég það fyrir fasta venju, að sleppa honum um stund á túnið, livernig sem á stóð, og voru það hans forréttindi. Byrjaði hann þá á því að velta sér, hrista sig dug- lega á eftir en greip svo niður í tún- gresið. Það var gaman að temja Jarp, því að hann var blíðlyndur og ró- legur, námfús og öruggur. Vilji og þrek jókst honum smám saman og hann varð alger gagnstæða þess, er hann var í uppvextinum. Fullþrosk- aður var hann gæðingur og garpur mikill þegar á reyndi. Traustur vatnahestur var hann, svo að mér var næstum sama hvaða vatnsföll ég reið, ef hann var með í för. Eitt af því, sem ég vandi hann á ungan, var að láta hann stökkva úr kyrrstöðu. Þegar ég hallaði mér fram í hnakknum og klemmdi fæt- ur að síðum, tók hann stökkið og svo stökksprettinn. Hið sama gerði hann á ferð, ef ég gaf honum merk- ið. Einu sinni að vetri til í sunnan asahálku, þurfti ég að fylgja stúlku austur til Eyjafjarðará. Lagði ég á Jarp, en á annan hest handa stúlk- unni, sem þurfti að komast á söng- eða leikæfingu í Möðruvelli. Ríð- um við svo niður að ánni. Hún var þá ekki frýnileg, búin að ryðja sig víða en annars staðar full af jökum og krapi. Ég ætlaði að reyna að fara yfir á Skakkavaði fyrir sunnan og neðan Saurbæ. Áin var þar hrein við eystri bakkann en skör að henni að vest- an Mér sýndist of djúpt við skör- ina, til þess að hægt væri að ríða þar fram af, einkum með tilliti til stúlkunnar á hinum hestinum. Fór ég þá út á Langabrot, utar í hagan- um. En þegar við koinum þangað, sá ég, að áin var alveg uppfull þar af krapi og jakaruðningi og ekki viðlit að fara þar yfir. Snerum við þá suður í Sauðhúshvamm, skammt fyrir utan Saurbæ. Þar sýndist mér áin nokkurn veginn fær. Skör var að vísu að henni að vestan, en mér sýndist áin ekki mjög djúp þar fram af. Þarna ætlaði ég nú að reyna, enda ekki um aðra staði að gera á þesu svæði. Reið ég því fram á skörina og ætlaði Jarpi að fara fram af henni, en hann neitaði. Það gat hann átt til og varð þá ekki þokað. En þegar slíkt bar við, var betra fyrir mig að athuga vel allar að- stæður, því að sá jarpi var ekki stað- ur að ástæðulausu og hafði stund- um vit fyrir okkur báðum. Mér 13

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.