Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 23

Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 23
°g er ekki von til að það komi út fyrr en á næsta ári. Dýraverndarinn Á fyrsta stjórnarfundi sambands- ins sagði Jón Kr. Gunnarsson af sér ntstjórn Dýraverndarans, sem hann hafði gegnt fyrir starfsárið 1972. Síðasta tölublað Dýraverndarans f. á. 1972 kom út í marz 1973. Mik- ið var rætt um að fá annan ritstjóra að blaðinu, en strandaði á ýmsu og þá helst peningahliðinni, en eins og við vitum öll, er fjárhagur Dýra- verndarans mjög bágborinn, því lítið hefur verið sinnt útbreiðslu hans á síðustu árum. Einnig sagði afgreiðsluinaður blaðsins upp störf- um snemma á árinu. Samþykkt var að fela Gunnlaugi S- E. Briem umsjón með fyrsta tölublaði Dýraverndarans árið 1973. Gunnlaugur stóð í erfiðum prófum og hafði því mjög tak- markaðan tíma til þessa verkefnis. kinnig urðu atvik þess valdandi, að auglýsingasöfnun í blaðið tafð- »st úr hófi fram. Þetta allt og ýms- ar fleiri ófyrirsjáanlegar tafir og vandræði drógu útgáfu blaðsins •T'jög, en í haust kom blaðið loks út. har sem afgreiðslumaður var eng- lnn, pökkuðu Gauti Hannesson og Jórunn Sörensen blaðinu og komu 1 póst. Næsta blað er nú í prentun og et væntanlegt alveg á næstunni. Nýlega hefur verið ráðinn nýr afgreiðslumaður við blaðið og til að lagfæra spjaldskrá blaðsins, sem er í algjörum ólestri. Mark Watson fulltrúi íslands Stjórn S.D.Í. samþykkti að fela Nark Watson að vera fulltrúi ís- lands á erlendum vettvangi. Hann sat þing I.S.P.A. í Sarbrucken, sem DÝRAVERNDARINN haldið var 18.-19. maí s.l. Hefur hann sent stjórn S.D.Í. öll gögn um þau mál, er þar bar á góma. Kynnisferð til Danmerkur Jórunn Sörensen fór til Dan- merkur seinni hluta ágústmánaðar til að kynna sér starfsemi dýraspít- ala og staði, er taka dýr í geymslu. Átti hún langar viðræður við Hans Hvass, formann dönsku dýravernd- unarsamtakanna og P. Henningsen skrifstofustjóra um dýraverndunar- mál. Einnig ræddi hún ítarlega við nokkra dýralækna. Kynnisferð til Engiands Ásgeir Hannes Eiríksson fór til Englands s.l. haust og skoðaði þar dýraspítala á vegum R.S.P.C.A. Starfsemi þeirra spítala er rekin af frjálsum framlögum dýravina og er öll aðstoð veitt þar án endurgjalds. Dýrahjúkrunark o na í septembermánuði s.l. hafði ung stúlka Sigfríð Þórisdóttir að nafni samband við S.D.Í. vegna þess að hún hafði áhuga á að gerast dýra- hjúkrunarkona. Skrifað var til Dan- merkur og Englands og beðið um upplýsingar um námið. Fyrir milli- göngu S.D.Í. og ómetanlega að- stoð Mark Watson er Sigfríð nú farin til Englands til náms í dýra- hjúkrun við hinn þekkta dýraspít- ala dr. Singelton. Dýraverndunarnefnd Samkvæmt lögum nr. 21/1957 um dýravernd á að vera starfandi dýraverndunarnefnd skipuð af menntamálaráðuneytinu til fjögurra ára í sinn. Síðast var skipað í nefnd- ina í júlí 1969, svo starfstími þeirr- ar nefndar rann út s.l. sumar. Menntamálaráðuneytinu var skrif- að 8. okt. s.l. og spurst fyrir um hvort ekki yrði bráðlega skipað í nefndina að nýju. Barst S.D.Í. bréf nýlega, þar sem farið er fram á að tilnefndur sé fulltrúi af hálfu S.D.Í. í hina lögskipuðu dýraverndunar- nefnd. Menntamálaráðuneytinu var ritað 28. nóv. s.l. og greint frá til- nefningu Sigríðar Ásgeirsdóttur lögfræðings. Símsvari Mikið var um að fólk kvartaði yfir því, að enginn svaraði í síma sambandsins á skrifstofunni á Hjarðarhaga 26. Tók stjórnin þá til þess ráðs að fá símsvara á sím- ann. Þegar svo hringt er í síma sambandsins, svarar símsvarinn og bendir á annað númer, sem er heimasími formannsins Jórunnar Sörensen. Er þetta til mikilla bóta. Selveiðar Stjórn S.D.Í. hefur mikinn áhuga á að bæta ástandið á selveiðunum hér við land. Er fyrirkomulag það, sem haft er á veiðunum algjörlega óviðunandi og þjóðinni til skamm- ar, sérstaklega vegna þess miskunn- arleysis, sem gætir við aflífun kóp- anna. Þessar veiðar eru heldur ekki nein þjóðhagsleg nauðsyn fyrir okkur íslendinga og mætti þess vegna leggja þær alveg niður, a. m. k. takmarka verulega og breyta veiðiaðferðunum til mann- úðlegra horfs. Samkvæmt beiðni sinni fékk stjórn S.D.Í. senda skýrslu um sel- veiðar í Kanada. Skýrslan er byggð á athugunum nefndar, er skipuð var til að endurskoða öll atriði varð- andi seli og selveiðar. Nefndin var skipuð af umhverfismálaráðherra Jack Davis og í henni voru full- trúar frá dýraverndunarfélögum svo og vísinda- og iðnaðarsamtökum. 23

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.