Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 24

Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 24
Þorbjörg Bjarnar Friðriksdóttir þýddi skýrsluna á íslenzku, en skýrsla þessi er mikið plagg og mjög fróðleg aflestrar. Til þess að fá einhvern saman- burð við íslenzkar aðstæður, skrif- aði stjórnin Búnaðarfélagi íslands og bar upp margar ítarlegar spurn- ingar. í svarbréfi Búnaðarfélagsins kemur fram, að Sveini Einarssyni veiðistjóra var falið að semja drög að svörum við spurningum S.D.Í. Svörin eru langt frá því að vera fullnægjandi, en í þeim kemur m. a. fram, að landsselskóparnir eru nær eingöngu veiddir í netfsela- nætur), en eitthvað smávegis er hann skotinn. Útselskóparnir eru rotaðir með bareflum (selakepp). Aðrar aðferðir við þær veiðar hafa ekki verið reyndar. Nýting kóp- anna er svo til eingöngu miðuð við sölu skinnanna. Það kemur og fram í þessum svörum, að ekkert opin- bert eftirlit er haft með veiðunum. Árlegur fjöldi veiddra landssels- kópa er samkvæmt bréfi þessu 6-7 þús. á ári, en útselskópa 2- 4 hundruð. Veiðistaðir (sellátur) eru um allt land, í fjörðum og flóum, við útnes og óshólma, en flest munu þau vera við Breiðafjörð. Ekki er vitað um tölu þeirra. Eins og vitað var fyrir og sést af þessu svarbréfi Búnaðarfélagsins, verður að vinda bráðan bug að því að strangri löggjöf verði komið á um þessar veiðar og að veiðiaðferð- um verði gjörbreytt. Það getur ekki á nokkurn hátt talist mannúðleg veiðiaðferð að drekkja milli 6 og 7 þús. kópum árlega og berja til bana 2—4 hundruð. Heiðursfélagi Á stjórnarfundi, sem haldinn var 22. marz 1973 samþykkti stjórnin að gera Mark Watson að heiðurs- félaga S.D.Í. fyrir ómetanleg störf í þágu dýraverndar á íslandi. Er hann fyrsti og eini heiðursfélagi S.D.Í. Viðurkenning S.D.Í. barst bréf frá Stefáni Jas- onarsyni, Vorsabæ, þar sem hann fer þess á leit, að Margrét M Ofjörð sé veitt viðurkenning fyrir margháttar líknarstörf við dýr í nauð. Form. Ásgeir H. Eiríksson sendi Stefáni áritaða bók í þessu tilefni og bað hann að afhenda Margréti bókina fyrir hönd stjórn- ar S.D.Í. Gjafir Tvær gjafir bárust vegna björg- unar dýranna frá Vestmannaeyjum. Nokkrar gjafir hafa borist vegna dýraspítalans og er þar stærst 10 þús. krónu ríkisskuldabréf, útgefið 1964, nú að verðmæti 70 þúsund krónur. Skrá yfir allar þær gjafir, er hingað til hafa borist, verður í Dýraverndaranum 3.-4. tbl. Ríkisstyrkurinn í mörg undanfarin ár hefur S.D.Í. fengið styrk úr ríkissjóði að upp- hæð krónur 50 þúsund. Er það hverjum manni augljóst hve hlægi- lega lítið það er. Því var sótt um stórlega aukinn styrk til Fjárveit- inganefndar Alþingis í vor. Síðast, er form. Jórunn Sörensen hafði samband við formann fjárveitinga- nefndar, var ekki búið að taka beiðnina fyrir og yrði ekki fyrr en í byrjun desember. Bíður stjórnin nú eftirvæntingarfull eftir úrslit- um þessa mikilvæga máls. Flóamarkaðir Tveir svokalaðir „flóamarkaðir" voru haldnir til ágóða fyrir dýra- spítalann. Send voru út 800 dreifi- bréf og meðlimir félaganna innan S.D.f. beðnir að gefa muni á mark- aðinn. Fyrri markaðurinn var hald- inn 21. október á Hallveigarstöðum og seldist þá fyrir kr. 180 þús. brúttó. Seinni markaðurinn var svo haldinn í Keflavík þann 11. nóv. s.l., þar seldist fyrir kró 32 þúsund. Er þá útkoman úr þessum tveim mörkuðum þá gróflega reiknuð þannig, að sá seinni borgar kostnað- inn við þá báða. Við framkvæmd þessara flóa- markaða naut stjórn S.D.Í. stuðn- ings margra dýravina, bæði félags- bundinna og ekki. Þessir sjálfboða- liðar unnu ómetanlegt starf við söfnun muna og vinnu við uppsetn- ingu þeirra og afgreiðslu. Án að- stoðar þeirra hefði alls ekki verið mögulegt að halda þessa flóamark- aði. Kann stjórn S.D.Í. þeim öllum alúðarþakkir fyrir. Sótt um styrk frá Seðlabankanum Þann 15. nóv. s.l. rituðu gjald- keri og formaður stjórn Seðlabanka íslands bréf, þar sem beðið var um styrk til starfs S.D.Í. úr sjóði inn- heimtugjalds vegna innistæðulausra ávísana. Enn hefur ekki borist svar, en vonandi verður það jákvætt. Gjafir frádráttarbcerar til skatts Hinn 10. september s.l. var ríkis- skattstjóra ritað bréf og beðið um heimild til handa þeim, er styrktu S.D.Í. fjárhagslega, að þeir fái að draga upphæðina frá tekjum sínum á skattframtali. Þetta leyfi fékkst fyrir árið 1973 og er þegar búið að rita annað bréf, þar sem farið er fram á sama leyfi fyrir árið 1974. Hafa verið prentaðar sérstakar kvittanir vegna þessa og fær hver gefandi slíka kvittun. 24 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.