Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 27

Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 27
beint á móti búrinu og hlýið um- hverfið með blómum. Fuglarnir fljúga á prikið og sitja þar. Munið að hafa búrið opið og binda hurð- ina fasta, þannig að hún lokist ekki. Fuglarnir venjast sjálfir á að fara í búrið, þeir eru mjög vanafastir. Ganga skal frá þeim á kvöldin á sama háttatíma og einnig hafa sömu reglu á að fara úr og í búrið. Hafið það hugfast! Hafið aldrei það í búrinu, sem fuglarnir geta meitt sig á. Munið að þvo og hreinsa búrið daglega. Gott er að hafa í þvotta- vatnið þvol eða þvottasóda. Gleym- ið ekki að þvo matarskálar, drykkj- arglas og baðkarið. Hafið búrið vel þurrt. Síðan skal setja skeljasand í botninn á búrinu og einnig skal setja miral, steinefni og kalksand á gólfið, en þar sem óhreinindi falla ekki á. Munið að hafa kalkstein í búrinu og festa hann þannig að biglarnir geti ekki meitt sig á vírn- Urr>, sem kalksteinninn er festur með. Munið að hafa alltaf nógan mat °8 ferskan í búrinu. Gefið fuglun- U,T> fjölbreytta fæðu og einnig að gefa þeim fjölbreytni í vítamínum. beir þurfa meira en vatn og korn, munið þið það! Gleymið ekki að gefa nýjan mat og vatn daglega. bezr er að hafa drykkjarvatnið soð- °g bafa vatnið ylvolgt þegar það er sett á drykkjarglasið. Athugið að láta vatnið renna vel fram í glasið, dýraverndarinn svo að fuglarnir eigi létt með að ná í það. Einnig skal setja ylvolgt vatn í baðkerið, sem þeir baða sig úr. Gefið aldrei fuglunum vatn frá heita krananum, þeir þola ekki hveravatnið, og aldrei að gefa þeim ískalt vatn! Hugsið vel um fuglana ykkar og gefið þeim það allra bezta, vítamín korn, kraftfóður, þurrkað grænmeti, lýsisbjöllu, vítamín- dröngla, miral, steinefni, kalksand, skeljasand og kalkstein, alla nýja ávexti, kál og skafa niður gulrót. Munið að hafa kornið sér í skálum, en t. d. kraftfóður, ávexti og græn- meti o. fl., skulið þið setja á gólfið í hrúgu með kalksandinum. Einnig skal gefa vítamín í drykkjarvatnið. í SANA-SOL eru þessi vítamín: A, B, C, D. Gefa skal 10 dropa í 2 matskeiðar af ylvolgu vatni, tvisvar til þrisvar í viku. SANA-SOL fæst í Náttúrulækningabúðinni við Týs- götu. SANA-SOL geymist í ísskáp og flaskan hristist fyrir notkun. Allur fuglamatur geymist í lok- uðum ílátum, á köldum en þurrum stað. Munið að láta aldrei nein óhrein- indi komast í mat eða drykkjar- vatn, og búrið skal alltaf vera þurrt og hreint. Hætta væri annars á að fuglarnir gætu veikst, ef ekki væri viðhaft fyllsta hreinlæti. Ef setja skal upp varpbreiður Kvenfuglinn skal helst vera kom- inn langt á annað ár. Nælonspænir skal fóðra varphreiðrið með, og skipta um spænir öðru hverju, en þó með mestu nákvæmni, og flýti. Fuglarnir verða að vera í friði og ró. Munið að gefa þeim eggjafóður með matnum. Munið að ef slys kæmi fyrir eða veikindi, þá hrigja strax í dýralækni og biðja hann að aflífa þá með því að svæfa þá. Munið að láta ekki fuglana kveljast. Hugsið vel um fuglana ykkar og vanrækið þá ekki! Sýnið þeim blíðu og tillitssemi. Við skulum öll muna það, að okkur líð- ur ekki vel þegar við erum andlega og líkamlega vanheil. Fuglarnir geta ekki talað okkar mál. Munið að fuglarnir eru lífverur sem hafa sál, ríkar og heitar tilfinningar. Þeir finna fyrir hvernig þeir eru meðhöndlaðir. Það er ábyrgð fyrir alla, sem hafa lifandi líf undir höndum, hvernig okkur tekst að meðhöndla þær lífverur. Minnið börnin á að vera góð við alla málleysingja, hvaða tegund sem er, og kenna þeim að umgangast þau, með næmleika og bera virð- ingu fyrir öllu lífi. Allur fuglamatur og aðrir hlutir tilheyrandi fuglum, fást í Gullfiska- búðinni, Barónsstíg 12, hjá Helga Helgasyni, Hraunteigi 5, opið frá 5—10 alla daga. Plastblóm fást hjá Þórði í Sæbóli, en munið að draga vírinn úr blómunum og þvo þau, áður en þið skreytið með þeim. Nælonspænir fást í Sælgætisgerð- um. Tveir fuglavinir. X\ 21

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.