Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 28

Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 28
Frá sambandsfélögum Á aðalfundi S.D.Í. voru þau sorg- lega fá félögin, sem sendu fulltrúa á fundinn, eða aðeins þrjú. Engin félög virðast vera til fyrir vestan, norðan eða austan. — Hér á eftir fara skýrslur félaganna: 1973 Dýraverndunarfélag Hafnfirðinga Ársskýrsla Félagsmenn 86. Reynt hefur verið eftir mætti að fara eftir einkunarorðum félagsins: Allir jafnir. Með lipurð og sann- girni, en þó festu hefur dýravernd- unarmálum verið þokað áfram í Hafnarfirði. Fylgst hefur verið með dýrahaldi í bænum og samband haft við fóðurskoðunarmenn. Vand- ræði vill oft verða með dúfnahald unglinga, sem alltaf er verið að kvarta yfir og reynt hefur verið að sinna því sem öðru. Aflað hefur verið fóðurs handa fuglum á bæjar- læknum sem og öðrum fuglum, þegar hörkur hafa verið. Auglýst hefur verið og framkvæmd útrým- ing á flækingsdýrum. Þá hefur félagið, svo sem oft áð- ur, en það eina á s.l. ári af samtök- unum um dýraverndunarmál, aug- lýst í útvarpi hvatningu til fólks um að gefa fuglunum í slæmu tíð- arfari. í ágúst s.l. kærði félagið með- ferð á kind er fótbrotnað hafði, en brotni stúfurinn hafði verið skorinn af og kindinni síðan sleppt. Ekki er séð fyrir endann á þessu máli enn, sem kostað hefur mikla fyrir- höfn og málafylgju frá hendi for- seta félagsins. Um þessi mál mætti hafa mun fleiri orð, því eitt og annað kemur upp, sem þarf að sinna, eins og gefur að skilja, en um það skal ekki fjölyrt hér frekar. Dýraverndunarjélag Hajnjirðinga Þórður Þórðarson forseti Sigurður Þórðarson ritari Þá kemur skýrsla frá Dýravernd- unarfélagi Reykjavíkur, formaður Marteinn Skaftfells: Ár 1972 og 1973 Skýrsla D.R. á aðalfundi S.D.Í. 9. - 12. - 1973 1. Félagatala í árslok 72 var 191, og nú 289. 2. Fundir á árinu 72 voru 5, auk funda með skiptaráðanda, Unn- steini Beck vegna erfðamáls Fanneyjarsjóðs, sem enn er óút- kljáð og ekki ástæða til að ræða frekar að sinni. 3. Engin stórklögumál hafa borið að þessi ár, sem betur fer. En eðlilega ýmsar ýmsar kvartanir og fyrirspurnir. 4. Aðalvandamál hér í Reykjavík, teljum við vera veslings heim- ilislausa köttinn. Gera þarf allt sem unnt er til að leysa þann vanda. - Dúfan er í rauninni hliðstætt vandamál. 5. Útflutningur hrossa er loks kominn í það horf, sem við höfum frá upphafi barist fyrir. Flugvélin hefur leyst skipið af hólmi. En líðan hrossa erlendis þarf að athuga. Og á síðasta að- alfundi var samþykkt tilaga þess efnis. Hverra upplýsinga hefur verið aflað? 6. Ingibjörg Bjarnad., kaupkona, Bárug. 10, arfleiddi félagið að 100 þúsund krónum, sem komnar eru í sjóð félagsins. Að fyrirlagi gefanda renna þær til spítalans. Fleiri gjafir hafa bor- ist honum. Gefendum þökkum við. 7. Spítalamálið tel ég ekki ástæðu til að ræða hér, þar sem um það mun fjallað í skýrslu sam- bandsstjórnar. 8. Samráð voru um „Dag dýr- anna", en stj. S.D.Í. sá um fram- kvæmdir. 9. Sólskríkjusjóður gaf út tvö kort 1972. Og nú er komin mynd, stækkuð eftir teikningu Egg- erts, sem gefið var út sem kort 1971. 10. Fóður hefur verið keypt, eins og áður. í okt. var sent korn til skóla á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Og hér er því í rauninni dreift allan veturinn, eftir því sem aðstæður leyfa. Driffjöður í allri starfsemi sjóðsins, er form. hans Erlingur Þorsteinsson, læknir. 28 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.