Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 29

Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 29
11. Tjörnin er líklega eini staður- inn í lögsagnarumdæminu, þar sem hinn villti, frjálsi fugl nýt- ur umönnunar bæði borgar og borgara. En athuga þarf, hvort þörf er umbóta. 12. Enn hefur orðið alvarlegt olíu- slys, er sannar, að þörf er strangara eftirlits og mikilla umbóta. Haft var samband við skrifstofu siglingamálastjóra, er hefur eftirlit með þessum mál- um. Einnig rætt við lögreglu. Var ég síðan kallaður á fund, þar sem ákveðið var að fara könnunarferð um sundin og eyjarnar. Siglt var um sundin, og kringum Engey og Akurey, og eyjarnar gengnar. Nokkrir fuglar voru skotnir. Okkur kom saman um, að líkur væru til, að um 10% þeirra fugla, sem við sáum, væru að einhverju leyti mengaðir olíu. - Hér er mikiLla umbóta þörf. Og því miður er þeirra þörf á flestum sviðum dýraverndunarmála. En róðurinn til umbóta verður þungur, meðan opinberir aðil- ar hafa ekki næmari tilfinn- ingu fyrir þessum málum en raun ber vitni um. M. Sk. Ársskýrsla Hundavinafélags íslands Stjórnarfundir voru 3, þar sem rædd v°ru aðkallandi vandamál. Mest var DvRAVERNDARINN þetta í sambandi við hundasýningu þá sem félagið gekkst fyrir og hald- in var í Eden í Hveragerði 25. ágúst. Sýning þessi er sú fyrsta sinn- ar tegundar hér á landi. 59 hundar voru skráðir og mættu flestir til leiks. íslenzku hunndarnir voru í meirihluta en alls voru fulltrúar af 14 hundakynjum. Dómari var feng- inn frá Englandi, Jean Lanning að nafni, og reyndist hún hin traust- asta í hvívetna. íslandsvinurinn Mark Watson gaf mikinn fjölda verðmætra verðlauna. Einnig gáfu Guðni Ólafsson og Jón Guðmunds- son fagra styttu og Halldór Sigurðs- son forkunnar fagran bikar. Allt þetta ber að þakka. Áhorfendur voru eins margir og húsrúm frekast leifði, en margir urðu frá að hverfa. Ekki má gleyma Búnaðarfélagi ís- lands, sem sendi fulltrúa sinn og kom hann með 2 fagrar hálsólar, sem beztu hundarnir af fjárhunda- kyni fengu í verðlaun. Hér má einnig geta starfs frú Sigríðar Pétursdóttur, en hún vinn- ur enn sem fyrr ótrauð að ræktun íslenzka hundsins. Það gerir einnig Tilraunastöðin á Keldum þó í minna mæli sé. Ýmsir aðrir aðilar rækta hin ýmsu kyn og virðist Colli-kynið vera vinsælast. Á aðalfundi S.D.Í. var kosin ný stjórn og er hún svo skipuð: Jórunn Sörensen, formaður, Gunnar Steinsson, varaform., Ólafur Jónsson, ritari, Hilmar Norðfjörð, gjaldkeri. Meðstjórnendur: Sigurður Jónsson, Gauti Hannesson, Ásgeir H. Eiríksson. Varamenn: Skúli Ólafsson, Paula Sörensen, Gunnlaugur Skúlason.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.