Dýraverndarinn - 01.10.1974, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.10.1974, Blaðsíða 6
Húsdýr okkar í ellefu hundruð ár Eftirfarandi erindi flutti Guðmund- ur Jósafatsson frá Brandsstöðum í útvarpið á Degi dýranna þann 15. september s. 1. Það eru svo margar spurningar sem koma upp í hugann þegar hugsað er til þessara fyrstu húsdýra okkar, eins og: Hvaða dýr komu hingað fyrst? Hvernig var að þeim búið? Hvernig var þeim slátrað? Hvernig voru þau nýtt og hvernig þróuðust þau? Þessum spurningum svarar Guð- mundur í sínu erindi. I Af þeim gögnum, sem fyrir hendi eru, mun torvelt að gera sér grein fyrir þeim bústofni, sem fyrstu kynslóðir íslendinga bjuggu við. En um það verður trauðla deilt, að hér á landi var - og er - ólíft án búpenings. Mörg og gild rök hníga að því, að veðurfar fyrstu alda sögu vorrar hafi verið mild- ara en síðar varð. En hvað sem því líður er víst, að landnámsmenn fluttu búfé hingað. Mörgum hefur orðið starsýnt á, hve fénaði fjölg- aði fljótt hér og er þó víst, að fyrstu aldir hinnar norrænu byggð- ar hér varð hann að bjargast að mestu sjálfala. Vetrareldi í nútíma- merkingu þess orðs var engum fært. Því réði þeirrar aldar tækni. Því er ekki að neita að sagnir þær, sem við eigum nú aðgang að, eru þjóðsögur, á ýmsan hátt sann- ar að stofni en háðar hinu sígilda lögmáli Jóns Sigurðssonar, að „fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla". En það er engin þjóðsaga að þjóðin bjargaðist af, með tilstyrk búfjárins og að mikl- um hluta á þeirri björg, sem það lagði í bú hennar. Þótt það séu vissulega óvéfengjanleg sannindi, að „hvert vatn var fullt af fiski" fleyttu veiðar ekki langt, enda fjarri lagi að þær væru almenn- ingseign, - sjávarafli þar engin undantekning, enda frumstæðum og fátæklegum veiðarfærum yfir að ráða. Minna má á að hér voru menn fyrir, er hörfuðu af hólmin- um og trúlega ekki að ástæðulausu. Þá vaknar spurningin höfðu þeir engan búpening? Því verður aldrei svarað, en telja má víst, að hafi hann verið til, sem nokkru nam, hafa þeir sem síðar komu, slegið eign sinni á það, sem þeir náðu, enda er ólíklegt að samskifti þessara þjóðarbrota hafi verið vinsemdin ein. Þau húsdýr, sem sennilega eiga að mestu jafnlanga ævi hér og þjóð- in eru hin sömu og enn lifa hér: naut, sauðir, geitur, svín og hestar. Þótt hundar og kettir verði ekki taldir til bústofns, hafa þeir vafa- laust fylgt landnámsmönnum hing- að, enda hafa þeir fylgt manninum um öróf vetra. Heimagæsir og hænsni hafa og komið snemma, þótt þau hafi lítt markað til spora. Sagnfræðingar hafa sett upp svimháar tölur um fjölda nautgripa á söguöld eða allt að 135 þús. Sú tala skal ekki vegin hér til verðs og þó véfengd, enda fáar heimildir við að styðjast og engar öruggar. Þótt skrásettir máldagar kirkna og annarra höfuðbóla bendi á furðu- legan fjölda nautgripa, verður að staldra við tvennt. í fyrsta lagi: Skrásettar samtíma heimildir koma ekki fram fyrr en öldum síðar og í öðru lagi eru þær heimildir sem öruggar má telja, aðeins dæmi um auðsöfnun einstaldinga og stofnana og þá fyrst og fremst hinna síðar- töldu. Þar segir því fátt um það hver stofninn var þegar þjóðin hélt úr hlaði. Það er víst að nautgripir urðu snemma mikilsmetnir hér. Kýrin varð verðmælir þegar á fyrstu öldum sögunnar og hélt því sæti fram á þessa öld. Hið tólfræða kerfi, sem landauramat vort byggðist á, eða var öllu heldur sveigt að, er komið hingað austan úr löndum og mörgum öldum eldra en saga vor. En það sem best sannar mat íslendinga á nautgrip- um, eru þó tryggingarákvæði Grá- gásar: .....ef fallsótt kemur í fé manns svo að fellur fjórðungur nautfjár þess er hann hefur eða meirihluti, skulu hreppsmenn bæta honum skaðann". Óþekkt mun að annar búpeningur hafi verið tryggð- ur. Það mat, sem að baki þessara trygginga.dkvæða býr hvílir fyrst og fremst á því magni, sem naut- gripir lögðu í búið. En lagabálkar Grágásar eru að stofni til norskir og má vera að tryggingaákvæðið sé því eldra. En ákvæðið gæti bent 6 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.