Dýraverndarinn - 01.10.1974, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.10.1974, Blaðsíða 9
veSgja þar, sem þeir eiga að bera þökin. Þess galt búpeningur ís- lendinga í öndverðu og hefur goldið til skamms tíma. III Hvernig slátrun fór fram, þarf ttauðla að fara í miklar grafgötur tim. Þar mun hnífurinn þ. e. háls- skurðurinn hafa verið tiltækastur á hin smærri dýr: kindur geitur, svín og hunda, en snaran á kettina. At- hyglisvert er, að sögur herma að „naut væru höggvin". Fljótt á litið virðist þetta ótrúlegt. En sé betur a8 gáð, er þetta ekki eins f jarri lagi og virðist. Á síðari öldum tíðkaðist dýraverndarinn mjög að „svæfa" nautgripi, þ. e. mænustinga þá. Mænan var stung- in sundur framan við banakringl- una, með þar til gerðu járni. Féll þá nautgripurinn máttlaus. Er ekki líklegt að bitur öxi næði mænunni í fyrsta höggi væri því beitt á fremstu hálsliðina. Skallagrímur skaut hellu undir háls yxnanna þeg- ar hann hjó þau. Gæti ekki skeð, að sá háttur hefði verið á hafður oftar, þ. e. einhverju föstu skotið undir hálsinn (höggstokki) til að taka móti högginu? Hvað sem þessu líð- ur er höggs ekki getið við aflífun annarra dýra en nautgripa svo mér sé kunnugt. Við hross var önnur aðferð þekkt allt fram á síðustu öld. Hún hét á alþýðumáli að „rista niður úr". Beittum og oddhvössum hnífi var stungið niður með kjálkabarðinu og rist niður úr hálsinum með snöggu og einbeittu átaki. Skarst þá höfuðslagæðin sundur. Blóðrás hestsins er örari en jórturdýra. Blóðrásin til heilans lokaðist því á augabragði. Hesturinn féll því eins og skotinn og þar, sem hann stóð. Aðferðin er því ekki eins ægileg og virðast kann í fljótu bragði. En hvað um það, hnífurinn var eina tiltæka áhaldið og eflaust oft beitt af þekkingu og snarræði. 9

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.