Dýraverndarinn - 01.10.1974, Blaðsíða 20

Dýraverndarinn - 01.10.1974, Blaðsíða 20
jafnvel orðaskortur um allt þetta og var það þó heldur fátítt um hana, en svo urgaði gremjan í henni, að hún þeytti út ketti bróður síns og mágkonu, þegar hann kom inn í húsdyrnar um kvöldið eftir burtför þeirra. Kattar garmurinn hafði eigrað um bæinn órór og vandræðalegur þegar farið var að bera út húsgögn- in og sængurfötin, og þegar átti að taka kisu braust hún út úr hönd- unum á stúlkunni og rölti eitthvað í burtu og fannst ekki þegar lestin lagði upp. En þegar hún skreiddist heim aftur tók húsmóðirin svona á móti henni og sagði, að hún mætti fara á eftir húsbændum sínum, þangað sem hún kvað á, það væri ekki betra fyrir hana að láta sökkva sér niður í jörðina eins og þau. Kisa drógst eitthvað í felur en Nardodd skóf pottinn af afli og fleygði skófunum í öskustóna og var ekki mjúkmál til þessa manns eða þeirra, sem hefðu hrætt bróður sinn í burtu og sagði þá sem oftar, að hann þyrfti að rekast á sig þessi peyi. Og þetta gerði hann líka og það ekki miklu síðar, og var þá ekki síað eða mælt í smásopum það sem hann fékk yfir sig. „Eg gæti séð þér sökkt niður sjálfum og sjóðandi biki helt niður í holuna á eftir þér", sagði sú litla. „Sökktu honum undir eins, ef þú getur, og ert meira en grobbið og rógurinn, þú eða Bond- óla kasa', sagði Nardodd og margt fleira, engu bragðminna og ákvæð- in og storkunaryrðin lét hún ganga á honum frá því hann kom til hennar við vatnið, þar sem hún var að þvo, og þangað til hann fór. Það var rétt að hann gat ymprað á þessu með svarta strompinn og þá fékk hann gusuna samstundis. Hann skældi sig eitthvað og glotti en gaf ekki mikið um það. Hann hafði auðsjáanlega ekki bjúist við þess- ari hremmingu og varð hálf lúpu- legur og skaut því fram um leið og hann fór, rétt til að segja eitthvað, að hann hefði komið svona til að láta hana sjá sig, svo hún kannaðist við sig hver hann væri, ef hún skyldi sjá sig einhverntíma uppi á þessum strompbarmi. „Þú að sökkva okkur", sagði Nardodd, „en hvað hundarnir ríða ekki í söðli". Þetta voru kveðjurnar og hús- freyja var óvenju skaplétt og mál- glöð þegar fólkið kom heim frá rúningunni og hún sagði frá því, að hún hefði hitt kóna og svalað sér reglulega á honum. En bónda hennar og hinu fólkinu varð alt annað en hægt innan brjósts við söguna og börnin stóðu öll með fullu þau eldri, og ekki fór ofan í þau einn biti um kvöldið og sagði þá faðir þeirra, að þó ekki væri nema vegna barnanna, þá væri hann staðráðin í að fara héðan og það næstu daga, því vitið úr börn- unum eða heilsu þeirra vildi hann þó ekki missa fyrir nokkra geitar- hausa eða smérdömlur. Bondóla kasa Ut úr þessu varð hörkurimma milli hjónanna, því þó konuna grunaði að maður hennar byggi yfir þessu, þá hélt hún, að hann mundi aldrei þora að kveða upp úr með þetta svona blábert, og sagði það síðast, að hann gæti þá farið með börnunum og væri best að hún sykki þá ein með kofanum, það væri minnstur skaðinn í sér hvort eð væri. Þessu svaraði maður hennar ekki og varð úr því þögn og farið að sofa og var sem öllum létti við það, að komast burt og Nardodd jafnvel líka, og þó engöngu vegna barnanna. En þá er það morguninn eftir að þau vakna öll við það, að Gógó, gamli rakkinn þeirra, stekkur upp urrandi og geltandi og horfir til dyra, en inn með viðja mottunni, sem fyrir dyrunum hékk. kom haus alveg fráleitlega Ijótur og glotti inn til þeirra svo illyrmislega, að þau urðu öll sem magnlaus af ótta. Enginn var í efa um, að þar væri kominn Bondóla kasa og hvað nú lægi fyrir þeim. En dálítið sýndist koma á hann, þegar hann sá hund- inn og horfði andinn á hann þeim voðaaugum, að rakkinn gljúpnaði við og hörfaði aftur á bak, en hausskrýpið dró sig út. Enn rétt á eftir er mottan leyst frá og í dyrnar kemur maður með glænýjan geitar- legg í hendinni og vill laða rakkann út til sín. Þetta var uppáhalds matur aum- ingja Gógós, en bæði var maður- inn ókunnugur og geigurinn ekki farinn úr hundinum og auk þess grunaði Mílóhæa að þetta væri Bondóla kasa í nýrri mynd og þyrði fyrir engan mun vegna Gúlú hjarða- drottins að sökkva hundinum nið- ur með þeim. Mílóhæa laðaði því rakkann til sín og mat Gógó það meira og labbaði að rúmi húsbónda síns, og þótti þó sárt að missa ket- beinið. Maðurinn með beinið gekk þá út þegjandi, en rétt á eftir skaust lítill hundur mórauður in í dyrnar eins og þefandi og út aftur og gelti. Þetta stóðst Gógó ekki, og þaut út úr opnum dyrunum áður en þau höfðu áttað sig á þessu eða Mílóhæa getað haft hendur á rakk- anum. Nú var Mílóhæa kominn svo til sjálfs sín, og voðinn gaf honum þann mátt að hann stökk á fætur, og kallaði til konu sinnar og eldri barnanna og piltsins og vinnu- 20 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.