Dýraverndarinn - 01.10.1974, Blaðsíða 22

Dýraverndarinn - 01.10.1974, Blaðsíða 22
ar", sagði hann, „þið skuluð nú sjá það, því niður skuluð þið öll og ekki skemmra fyrir þetta". í sama bili var andinn horfinn, en mús skaust þar utar eftir gólfinu, og var kisa þegar búin að koma auga á hana og var nú ekki geispa- leg, en hægt fór hún að öllu eins og hún ætlaði alls ekki að sinna henni eða biði eftir að músin hægði á sér. Þetta gerði mýsla líka, því hún fór því hægar, sem nær dró dyrunum og staldraði jafnvel við í svip við motturöndina. En þetta hefði hún ekki átt að gera, því í sama bili var kisa komin ofan og í hendingskasti, allt út að dyrum og út í dyrnar sjálfar og þar hjó hún kló í músuna við svo sem þver- handa misfeliu, sem vantaði upp á, að bærinn hefði komist í samt lag aftur við jafnsléttuna. En hér brá undarlega við, því það var engu líkara, en kisa hefði bitið í glóðarköggul, því hún þeytti músinni út úr sér og fór að frísa og froðufella og bar sig illa, en músarlíkið var horfið og hefur ekki sést síðan, og Bondóla kasa ekki heldur. En það er alkunnugt, að bregði andar sér í líki einhvers kvikindis og sé því kvikindi banað' deyja þeir að vísu ekki, því þeir eru þess eðlis, en þeir eru síðan í líki þess kvikindis alt til enda heims og það verður Bondóla kasa líka og hafa menn stundum séð, mús, sligaða að framan og óreisu- lega mjög, og er það Bondóla kasa, hinn ófrýni og hinn grimmi. Það leið stundarkorn áður en fólkið áttaði sig á atburðinum, og að það var sloppið úr heljarkverk- um þessum, en eftir litla hríð var allt komið út á grænan völl og lof- aði hamingjuna grátandi af gleði fyrir lausn sína frá þessari óvætti. Allir vildu komast að því að faðma Dódí og hún varð að segja sjö sinnum söguna af því, hvernig kisa skreið niður undir til hennar um kvöldið, þegar foreldrar hennar voru að kýta, hevrnig hún stalst til að læða að henni ögn af fiskbitan- um sínum og vafði sig að henni eins og huggara í hræðslunni og órónni sem á öllum var og gat sofnað með hendurnar utan um hana. Þá var ekki gleymt að blessa Gúlú, hinn líknsama verndara hjarð- anna, og heita honum því, að sýna öllum skepnum hjálpsemi og vægð. Síst af öllu var kisu gleymt, Hvert sinn, sem Nardodd gamla sagði söguna, grét hún yfir því, hversu harðýðgislega hún hefði þeytt kisu út, um kvöldið fyrir undrið, þegar auminginn hefði leit- að í bæinn, og játaði það með sár- um trega, hve vond hún hefði alltaf verið við alla ketti og úthúðað þeim fyrir svik, ótrúleik og óeðli, en hrúgað lofinu á tryggð hundsins, sem aldrei brygðist og haldið með báðum höndum hans taum. Nú hafði einmitt tryggð og stöðug- lyndi kattarins bjargað þeim öllum, þegar menn og hundar brugðust. Og þessar ræður enduðu jafnan á því, að Nardodd fór fram og veiddi rjóm- ann ofan af einu trogshorninu i bollann handa kisu. Svona fóru allir með kisu, og var hún höfð í heiðri alla stund upp frá því, sem verndarvættur hússins, og fékk óspart öll þau gæði sem hún gat notið til enda daga sinna, en lengi bar hún menjar viðureign- ar sinnar við Bondóla kasa, því svo var sem aliur munnur hennar væri brunninn innan og gat með harð- fylgi lapið nýmjólk sér til þrifa lengi vel, en þó batnaði það alveg að lokum. Og jafn frægur hefur enginn köttur orðið, sem sögur fara af, því bæði komu menn til að skoða kisu sunnan frá hafi og austan frá Tar, Tsung kvó og Tsaho-sín. Lengi var þess að bíða nokkuð, að óró Nardoddar og þeirra allra væri að fullu horfin, en þó réð Mílóhæa því, að þau voru kyrr þar í Valóa og varð sá endir á„ að bæði kom mágur hans þangað og aðrir fleiri, þegar þeir sáu, hvílíkum ógrynnis auði Mílóhæa safnaði þar og hve trygg gæfan var honum. Var hann af öllum tignaður sem ættarhöfðingi og leið aldrei úr minni ævintýr hans, enda sá lengi fyrir röndinni um- hverfis húsin, þar sem munaði frá jafnsléttunni. En drjúgust varð kisa að minning- unni og þakklætinu, því hvert heim- ili í öllum dalnum átti sér slíka verndarvætti og nutu kettirnir þar sérstakrar hylli, og hafa notið jafn- an síðan og kann hvert barn frá því að segja, að vinirnir flýðu, sjálf hundstryggðin brást og lét tæla sig, en kisa varð raunbest, tryggðin ein- lægust við gamla bústaðinn og skap- lyndið allt staðfast. Mala Gamba Ijóðin segja, að svona séu og kettir í öðrum lönd- um, en svo fáir menn taki eftir því, nema þeim sé sagðar öðru hverju sögur um það, svo sem þessi er og aðrar henni líkar. Úr Málleysingjum eftir Þorstein Erlingsson. 22 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.