Dýraverndarinn - 01.10.1974, Blaðsíða 23

Dýraverndarinn - 01.10.1974, Blaðsíða 23
Táta Mig langar til að segja ykkur dá- lítið frá kærum vini okkar sem nú er látinn, en sem á rúmlega tólf ára æviskeiði sínu, veitti okkur margar unaðsstundir og kenndi okkur svo margt sem við höfðum ekki skilið áður. Lítil tík fæddist á Hörgslandi á Síðu. Fimm vikna var hún tekin frá móður sinni og flutt í þétt- býlið. Við hjónin höfðum ekki hugsað okkur að eignast hund, enda er slíkt bannað með ólögum. Heimili það sem litla hundabarnið var á, gat ekki haft hann til lang- frama vegna ýmissa ástæðna. Þetta var vinafólk okkar, og er Þóra kona mín kom þangað leitaði litla dýrið til hennar og hófst þá sá vinskapur, sem okkur verður hug- stæður meðan við lifum. Er skemmst frá því að segja, að litla dýrið vistaðist hjá okkur og nefnd- um við hana Tátu. Táta var skap- stór, en mjög viðkvæm og blíð. Ef henni varð eitthvað á, beiddist hún fyrirgefningar, en fljótt varð það ljóst að hún ætlaðist til þess sama af okkur, enda voru aðilar fljótir til sátta. Við hjónin vorum bæði alin upp f sveit. Þar áttu hundar misjafna æfi, þeir voru oft skammaðir og nutu oft lítillar umhyggju, en sumir börðu þá svo að persónuleg skap- gerðar einkenni hurfu, eftir varð dauðhrætt dýr sem sjaldan þorði að gera neitt sem það langaði til af hræðslu við, barsmíð og spörk. Okkur hjónunum kom nú sam- OÝRAVERNDARINN an um að reyna aðra aðferð, aldrei skamma berja eða sparka, heldur tala við hana misjafnlega alvarlega eftir tilefninu. Þetta var nú dálítið seinlegt og erfitt fyrstu mánuðina, enda var hún svo ung. En ótrúlega fljótt fór hún að taka framförum í hegðun, sérstaklega virtist það örva hana ef við fórum að verðlauna hana með nokkrum rúsínum þegar hún gerði eitthvað rétt eða hæld- um henni fyrir. Einu sinni át hún yfirleður af nýjum skóm af mér, ég talaði við hana um að þetta mætti hún ekki gera, enda gerði hún það ekki oftar, en hún var lengi ásækin í að éta vissa hluti svo sem plast og teygjur. Eitt var það sem ég vandi hana ekki af, það var að stela vasaklútum úr vösum mínum. Hún fór með þá spölkorn frá mér og lagðist niður, svo kom ég með rúsínu og hún rétti mér klútinn, en ef ég gleymdi að kaupa af henni klútinn reif hún hann í ræmur. Annars hafði hún gaman af að sækja fyrir okkur skó og svo blöð, þetta færði hún okkur og fékk rúsínu fyrir., en af þessu skemmdi hún aldrei neitt. Þá mátti aldrei taka bein frá henni, þá urraði hún og gerði sig líklega til að bíta. Þetta ásamt ýmsu fleiru voru hennar réttindi. Við höfðum gaman af að geta í ýmsu leyft henni nokkurt sjálfstæði. Eitt þótti okkur merkilegt, að hún vissi hvenær von var á mér heim, þó kona mín vissi það ekki og það væri ekki á venjulegum tíma. Hún átti lítinn bekk með áklæði á, hann stóð við glugga er vissi út að götu. Er ég lagði á stað heim var það öruggt að hún stökk upp á bekkinn og beið þar komu minn. ar. En við skildum aldrei hvernig hún gat vitað þetta. Við töluðum mikið við hana og smátt og smátt virtist hún skilja meira af því sem talað var. Hún tjáði sig líka með ýmsum hljóðum að skilja hana betur og betur. Þeg- ar hún var úti í garði og vildi koma inn var það sérstakt kallhljóð. Ef hún sá eitnhvað merkilegt voru það hljóð, misjöfn eftir því hvað hún varð vör við. Við vorum farin að skilja mikið af þessu. Þegar ég fer að hugsa um þetta kemur mér í hug atburður, sem sýnir hversu vel hún skildi og hafði vit á að gera rétt. Það gekk hér slæm hundapest. Stundum komu hingað hundar til að hitta Tátu. Ef 23

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.