Dýraverndarinn - 01.10.1974, Blaðsíða 27

Dýraverndarinn - 01.10.1974, Blaðsíða 27
Eftirminnilegur dagur Eins og svo margir aðrir, hef ég lifað ýmislegt eftirminnilegt, bæði á sjó og á landi. Einkum er það þó einn dagur frá æskuárunum, sem öðrum fremur er mér sérstaklega minnisstæður, vegna þess hve hann var ævintýraríkur og margt sem skeði þann sólhlýja sumardag. Það var vorið 1908. Ég var þá á tíunda ári, fremur stuttur í lofti og digurlega vaxinn; átti heima hjá foreldrum mínum, þeim Hall- birni Eðvarð Oddssyni og Sigrúnu Sigurðardóttur, er bjuggu að Ytri- Bakka í Tálknafirði; var þar fædd- ur og lifði þar í sveit þennan sér- stæða og eftirminnilega dag, er ég nú ætla að segja frá. Efnislega er sagan sönn, og sagt verður frá viðburðum alveg eins og þeir gerðust, því að þeir eru mér enn jafn ferskir í minni eins °g þegar þeir áttu sér stað fyrir rúmum sextíu árum. Sauðburði var að ljúka, og faðir minn var kominn í verið. Hann réri hjá Guðmundi Jónssyni odd- vita á Sveinseyri. Útgerðarstöðin var í Stapavíkum, en Stapi er næstyzti bær sveitarinnar. Yerstöð- jn var í daglegu tali kölluð Víkur. Ég var nýkominn heim úr eftir- litsferð frá ánum, bornum og ó-1 bornum. Ég var að Ijúka við að borða litlaskatt klukkan níu um morguninn, er móðir mín kom til mín og bað mig að ná í Skjónu, sem tjóðruð var rétt ofan við bæ- mn, á Stekknum; ég ætti að .fara dýraverndarinn út í Víkur til föður míns og sækja í soðið, eins og það var ævinlega nefnt þar vestra. Umyrðalaust lagði ég frá mér spilkomuna mína með tréspæninum í, því að í þá daga borðuðu víst fáir drengir á íslandi með silfurskeið. Svo gekk ég á ný út í vorið og sólskinið. Þessi morgunn var svo undur fagur. Himinninn ljósblár og heið- ur, djúp kyrrð yfir öliu, nema fuglasöngur og randafluga, sem syngjandi Sveimaði glöð og gáska- full fast vjð sólbrunninn nefbrodd- inn á mér. Ég tók í göngunum einteymings bandbeizli og sótti Skjónu í tjóðrið. Við Skjóna vorum miklir vinir. Hún var ekki fljót, en trygg og traust og réði oft í smalamennskum mínum miklu betur fram úr mörg- um vanda er að bar, en ég hefði getað gert. Þegar heim á hlað kom, var móðir mín þar fyrir með tóm- an tunnupoka, er soðningin skyldi látin í. Pokann breiddi hún á bert bakið á Skjónu, ég skyldi sitja á honum, auk þess fékk hún mér lít- inn pokaskjatta með hálfu pott- brauði, sokkum og einum órónum sjóvettlingum í, er ég skyldi af- henda föður mínum, er í Víkur kæmi. Móðir mín studdi annarri hendi á makkann á Skjónu, en tók hinni aftur fyrir hnakkann á mér, hallaði mér niður til sín og kyssti mig beint á munninn, sagði ekkert en gekk inn í bæjargöngin. Ég snéri Skjónu við og reið af stað. Fór oftast fetið, en stundum á brokki, eins og leið liggur yfir lleiðholtið, fram hjá beitarhúsum föður míns, út eftir Sellátrahlíð og í Stapavíkur, og bar ekkert til tíð- inda. Þegar í Víkur kom, var bátur Guðmundar á Sveinseyri, er faðir minn réri á, enn ókominn að landi. Logn var og steikjandi hiti. Ég lagðist upp við búðargafiinn á ver- búð þeirri er faðir minn bjó í. Þetta var dálítið hús, líkt og hesthúsið heima, sem Skjóna bjó í, þegar hún Var inni við. Veggir hlaðnir af grjóti, torf á þaki. Skjóna beit róleg grængresið í árdalnum, en ég hallaðist á vangann við búðar- gaflinn, þar sem ég sofnaði sætan blund við sjávarnið og syngjandi fuglaklið. Þá kom Agnar frændi minn. Hann ýtti við mér með þöngli sem hann var að tálga. Við Agnar vorum á líku reki. Hann var sonur Guðmundar Sturlusonar bónda að Stapa og Guðrúnar systur föður míns, við vorum því syst- kinasynir, voru vel kunnugir og höfðum oft hitzt. Heldur en að bíða hér yfir engu, sansaðist ég á fyrir fortölur Agn- ars, sem snemma var kartinn og duglegur strákur, að fara með hon- um .í rauðmagaleit. Við fórum nú með fjörunni og fram um allar hleinar, því að hraun- fjara var á, og helzt var að við fyndum rauðmaga i pollum í þara- hleinunum. Við héldum svp út með allri fjöru, en sáurn engan rauðmagann. 27

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.