Dýraverndarinn - 01.10.1974, Blaðsíða 33

Dýraverndarinn - 01.10.1974, Blaðsíða 33
Bernskuminningar úr Breiðafjarðareyjum „Þar er svo dúnað í dúní, að djákninn liggur þar, bara bráðendis hissa og breiðir út lappirnar." Svo kvað Jónas Haligrímsson fyrir hartnær hálfri annari öld. Við strendur og eyjar íslands var krökt af æðarfugli þar til fyrir 40-50 ár- um. Það er margt, sem hefur stuðlað að sorglega mikilli fækkun þessa prúða, fallega nytjafugls. Vorið 1919 kom strax í ljós hinn mikli fellir, er orðið hafði um vetur- inn. Það hörmulega hafði gerst, bæði að fuglinn fraus í hel, og hin miklu frost veturinn 1917-1918 lokuðu leið að æti úr sjónum. Aratug seinna er svo minnkur- inn fluttur inn, og hefur hann, því sem næst, þurrkað út æðarfuglinn í Breiðafjarðareyjum, og sennilega víðar. Eg hefi hugsað mér að segja lítillega frá lífi og háttum æðar- fuglsins. í bernsku átti ég heima í Breiða- fjarðareyjum, en þær eru eða voru gimsteinar íslands, bæði hvað feg- urð snertir og svo, hversu búsældar- legar þær voru, þar sem þær gáfu svo margt af sér, er landbóndinn aldrei átti kost á, t. d. man ég það sem barn, að alsstaðar í eyjunum voru timbur- eða steinhús, en þá voru ennþá víða torfbæir á landi, og segir það sitt um efnahaginn. Það var venjulega fyrstu dagana í maí, sem fuglinn fór að setjast upp m. ö. orðum, að velja sér hreiður- stæði. Það var skemmtilegt að sjá æðarfuglinn koma í hópum upp frá víkum og vogum og keifa upp tún- ið, jafnvel hátt upp í brekkur, þá fór blikinn gjarnan aðeins „úandi" á undan og svo fattur og rogginn, að við vorum dauðhrædd um, að hann dytti aftur yfir sig. ast til baka, þegar hann kemur að staðnum þar sem hann hafði áð, var hundur hans þar fyrir. Hafði þá þetta vesalings dýr lagt sig niður hjá tösku húsbónda síns til að deyja. Maðurinn þaut af baki og grúfði sig ofan að hund- inum og sá hve sorglega hafði til- tekist. Hundurinn var nú alveg að DÝRAVERNDARINN dauða kominn og gat aðeins látið tilfinningar sínar í ljósi með því að dingla rófunni lítið eitt og líta á húsbónda sinn hinum tryggu aug- um sínum tárvotum að skilnaði og leið svo útaf dauður. Allir geta skilið hvernig hers- höfðingjanum var innanbrjósts að horfa þarna á þennan trúa félaga sinn dauðan og blóðugan, sem hafði tekið eftir því að taskan lá eftir og reynt að gera alt sem hann gat til að benda húsbónda sínum á miss- inn en fengið þetta að launum. Hann lét svo grafa hundinn og lét á leiði legstein með þessum orðum: Hér liggur hundurinn Tryggur, sem lét lífið fyrir trúfesti sína. Tekið úr „Dýravininum". 33

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.