Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 31.01.1956, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 31.01.1956, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 31. janúar 1956 Dr. Gunnlaugur Þórðarson: Skipulegt undanhald í grein minni hér í blaðinu 10. desember síðastliðinn var vikið að lausafregnum um sáttatilraunir Efnahagssam- vinnustofnunarinnar í löndun- arbanns- og friðarlínumálinu og á það bent, að samkomu- lag, slíkt sem fjallað var um í lausafregnum þessum, hlyti að verða álitið undanhald í Jandhelgismálinu. Ríkisstjórnin hefir varizt allra frétta af málinu þar til 7. janúar sl., að gefin var út fréttatilkynning um það, sem veitti þó engar upplýsingar um, hvaða ráðabrugg væri í bígerð milli ríkisstjórnar ís- lands og brezku stjórnarinnar. í fréttatilkynningunni sagði, að svo sem kunnugt sé, hafi vandkvæði þau, er stafi af Jöndunarbanninu, hvað eftir onnað komið til umræðu í Efnahagssamvinnustofnuninni í París og hafi þær umræður orðið til þess, að lögð hafi verið fram að tilhlutan stofn- unarinnar tillaga til lausnar málinu (friðunarlínumálið og löndunarbannið), og sé hún í athugun hjá ríkisstjórn- inni. Hins vegar var þess að engu getið, hver var upphafsmaður þess, að mál þessi hafa hvað eftir annað verið þar til um- ræðu. En á sínum tíma, des- ember 1952, var gefin út fréttatilkynning um það, að Ólafur Thors, ráðherra, flutti mál þetta (friðunarmálið og löndunarbannið) að lítt hugs- vðu máli fyrir Efnahagssam- vinnustofnuninni í París og „rakti sögu landhelgismáls- ins“ eins og komizt var að orði í fréttatilkynningu utan- ríkisráðuneytisins. Ollum má ljóst vera, að Efnahagssamvinnustofnunin hefir ekkert vald yfir land- helgismálum íslands og því vanhugsað, að flytja það mál á þeim vettvangi og hitt eigi síður, að rugla því máli sam- an við löndunarbann Breta. Laevíst og varhugaverf' sáttaboð. Afleiðing þessarar hvatvísi ráðherrans er nú orðin sú, að ríkisstjórn íslands hefir feng- ið sáttaboð, sem að dómi Breta og bandamanna þeirra í þessari deilu, nýlenduríkj- anna Belgíu, Hollands og Frakklands, hlýtur að vera mjög aðgengilegt, en er lævíst og viðsjárvert. Ríkisstjórnin hefir verið ó- fáanleg til þess að skýra þjóð- inni frá því, hvað felist í sáttaboðinu. Á Alþingi hafa verið bornar fram fyrirspurn- ir um þetta mál, en engin greið svör fengizt, önnur en þau, að núverandi friðunar- lína verði ekki færð innar (þó ekki væri!) og svo innantóm yfirlýsing um að hvergi verði hvikað í málinu. Manni verð- ur spurn: Frá hverju eigi ekki að hvika, lágmarksrétti þeim, er felst í friðunaraðgerðun- um, vilja 16 þingmanna um stækkað friðunarsvæði eða frá fornum rétti vorum? Enda þótt ríkisstjórnin hafi verið ófáanleg til þess að skýra þjóðinni frá þessum inálum, hafa samt borizt ör- uggar fregnir (náttúrlega frá útlöndum!) um innihald sáttatilboðsins. Þær fregnir (Times, 5. jan.) staðfesta al- veg lausafregnirnar um sátta- tillögurnar, sem sé að Bretar aflétti löndunarbanninu og fjögurra sjómílna friðunar- línu eða veiðimörkin verði viðurkennd, gegn því að ís- lendingar stækki ekki friðun- arsvæðið, fyrr en fyrir liggur álil alþjóðalaganefndar S. Þ. um landgrunns-, landhelgis- mál og fleira þar að lútandi. Eins og bent hefir verið á áður, óttast Bretar nú mest frekari útfærslu friðunarlín- unnar og er það engin furða, því að 16 alþingismenn hafa flutt tillögu í þá átt. PönHinarvara Breta. Sáttatillagan er sýnilega gerð eftir pöntun Breta, með henni hyggjast þeir þagga niður allar kenningar um sér- stöðu íslands í landhelgismál- um og binda íslendinga fyrir- fram við þær ákvarðanir, sem alþjóðalaganefndin kann að gera í landhelgismálum. Fyr- ir Breta er það mikilvægt, því að þeir gera sér án efa ljóst nú orðið, að Island getur vitn- að til fornra ákvæða um 16 mílna landhelgi — og jafnvel enn víðáttumeiri — og að ís- land hefir algjöra sérstöðu meðal þjóða heims í þessu efni. Þá er það alkunna, að íslenzka þjóðin hefir frá önd- verðu litið á fiskimiðin um- hverfis landið sem eign sína og hefir aldrei afsalað sér þeim rétti, þó hún hafi ekki verið þess umkomin að verja hann. Réttur íslands í land- helgismálum er svo sérstæð- ur, að sé honum haldið fram af einurð með öllum tiltækum rökum, þá er ekki ósennilegt að alþjóðleg stofnun eins og alþjóðalaganefndin treystist ekki til annars en að taka fullt tillit til hans. Þá er hins að minnast, að við erum ekki í ó- friði við Breta og þurfum ekki að undirgangast neinar skuldbindingar til þess að losa Breta úr þeirri klípu, sem þeir eru í vegna hefndar- ráðstafana sinna, löndunar- bannsins. Undanhald. I En það furðulega hefir gerzt, að ríkisstjórninni virð- ist umhugað að koma á sátt- um, eru hérlendir stéttarbræð- ur brezku úlvegsmannanna án efa þar að verki, því að nú hefir ríkisstjórnin komið því til leiðar, að allsherjarnefnd Sameinaðs þings hefir skilað áliti, sem er undirbúningur ! þess að ríkisstjórnin geti hörfað af hólmi með því að gera samkomulag við Breta um þetta mikilvæga sjálfstæð- ismál þjóðarinnar. — Álitið er svohljóðandi: „Þar sem reglur um landhelgi hafa að frumkvæði íslands verið til meðferðar hjá Sameinuðu þjóðunum undanfarið sam- hliða reglum um úthöf, telur Alþingi ekki æskilegt að íaka ákvarðanir varðandi útfærslu friðunarlínunnar, fyrr en lok- ið er allsherjarþinginu á þessu ári og tími hefir unnizt til að athuga það, sem þar kann að koma fram. Gildir álit þetta einnig við aukatillögur um | stækkun friðunarsvæðis fyrir Austfjörðum og Suð-Austur- Lmdi.“ í greinai'gerð fyrir þessari tillögu allsherjarnefndar er sagt, að „árið 1949 fékk ríkis stjórn íslands því til leiðar komið, að fiskveiðitakmörkin voru tekin á dagskrá Samein- uðu þjóðanna. Síðan hefir al- þjóðalaganefndin fjallað um þetta mál og á hún að skila endanlegu áliti sínu fyrir næsta þing Sameinuðu þjóð- anna og þar verða skýrslur hennar og tillögur teknar til meðferðar.“ Verði þessi dagskrártillaga samþykkt, hefir Alþingi þar með orðið landhelgismálum íslands til hinnar mestu ó- þurftar og er erfitt að segja, »l>n ^brún « 50 ára Hinn 26. janúar s. 1. voru 50 ár liðin frá stofnun Verka- mannafélagsins Dagsbrún í Reykjavík. Var það stofnað formlega 26. janúar 1906, og voru stofnendur 384 að tölu. í stofnskránni segir svo: „Vér, sem ritum nöfn vor hér undir, ákveðnum hér með að stofna félag með oss, er vér nefnum Verkamannafé- lagið Dagsbrún. Mark og mið þessa félags vors á að vera: 1. að styrkja og efla hag og atvinnu félagsmanna. 2. að koma á betra skipulagi, að því er alla daglauna- vinnu snertir. 3. að takmarka vinnu á öll- um sunnu- og helgidögum. 4. að auka menningu og bróð- urlegan samhug innan fé- lagsins. 5. að styrkja þá félagsmenn eftir megni, sem verða fyr- ir slysum eða öðrum ó- höppum. Fyrsti formaður Dagsbrún- ar var Sigurður Sigurðsson, síðar búnaðarmálastjóri, og var hann formaður félagsins 3 fyrstu árin, auk eins síðar. Lengst allra var Héðinn Valdemarsson. fyrrv. alþm., formaður Dagsbrúnar — eða 15 ár — og undir hans for- ustu varð félagið að síórveldi. Næstlengst hefir Sigurður Guðnason, alþm., gegnt for- mannsstarfi, eða 12 ár. Nú- verandi formaður er Hannes Stephensen. Svo sem vænta má og eðli- legt er, er Dagsbrún lang- stærsta og öflugasta verka- mannafélag landsins. Er nú svo komið, að í raun og veru ræður það mestu um allt land kaupgjaldi í almennri dag- launavinnu og sést á þessu, að miklu máli skiptir fyrir verka lýð landsins, að vel og vitur- lega sé þar haldið um stjórn- völ og ætíð sé heill og hagur verkalýðsstéttarinnar ásamt heill alþjóðar það leiðarljós, sem eftir er stýrt. Alþm. óskar þess, að svo megi verða um framtíð, um leið og hann flytur hinu fimmtuga afmælisbarni beztu árnaðaróskir. Jafnaðarmenn í Frakklandi (Framh. af 2. síðu.) um margt aðgengilegri í við- kynningu en Mandes-France, sem þykir talsvert drambsam- ur. Mollet er öruggur og fast- sækinn málafylgjumaður, sem á marga skoðanaandstæðinga en fáa óvildarmenn. Sökum félagslegra anna sinna á hann mjög fáar tómstundir til hvíld ar og hressingar, en þeim fáu, sem hann getur öðlazt frá ílokksforystu og borgarstjóra- starfi sínu í Arras, eyðir hann með konu sinni og tveimur dætrum. Hann hefir lítinn smekk fyrir gamansemi og hlær sjaldan. Satt bezt að segja mun líka sá, sem verður forsætisráð- herra Frakklands 1956, hafa . að litlu að hlæja. hvað illt kann af því að hljót- ast fyrir íslenzku þjóðina í ^ framtíðinni. Samþykki Al- þingi hins vegar til dæmis til- löguna um stækkun friðunar- ^svæðisins fyrir Vestfjörðum sýnir það, svo að ekki verði um villzt, að það telur íslend- inga eiga fornan rétt til að minnsta kosti 16 sjómílna landhelgi; og er kominn tími til þess að það taki af öll tví- mæli í því efni. Kapp það, sem sumir menn leggja á lausn löndunarbanns- málsins virðist fremur stafa af eiginhagsmunum og metn- aði en því, hvað íslenzku þjóðinni sé fyrir beztu. Eins og nú horfir, þá er afnám löndunarbannsins ekki svo eftirsóknarvert, að fyrir það sé fórnandi neinum hagsmun- um og betur væri að alþingis- menn létu ekki nota sig eins og peð í tafli, sem sett hefir verið upp til þess að koma fram þeim samningum, sem | rnarga grunar að búið sé að gera á bak við tjöldin til lausnar löndunarbanninu brezka. Hitt má vel vera, að það kunni að vera óhagstætt um stundarsakir að neita sátta- boðinu. Bretar, og einkum brezkir útvegskóngar eru vís- ir til þess að þyrla upp ó- hróðri um oss og æpa: „ís- lendingar slá á útréttar hend- ur til samkomulags“ eða eitt- hvað á þá leið. Og er illt að vita til þess, að hvatvísi ís- lenzks ráðherra skuli þann veg gefa Bretum og jafnvel fleirum tækifæri til nýrra á- rása á íslenzku þjóðina. íslenzka þjóðin má ekki gleyma því, að sú sáttahönd, sem Bretar rétta oss í dag, var í gær reiðubúin að kyrkja ís- lenzku þjóðina í greip sinni, hefði hún verið þess megnug og getað gert það í kyrrþey, því að Bretar höfðu fullan hug á því að kúga íslendinga til hlýðni og hrifsa úr hönd- um þeirra lífsbjörgina. En þá gerast þau firn, að íslenzkir stjórnmálamenn vilja láta ís- lenzku þjóðina undirgangast skuldbindingar, svo að stétt- arbræður þeirra í Bretlandi geti hætt að verða þjóð sinni til skammar. Hvaða hvatir liggja á bak við þennan hugs- unarhátt? (Alþil. 27. jan. 1956.)

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.