Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.03.1956, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 20.03.1956, Blaðsíða 1
XXVI. árg. Þriðj udagur 20. marz 1956 11. tbl. Stjórn R. S. í. fer inn á varhugaverða braut: Mr, oð hún muni beita sér jyrir myndun sér- stahs hosningajlohks ð vegum Alþýðijsambamlsins fyrir mestu hosningar Með þessu er faglegri einingu verkalýðsins stefní í voða, þar sem fyrirfram er vitað, að nú er ekki fyrir hendi stjórnmólaleg eining verkaiýðsins um einn framboðsflokk, svo að innbyrðis hjaðningavíg eru eina líklega afleiðingin fyrir verkalýðssamtök- in af þessari ókvörðun. Undarleg vinnubrögð Stjóm A. S. í. hefir nú gert al- þýðu manna kunnugt, að hún hyggist beita sér fyrir allsherjar- kosningasamtökum vinstri manna í iandinu. Eru þessi samtök hugs- uð á vegum Alþýðusambandsins utan um málefnaályktun þá, sem stjórn A. S. I. sendi frá sér í haust, en skipulagslega eiga kosn ingasamtök þessi þó að vera óháð A. S. í. Ekkert er nema gott um mál- efnaályktun Aiþ,Jb asambands- stjórnarinnar að segja út af fyrir sig. en furðu hlýtur að vekja, hvernig að málefnum þessum er unnið: í allan vetur hefir stjórn A.S.Í. liaft nægan tíma til að komast að því, að innan Framsóknarflokks- ins og Alþ/ðuflokksins a. m. k. var enginn meirihlutavilji fyrir kosningasamstarfi við Sósialista- flokkinn. Ekkert benti heldur til þess, að slíkur vilji væri fyrir hendi í Þjóðvarnarflokknum. Hins vegar lá ekkert fyrir um það, að þessir flokkar sumir, ef ekki allir, gætu aðhyllst málefna- ályktun A. S. í. Loks þegar alkunnugt er, að alger samstaða er að nást um málefni og kosningasamstarf ineð Alþýðuflokknum og Framsóknar- flokknum, virðist forystu A. S. í. tími til kominn að kalla saman fund fullskipaðrar sambands- stjórnar og er þá aðalverkefnið að setja fram tillögur um öðruvísi samstarf, kasta þeim á síðustu stundu inn á flokksþing Fram- sóknarmanna og boða síðan stofn un nýs kosningaflokks, daginn eftir að Framsóknarflokkurinn hafnaði tillögunum. Hér virðist í fyrsta lagi ekki unnið skynsamlega fyrir fram- gangi samstarfstillögunnar við Framsóknarflokkinn, því að auð- vilað hefði verið viturlega að vera til með hana nokkru fyrir flokksþingið og hafa kynnt hana almenningi til íhugunar. En alveg sérstaka athygli vekur eftirleikurinn. Sambandsstjórnin er ekki fyrr búin að vita neikvætt svar Framsóknarflokksins en hún hefir tilbúna tillögu til samþykkt- ar um myndun nýs kosninga- flokks á vegum A. S. í. Það er ekki haft fyrir, því að bíða og sjá, hveTj málefnasarriningur og kosningastefnuskrá Alþfl.j og Framsóknarfl. verði,| tveggja aðalflokkanna af þremur, sem stjórn A. S. í. telur að starfa þurfi að myndun vinstri stjórnar. | Ber þetta ekki of mjög keim af alll öðru en umhyggju fyrir hag verkalýðsins? Hörmuleg mistök. Það hlýtur semsé hverjum hugs andi manni að vera Ijóst, að kosn ingaflokkur á vegum A. S. í. í andstöðu við Alþýðufl. og Fram- sóknarflokkinn getur engri að- stöðu náð til að verða þess um- kominn að mynda vinstri stjórn. Þar hafa þessir tveir flokkar lyk- ilaðstöðu. Hver athugull og gæt- inn umbótasinni hlaut því og hl’tur að álykta sem svo: Því sterkari sem þessi samtök eru og j'eiri kjósa Jmu við nœstu alþing- iskosningar, því meiri líkur eru ! a myndun sterlcrar umbótastjórn- laT' I | Allar tilraunir í þá átt að tvístra umbótaöflunum verður því að skoða sem alvarleg mistök. Og þessi mistök hafa hent stjórn A. S. í. Frá sjónarhóli einlægs um- bótasinna getur tilraun stjórnar A. S. í. til að mynda kosninga- Þokk aðeins leitt til ills, eins og spilin liggja nú, ef hún þá orkar nokkru: vj Það er að draga úr sig- urhorfum kosningabanda lags Alþýðufl. og Fram-. sóknarfl., efla kommún- ista og vænka róð íhalds- ins. Það er semsé fullvíst, að inn í þennan kosningaflokk munu eng- ir ganga sem heild nema Sósial- istaflokkurinn. Hann mun nú s' ipta um nafn eins og 1938 og freista þess að ná betri árangri en 1953 undir öðru nafni. Spurn- ingin verður þá: Hvað glepjast margir af nafnbreytingunni? Hver, sem glepst á henni utan raÖa Sósialistafl. en í röðum Al- þýðufl. eða Framsóknarfl., hann styrkir Sósialista en ekki A. S. /., og veikir sigurvonir Alþýðufl. og Fiamsóknar. Er nú ekki nóg, að 12 þúsundir kjósenda liafi sett sig utangarðs undanfarið í ísl. stjórnmálum með því að kjósa Sósialistafl.. þótt fleiri bætist ekki við? Hver er orsökin? Engum þarf að blandast hugur um, hvað hér hefir gerzt: Sósial- istaflokkurinn, sem einn gömlu ííokkanna beið verulegt atkvæða- hrun í síðustu kosningum (tapaði nær 1700 atkv.), má ekki til þess hugsa að fara einn og óstuddur fram við næstu kosningar, því að þá héldi hrunið áfram. Engin ráð voru of dýr til að koma í veg fyrir slíkt, heldur ekki þau að Framhald á 4. aíðu. Barn verður fyrir Arshdtíi Barnashila Akureyrar Hin árlega skemmtun Barna- skóla Akureyrar til ágóða fyrir ferðasjóð skólans var að þessu sinni haldin um sl. helgi, laugar- dag, sunnudag og mánudag. Börn- in önnuðust að venju öll skemmtiatriði, og fóru skemmt- anirnar hið bezta úr hendi. Skemmtiatriðin voru þessi: Kórsöngur undir stjórn Björgvins Jörgenssonar, þrjár smáleiksýn- ingar: Margrét á Möðruvöllum, Stríð í kóngsgarðinum og Týndi búrlykillinn; þá var danssýning undir stjórn Ásdísar Karlsdóttur, leikfimikennara, og sýndu 6 telp- { ur; einnig var sýnd leikfimi; tvær leipur, þær Herdís Oddsdóttir og Aðalbjörg Jónsdóttir, léku fjór- hent á píanó, og loks var skraut- sýning á Burnirótinni eftir Pál J. Árdal. Sýndi þar 6 ára telpa Burnirótina og söng, Margrét Björgvinsdóttir, og vakti frammi- s'aða hennar sérstaka athygli. Auk þessa voru svo upplestrar, og lásu þessir nemendur upp á laug- ardagskvöldið: Guðlaug Þórhalls- dóttir, er las Hvítabjörninn eftir Davíð Stefánsson, en hún vakti sérstaka athygli á ársskemmtun- inni í fyrra fyrir ágætan upplest- ur, og hið sama nú; Aðalbjörg (Jónsdóttir las upp kvæðið Fylgd eftir Guðmund Böðvarsson og Valdís Þorkelsdóttir kvæðið Móð- ir mín eftir Einar Benediktsson. Lásu þær báðar vel upp. Þórunn Skaptadóttir flutti ávarp á undan skemmtuninni. Horfur á, að núverandi Alþingi marki athyglisverð tímamót í lagasetningu Meginorsökin samstaða sú, er Alpýðuílokkur- inn og Framsóknarílokkurinn hafa náð bifreið S. 1. laugardag varð barn fyrir biíreið á gatnamótum Hamars- stígs og Helga-margra-strætis. Var þetta um kl. 12,30. Kom bif- reiðin norðan Helga-magra-stræti og stóð trukkbíll í sunnanveðri götunni norðan Hamarstígs. í þann mund er bifreiðina bar að, voru t\æir drengir, er heima eiga í Hamarsstíg 10, að fara yfir göt- una og munu þeir ekki hafa séð vel norður götuna vegna trukks- ins. Hið sarna hefir gilt um öku- manninn. Að sögn sjónarvotta mun yngri drengurinn, Halldór Matthíasson, 6 ára, hafa hlaupið utan í bifreiðina fram undan trukknum, festst í hana og dregizt með henni spottakorn þannig, að hann hjóst og særðist á andliti, en mun hvergi hafa brotnað. Var honum þegar ekið á sjúkrahúsið, en fluttur heim, eftir að gert hafði verið að sárum han9. Ríkisútgerð íogara. í síðastliðinni viku fóru fram útvarpsumræður á alþingi um frumvarp til laga um ríkisútgerð togara til atvinnujöfnunar, en frumvarp þetta er flutt af Hanni- bal Valdemarssyni, Eiríki Þor- steinssyni, Gils Guðmundssyni og Karli Guðjónssyni. í umræðun- um flutti Hannibal Valdemarsson framsöguræðuna og var hún í senn ítarleg og snjöll. Gat hann í upphafi rneginefnis frumvarpsins, en það er, að togaraflotinn verði aukinn um 15 skip, og verði a.m. k. 3 þeirra smíðuð innanlands. Þessi skip verði þannig rekin, að útgerð þeirra og afli verði til atvinnujöfnunar um Vestur-, Norður- og Austurlands, enda kallaði Hannibal frumvarpið stór- mál hinna dreifðu byggða, og sýndi fram á með Ijósum rökum að ekkert væri þjóðinni eins dýrt og atvinnuskortur, engin ráð væru í rauninni of dýr til úrbóta þar. I Auk Hannibals talaði af hálfu Alþýðuflokksins Emil Jónsson og lagði eins og hann áherzlu á út- 1 rýmingu atvinnuskorts. 1 Af umræðunum varð ekki ann- að ráðið en þingmeirihluti væri íyrir samþykkt frumvarpsins, og er þess því að vænta, að það gangi fram nú á þessu þingi. Áívinnuleysis- íryggingar. Þá er að geta samþykktar frumvarps til laga um atvinnu- I leysistryggingar, sem fullvíst má telja að nái fram að ganga nú á þinginu. Er þetta gamalt og nýtt baráttumál Alþfl. og stórmikil réttindaaukning fyrir verkalýð landsins. Lagasetning þessi er árangur af verkfallsbaráttunni á á s.l. vori, svo sem alkunna er. 12 stunda hrvíld á iogurum. Þá þykir nú fullvíst að sam- þykkt verði á þessu þingi lög um 12 stunda hvíld á togurunum, og er það enn eitt af baráttumálum Alþýðuflokksins. Er nokkurn veg inn fullvíst, að þetta mál hefði nú verið svæft í þinginu sem oft áð- ur. ef ekki væri komið til þegar nokkurt samstarf með Alþýðufl. og Framsóknarfl. Endurskoðun varnar- samntngsins og upp- sögn. Loks er svo að geta þingsálykt- unartillögu Alþýðufl. um endur- skoðun og uppsögn varnarsamn- ingsins, en nýafstaðið flokksþing Framsóknarflokksins tjáði sig samþykka henni. Má því vænta þess, að tillaga þessi verði sam- þvkkt nú á þessu þingi, því að ó- líklega munu Sósialistar fara að leika þann leik að fella hana með íhaldinu. Að öllu þessu athuguðu má vænta þess, að núverandi alþingi marki tímamót í lagasetningu um ýmis merkileg mál og er það vissulega ánægjuleg byrjun á breyttri stjórnarstefnu í landi.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.