Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.05.1956, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 08.05.1956, Blaðsíða 1
XXVI. árg. Þriðjudagur 8. maí 1956 17. tbl. Signrhorfur hosningabandalogs m n Framsóhnar- Symfóníuhljómsveit íslands leikur hér 2. hvítasunnudag Einstæður tónlistarviðburður Sögulegar kosningar. Alþingiskosningarnar í sumar marka að því leyti tímamót, að nú eigast við í fyrsta sinn um tugi ára tvær meginfylkingar: Kosn- ingabandalag Alþýðufl. og Fram- sóknarfl. annars vegar og Sjálí- stæðisflokkurinn hins vegar. Og í öðru lagi liggur nú Ijóst fyrir samkvæmt kosningastefnuskrám þessara meginfylkinga — en þær hafa nú verið birtar — að nú er kosið um það fyrst og fremst, hvort halda skuli svo fram sem horfir niður fyrir bakkann, hvað efnahagslíf þjóðarinnar snertir, undir forystu Sjálfstæðisins, eða hvort snúið skuli við til heilbrigð- ara efnahagslíf, farsælli umbóta og sjálfstæðara þjóðlífs undir forystu umbótaflokkanna, Alþfl. og Framsóknarfl. I Það liggur þannig óvenjuljóst fyrir kjósendum, um hvað kosið er og hvernig kjósa ber til þess að öðlast það, er þeir girnast: þ. e. þeir sem vilja sams konar á- stand og nú ríkir í atvinnu-, efna- hags- og bankamálum — og þeir, sem vilja áframhaldandi hersetu á friðartímum, þeir kjósa Sjálf- stæðið. Hinir, sem vilja láta breyta til, koma festu á efnahags kerfi landsins, vilja jafnvægi í at- vinnulífi þjóðarinnar, heilbrigð- ari Iánastarfsemi, að herinn fari og þjóðin lifi á eigin gögnum og gæðum, þeir kjósa Alþýðuflokk- inn og Framsóknarflokkinn. Meðreiðarsveinar íhaldsins. Ef kosningaátökin í sumar ^ stæðu aðeins milli þessara tveggja meginfylkinga, þyrfti enga spá- dóma um það, hvernig þeim lykt- aði. Sjálfstæðið mundi auðvitað tapa. Af þessum sökum setur það nú vonir sínar á það, að Þjóð- varnarflokkurinn og AJþýðu- bandalagið geti höggvið svo frá| kosningabandalagi Alþýðuflokks- ins og Framsóknarflokksins, að það ná ekki meirihluta á alþingi, hugsandi sem svo, að þegar til stjórnarmyndunar komi, þar sem enginn samstæður meirihluti finn- ist fyrir, þá komi tímar og þá komi ráð. Það er þannig augljóst mál, að framtíðarvonir íhaldsins byggj- ast allar á því, að Þjóðvöm geti eyði’.agt sem Jlest atkvœði vinstri kjósenda, þar sem Jœstir virðast nú gera ráð jyrir, að sá flokkur komi nokkurs staðar að manni, he dur falli öll atkvæði jlokksins dauð. Og svo vonar íhaldið, að Alþjðubandalaginu takizt að ha'.da nœgilega stórum hópi vinstri kjósenda áfram í fanga- búðum kommúnistaflokksins, gera þá utangarðsmenn í íslenzkum stjórnmálum, í stað þess að vera virka þátttakendur í lífrænni um- bótastjórn. Þetta er sem sagt lífsvon íhalds- ins nú, og getur það varla talizt ánægjulegt hlutverk, sem Þjóð- vörn og Alþýðubandalagið hafa valið sér að vera meðreiðarsvein- ar Ihaldsins. Sigurhorfur bandalagsins. En meðreiðarsveinarnir geta þó ekki sefað ótta íhaidsins nándar nærri til fuils. Geti þeir semsé ekki fengið fieiri tit fytgis við sig en í kosningunum 1953, heldur standi Alþýðuflokks- og Fram- sóknarflokkskjósendur þá saman sem órofaheitd nú, eru horiurnar þessar: Bandalagið á að vinna Borgar- fjörð með 22 atkv. mun yfir í- haldið, Barðastrandarsýslu með 141 atkv. mun, Siglufjörð með 68 atkv. mun, 2. sætið í Eyjafjarðar- sýslu með 20 atkv. mun, Hafnar- fjörð með 41 atkv. mun og 1 sæti á að vinnast til viðbótar í Reykja- vík. Hins vegar er ekki að reikna með að nokkurt sæti tapist, sem fyrir er, þannig að bandalagið á að geta fengið 28 þingmenn kjörna, þegar uppbótarþingsæti eru talin með. Þegar svo ennfrem- ur er haft í hyggju, að samkvæmt bæjarstjórnarkosningunum 1954 ættu Akureyri og Isafjörður að vinnast, þá er skiljanlegur sá feikna ótti, sem lýsir sér úr öllum kosningaskrifum Ihaldsins. Falsvonir Éhaldsins. Fyrst setti íhaldið von sína tals- vert á það, að þó nokkur hluti Al- þýðuflokks- og Framsóknarflokks- kjósenda felldu sig ekki við kosn- ingabandalagið. Hægt mundi að telja þeim trú um, að verið væri að „verzla“ með þá atkvæðalega séð. Þetta hefir reynzt falsvon ein hjá íhaldinu. Hvarvetna af land- inu berast fréttir af mikilli á- nægju kjósenda beggja flokkanna með þessa samstarfstilraun,, HIÐ EINA NÝJA OG ÁHRIFAVÆN- LEGA, SEM KOMIÐ HEFIR FRAM VIÐ KOSNINGAR LENGI. Kjósendur vita, að í lýðfrjálsu landi er kjósandi alltaf frjáls að atkvæði sínu. Flokkar geta þar enga skipun gefið. Hér er hins vegar kjósendum Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins gert kleift að hagnýta sér kosningarétt sinn betur í umbótaátt en oftast eða nokkru sinni áður, og það mun áreiðanlega reynast falsvon hjá íhaldinu, að þeir noti sér ekki tækifærið og verði ekki þakklátir fyrir, að það gafst. I Nýr íiSstyrkur. En einmitt þetta tækifæri mun og leiða n/jan liðskost til þessa samstarfs, liðskost, sem hingað til hefir verið óvirkur í vinstra sam- starfi, vegna þess að hann hefir ekki eygt hér sérstakan möguleika til þess fyrr. Þessi nýi liðskostur gæti auðveldlega velt íhaldsþing- manni úr 2. sæti Árnessýslu og 2. sæti Skagafjarðarsýslu, þar sem sáralitlu munar samkvæmt síð- ustu kosningum, að sameiginlegt atkvæðamagn Framsóknar og Al- þýðuflokksins ætti að ná báðum sætunum. Sama gildir í Vestur- Skaftafellssýslu. Það er þannig von, að Sjálfstæðið sé mjög óró-1 Iegt vegna þessara nýju viðhorfa í islenzkum stjórnmálum, og nú er það verkefni allra umbótasinn-l aðra kjósenda að sjá um, að þessi óróleiki Sjálfstæðisins verði því ekki ástæðulaus, heldur raunveru- leikinn skýr og skilmerkilegur að loknum kosningum. __❖____ Fált hjá Hannibal á Dalvík Síðastliðið laugardagskvöld hélt Hannibal Valdimarsson al- mennan kjósendafund á Dalvík á vegum Alþýðubandalagsins. Frummælandi auk Hannibals var Þorsteinn Jónatansson, formaður Sósíalistafélags Akureyrar. Fátt var á fundinum, 40—50 manns, og tóku engir til máls utan frum- mælendur. __.❖___ í vetur sem leið var symfóníu- hljómsveitin í Reykjavík endur- vakin, en hún starfaði um skeið á vegum Ríkisútvarpsins og Þjóð- leikhússins, en var svo lögð nið- ur. Heitir hljómsveitin nú Sym- fóníuhljómsveit íslands og er sjálfstæð stofnun með styrk frá ríki og Reykj avíkurbæ og ereiðsl- um frá Ríkisútvarpinu og Þjóð- leikhúsinu samkvæmt ákveðnum samningum. Stjórn hljómsveitarinnar sk ar 7 manna ráð, en framkvæn i- arstjóri er Jón Þórarinsson, f z- stöðumaður tónlistardeildar út- varpsins. Hljómsveit íslands. Fyrra sunnudag kom Jón Þ A- arinsson hingað til Akureyrar til að undirbúa tónleika hljómsvtit- arinnar hér í samvinnu við T( n- listarfélag Akureyrar. Ræddi J m þá við blaðamenn hér og skýi ði þeim frá endurstofnun hljómsv( it- arinnar. Tók hann sérstaklega fram, að með nafngiftinni Sy a- fóníuhljómsveit íslands vildu f> r- ráðamenn hennar leggja áher: iu á að starfssvið hlj ómsveitarinr ar væri ekki bundið við höfuðbo. ó- ina eina, útvarp og Þjóðleikhi . heldur landið allt, að ferðast um og flytja fólkinu heim list sína. Á Akureyri og í Skjólbrekku. Samkvæmt þessu færi hljóm- sveitin nú í sína fyrstu hljómleika- ferð út á land hinn 21. maí n. k., þ. e. annan í hvítasunnu, og yrði Ieikið þann dag síðdegis að Skjól- brekku í Mývatnssveit, en um kvöldið hér á Akureyri, og þá væntanlega í kirkjunni. 30 manna sveit. í þessari hljómleikaför verða um 30 manns, og stjórnar dr. Páll ísólfsson hljómsveitinni. Ein- leikari á klarinett er Egill Jóns- son, en hann er talinn mjög fær klarinettleikari. Af öðrum þekkt- um hljóðfæraleikurum í för þess- ari má t. d. neína Björn Óiafsson og Ruth Hermanns. Alls eru í Symfóníuhljómsveit íslands um 50 hljóðfæraleikarar, en eins og áður getur verða um 30 þeirra í þessari hljómleikaför og er það fullskipuð hljómsveit fyrir þau verk, er hún flytur hér að þessu sinni, en það verða For- leikur, Næturljóð og Brúðarmarz eftir Mendelsohn úr sjónleiknum Jónsmessudraumur, Klarinettkon- sert eftir Mozart með einleik Eg- ils Jónssonar og Symfónia nr. 1 eftir Beethoven. Einstœður tónlistarviðburður. Þetta er í fyrsta sinn sem sym- fóníuhljómsveit gistir Akureyri, og er hér því um sögulegan við- burð að ræða, jafnframt því 6em þetta er einstæður listviðburður. Þarf varla að efa, að hvert sæti kirkjunnar okkar verði skipað, enda efnisskrá sveitarinnar við það sniðin, að hljómlistarinnar sé auðnotið af hverjum leikmanni, sem á annað borð hefir yndi af hlj ómlist. Þriðju hljómleikarnir. Hljómleikar Symfóníuhljóm- sveitarinnar hér og að Skjól- brekku verða þriðju hljómleikar hennar, síðan hún var endurstofn- uð. Fyrst lék hljómsveitin 11. apr. sl. í Þjóðleikhúsinu, er dönsku konungshjónin voru þar í boði ríkisstjórnarinnar. Stjórnandi var þá dr. Páll Isólfsson. Hinn 24. apríl hélt hún aftur hljómleika á sama stað helgaða 200 ára minn- ingu Mozarts. Var aðsókn slík, að margir urðu frá að hverfa. Stjórnandi þeirra hljómleika var Róbert A. Ottósson. r d. b. laugardað ti Akureyri Álþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn halda almennan kjósendafund næstkomandi laugardag hér ó Akureyri. Frummælendur, auk frambjóðanda Alþýðuflokksins hér, Friðjóns Skarphéðinssonar, verða Gylfi Þ. Gíslason, alþing- ismaður, af hálfu Alþýðuflokksins og Ólafur Jóhannesson, prófessor, af hálfu Framsóknarflokksins. Fundarstaður og fundartími verður nánar tilkynnt síðar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.