Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.05.1956, Page 2

Alþýðumaðurinn - 08.05.1956, Page 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 8. maí 1956 ALÞÝÐUMAÐURINN Útgefandi: Alþýðujlokkslélag Akureyrar Ritstjóri: BRAGI SIGURJÓNSSON Bjarkarstíg 7. Sími 1604. Verð kr. 40,00 á ári. Lausasala kr. 1,00 blaðið. Prentsm. Björns Jónssonar h.j. í Ijósí staðreyndanna Allir kannast við hinn margra ára einingarsöng kommúnista hér á landi sem annars staðar: Jafn- aðarmenn og kommúnistar eiga að vinna saman í einingu andans og bandi friðarins og fá eins marga vinstra sinnaða menn tíl samstarfs við sig GEGN íhaldinu og framast er unnt. Þessi söngur hefir svo sem ekki farið illa í eyrum. Almenningur er yfirleitt andvígur deilum og ó- nauðsynlegum átökum, en mörg- um hefir þó þótt sameiningar- söngurinn dálítið kynlegur í munni kommúnista, þegar allar staðreyndir eru skoðaðar. Lítum t.d. á Akureyri. Margir bæjarbú- ar muna svo langt, að árið 1927 sameinuðust vinstra sinnaðir kjósendur í eina fylkingu gegn I- haldinu og felldu það frá þing- setu fyrir kjördæmið. Þá voru hér engir kommúnistar og þessi samfylking tókst með prýði. En Adam var ekki lengi í paradís. Höggormurinn skreið inn í þennan samlyndisgarð í líki Ein- ars Olgeirssonar, sem í fyrstu þóttist hinn einlægasti vinur og fylgismaður Erlings Friðjónsson- ar, þingmanns Alþýðuflokksins hér og annarra vinstri manna, en strax 1931 býður Einar sig þó fram móti Erlingi og rauf þannig samstöðu vinstri manna gegn í- haldinu og leiddi þar með íhalds- þingmann aftur í sætið hér. Og síðan hefir íhaldið haft þetta kjördæmi. Þetta var „einingar- starf“ „einingarmannsins“ Einars, og má vissulega segja, að ill var hans fyrsta ganga, enda svo allar göngur síðan. Nú í fyrsta sinn um aldarfjórð- ungsskeið horfir aftur líklega fyr- ir vinstri kjósendum í Akureyrar- bæ að fella íhaldið frá þingsæti hér. Alþýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn hafa mvndað með sér kosningasamvinnu. .Allir sannir vinstri menn fagna þessu að sjálfsögðu, en hver eru við- brögð „einingar“mannanna, sem kalla sig svo, kommúnistanna? Fagna þeir þessari samstöðu? Nei, síður en svo. Þeir fara hlátt áfram hamförum gegn henni. Síðasti Verkamaður, blað fram- bjóðanda Alþýðubandalagsins, Björns Jónssonar, blakar nú tölu- blað eftir tölublað ekki við í- haldinu, heldur helgar rúm sitt fúkyrðum í garð samstöðu vinstri manna um framboð Friðjóns Bragi Sigurjónsson: Verhamaður, holtu vöhu þinni (Ræða flutt ó útifundi á Akureyri 1. maí sl.) „Það er bjargföst trú mín, að íslenzkur verkalýð- ur reynist að miklum meirihluta þessum vanda vax- inn. Hann skilji skyldur sínar við lýðræðið, hvernig sem dulbúið einræði reynir að lokka hann af réttri leið. Og hann skilji skyldur sínar við sjólfstæði lands síns, hvernig sem reynt er að svæfa hann á vökunni með atvinnugylliboðum og girnileik skyndi- gróða." Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Vitur maður hefir sagt, að það sé erfitt að vera maður. Það er svo erfitt, að daglega kiknum við undan þunga þeirrar ábyrgðar eða jafnvel reynum að skjóta okkur undan henni. Við lokum augunum fyrir lyginni til þess að þurfa ekki að leggja á okkur það erfiði að munnhöggvast við hana og við snúum okkur undan yfir- gangi ranglætisins til þess að losna við sviptingar við ofbeldis- segginn í eiginlegri og óeiginlegri merkingu talað. Og kannske er hvergi erfiðara að gegna hlutverki manns en í verkalýðsstétt, að öðrum þræði vegna erfiðra fjárhagslegra og menntunarlegra skilyrða, en að hinum þræðinum vegna þeirra miklu'ábyrgðar, sem því fylgir að fylla fjölmennustu stétt landsins. En verkalýðurinn á sér bróður að baki, þar sem samtök hans eru, bróður, sem hann hefir fóstrað upp og gert að voldugu þjóðíé- lagsafli, samtökum 28 þúsund manna í verkal/ðsstétt. Fasteign bóndans, sú sem öll hans afkoma byggist á, er jörðin. ; Fasteign útgerðarmannsins skip- ið, fasteign menntamannsins I menntun hans og þekkingarforði, fasteign iðnaðarmannsins iðn- menntun hans. Og fasteign verka- lýðsstéttarinnar eru samtök henn- ar. En til þess að jörðin gefi arð, þarf að rækta hana. Til þess að skipið afli vel, þarf viðhald þess og útbúnaður að vera í fyllsta lagi. Til þess að iðnmenntun og æðri menntun verði manni að gagni, verður að halda henni við og auka, og til þess að verkalýðs- samtökin verði stéttinni að full- um notum, þurfa þau að vera sem traustust og heilust. Og það er nú einu sinni svo, að því meiri alúð og mnhyggju, sem við sýnum einhverju, því vænna þykir okkur venjulega um það, og þá er ég í rauninni fyrst kominn að því, sem ég vildi segja hér við ykkur, verkakonur og verkamenn, þetta hve miklum skyldum þið hafið að gegna gagnvart félags- samtökum ykkar og gagnvart ykk- ur sjálfum, að vera félagsmenn og vera menn í þessara orða beztu og dýpstu merkingu. Að vissu leyti lifum við á mik- illi galdraöld. Aróðurinn frá öll- um hliðum glymur okkur gegnd- arlaust í eyrum, og það þarf mik- ið þrek og skarpa greind til að halda götu sinni óhvikult. Um enga stétt þjóðfélagsins er barizt jafnofsalega og þindarlaust og verkalýðsstéttina, m. a. vegna þess að hún er fjölmennust, og engri stétt er því jafn brýn nauð- syn að halda vöku sinni í gjörn- ingahríðum áróðursins. Þar skipt- ir engu höfuðmáli að fjölmenna á útifund 1. maí, eða sækja vel kvöldskemmtun þann hátíðisdag verkalýðsins. Slíkt er að vísu á- nægjulegt, en ekkert sáluhjálpar- atriði. Hitt skiptir mestu að leggja þá rækt og þá alúð við fé- lög sín og samtök, að þau séu ekki misnotuð af pólitískum ævintýra mönnum, og efla svo þekkingu sína og skerpa dómgreind sína | varðandi almenn þjóðfélagsmál, að áróðurs- og gjörningameistur- j um takizt ekki að leiða ykkur á ófarnaðarbrautir. Samtök ykkar eiga að vera sá bróðirinn að baki, sem þið getið alltaf treyst, og því aðeins getið þið fullkomlega treyst honum, að þið hafið vald á uppeldi hans og hegðun, en hann ekki vald á ykkur nema þá það, sem sprettur af gagnkvæmu trausti. Skarphéðinssonar. Þetta er „ein- ingar“starf kommúnista nú, ein- mitt þegar raunveruleg eining kjósenda blasir við. Svona er einingarstarf komm- únista hér í Ijósi staðreyndanna. Engir skyldu frúa ó falsguði. En hvernig er þessu nú varið? Engum mun ljósara en ykkur sjálfum, að hér þarf mörgu að breyta til betri vegar. Félagshyggj an er ekki svo vökul sem skyldi. Of margir skjóta sér undan skyldunni að gæta bróður síns. Og of margir aka sér undan þeirri andlegu áreynslu að halda vöku sinni og taka sjálfstæða afstöðu til mála. Sumir láta sér nægja að trúa á einhverja forystu og vakna svo kannske einn góðan veðurdag upp af værum draumi úti á sjó eða uppi á öskuhaugum með fallna falsguði í höndum og verð ur það fyrst fyrir að svipast í of- boði eftir n’jum falsguðum til að trúa á. Aðrir snúa sér bœði und- an trúnni og ábyrgðinni að brjóta mál til mergjar, en verða svo að horfa upp á það, að hin dýrmætu. félagssamtök þeirra séu kannskc notuð sem áróðursmiðstöðvar ó- hlutvandra einstaklingshópa, sem hafa tekið sér sjálfskipuð sæti inni við gafl í fé.ögunum, einmitt með áróðurinn fyrir augum. Hér þurfa verkalýðssamtökin vissulega að gera vorhreingern- ingu hjá sér, og því fyrr því betra. | Kjarabarótta með kjörseðli. í dag er ekki rætt um að knýja fram kjarabætur með verkföllum, það er talað um að vinna þær með kjörseðlinum. Kannske er þetta að nokkru leyti vegna kosn- inganna, sem framundan eru, en þó er mér nær að halda, að þetta sé að vissu leyti tímanna tákn. Verkfallsbaráttan er öllum aðil- um ógeðfelld. Hún er í miðvitund verkalýðsins aðeins ýtrasta nauð- vörn. Séu aðrar leiðir færar að sama marki,eru þær miklu fremur kosnar. Áhrifaríkust er auðvitað löggjafarleiðin. Þetta má í raun- inni orða svo, að í nútímaþjóð- félagi er kjarabarátta verkalýðs- ins meir og meir að færast af vinnustöðvunum inn á skrifstofur félaganna og heildarsamtakanna — og inn á alþingi. Þar vinnst sigurinn ekki fyrir þolgæði verka- mannsins á verkfallsverði, heldur snerpu, þekkingu og lagni mann- anna á bak við skrifborðin og málsvara umbótastefnanna á al- þingi. Hagfræði- og lögfræði- þekking er verkalýðnum þar nauðsynlegra bar- ótfutæki en vinnu- harður lófi. Þar er hagfræði- og lögfræði- þekking nauðsynlegra baráttutæki verkalýðnum en vinnuharður lófi. Þannig eru staðreyndirnar, þó að sumir áróðursmeistarar telji sér hag í að fela þær. En það fylgir böggull skamm- rifi að heyja kjarabaráttuna með kjörseðlinum fremur en verkfalls- rétti. Baráttan um kjörfylgi verka 1 ðsins verður sem sé harðvítugri1 en nokkru sinni fyrr. Að vega og meta. Kjósið okkur, hrópa Sjálfstæð- ismenn. Okkar flokkur er lang-' stærstur, hann er flokkur allra I stétta. Við getum veitt ykkur mesl öryggi efnahagslega og félagslega, því að sjáið þið bara sundrung hinna flokkanna, sem ekki geta komið sér saman um neitt! Kjósið okkur, kalla foringjar Alþýðubandalagsins svokallaða. Við erum hinir einu sönnu verka- ^ lýðssinnar og einingarmenn. íhaldið er aldrei málsvari verka- lýðsins og kosningabandalag Al- þýðuflokksins og Framsóknar- flokksins er aðeins samtök þreyttra, íhaldssamra manna, sem þykjast róttækir, en eru þaó ekki! Og kjósið okkur, segja forystu- menn Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins. Við höfum myndað með okkur stærstu vinstri fylkinguna, sem nú er völ á að kjósa. Meiri hluti hennar á þingi er eina tryggingin, sem nú er hægt að öðlast fyrir umbótastjórn. Við byggjum á lýðræði, þvert á móti því sem Alþýðubandalagið gerir, því að það er dulbúningur Sósialistafl., sem var aftur dulbún aður Kommúnistafl. íslands, dótt- urflokks Kommúnistaflokks Rúss- lands, þessa sem nýlega hefir orð- ið að játa á sig einhver ægileg- ustu réttarmorð sögunnar, sem um getur. Og hver er einingarhug ur þessa rússneska útibús, segja þessir foringjar. Sá að reyna að kljúfa út úr fylkingum Alþýðufl., svo sem æ og ævinlega hefir verið þeirra „einingarstarf“. Verkamaður, halfu vöku þinni. Og nú kem ég aftur að þeirri staðhæfingu, að það er erfitt að vera maður, erfitt að fullnægja þeim kröfum, sem manngildis- hugsjónin leggur okkur á herð- ar, þeim kröfum m. a., að hugsa og íhuga, hvað sé rétt og hvað sé rangt. En hér má ísl. verkal/ður ekki hopa á hæli, má ekki smækka sig á því að trúa einum gagnrýnis laust, en neita að hlusta á rök ann ars. Islenzkt lýðræði, íslenzkt réttaröryggi, íslenzkar þjóðfélags- umbætur geta einmitt oltið á því, að íslenzkur verkalýður haldi vöku sinni nú og ævinlega, hvessi skarpskyggni sína, brýni hár- beitta egg á skilning sinn varð- andi rétt og rangt, satt og logið. hreinskilni og blekkingu. Það er bjargföst trú mín, að íslenzkur verkalýður reynist að miklum meirihluta þessum vanda vaxinn, þegar allt kemur til alls. Hann skilji skyldur sínar við lýð- ræðið, hvernig sem dulbúið ein- ræði reynir að lokka hann af réttri leið. Hann skilji skyldur sínar við sjálfstæði lands síns, hvernig sem reynt er að svæfa hann á vökunni með atvinnugylli- boðum og girnileik skyndigróða Hann skilji, og knýi fram til úr- lausnar, að þjóðina vantar aukinn skipastól, jafnframt því sem full- vinna ber aflann heima. Hann knýi á aukningu iðnaðarins og styðji við bak bóndans við aukn- ar ræktunarframkvæmdir. Hann kenni valdhöfunum að gæta betur hlutar olnbogabarna fjármun- anna, hinna húsnæðislausu, at- vinnulitlu og heilsutæpu. Hann lyfti með öðrum orðum umbótum þjóðfélagsins hærra og lengra fram á risaherðum sínum, með hverju ári sem líður. Vissulega er erfitt að vera mað- ur, og líklega er það hvergi erfið- ara en í verkal'ðsstétt. En það er líka stórt að vera maður, og

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.