Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.05.1956, Page 1

Alþýðumaðurinn - 23.05.1956, Page 1
XXVI. árg. Miðvikudagur 23. maí 1956 19. tbl. Sam Irœndi sýnir tcnmr Bær íhaldið undir? Brezkur skopteiknari hefir ný- lega teiknað mynd, sem segja má að sé sýnishorn af viðhorfi allrar alþýðu þjóða á meðal varðandi hersetu á erlendri grund. Skop teiknarinn tekur að vísu aðeins Sam frænda og Jón bola, þ. e. Bandaríkin og Bretland, „í gegn“ í skopteikningu sinni, en að sjálf- sögðu gildir þetta um hvaða her- veldi sem er, sem hefir hersetu á erlendri grund og steitist við að halda henni áfram, undir merkj um vináttu og gagnkvæms trausts, meðan imnt er, þar næst með leynilegum undirtökum, ef fært þykir, en loks með ógrímuklæddu ofbeldi, sé ekki annars kostur, og þá setið meðan sætt er. Skopteiknarinn dregur upp litla mynd af íslandi annars veg- ar, en á því situr John Foster Dulles, utanríkismálaráðherra Bandáríkjanna í jötunstærð og yfir stendur stórum stöfum: ís- land fyrir íslendinga. Hins vegar er svo hliðstæð mynd af Cypur, og situr þar Eden forsætisráð- herra Breta. Hafa þessir áminnztu félagar símasamband milli sín. ísland hefir um skeið allofl verið nefnt í heimsfréttum und- anfarið vegna þeirrar samþykktar nýlokins Alþingis að óska eftir endurskoðun hervarnarsamnings- ins 1951 og þeirrar yfirlýsingar þess, að samningi þessum skuli sagt upp með umsömdum upp- sagnarfresti, náist ekki viðunandi samkomulag um endurskoðunina, þar á meðal það grundvallarat- riði, að hér sé enginn erlendur her á friðartímum. Eins og alþjóð veit, stóðu allir flokkar á Alþingi að þessari sam- þykkt — nema Sjálfstæðisfloklcur íslands, hann einn vildi ekki hrófla við hersetunni. Það hefir ekki farið leynt, að flokkur þessi hefir reynt að koma þeirri skoðun á framfæri erlendis, að áðurgreind samþykkt væri miðuð við það að hafa áhrif á kosningaúrslit í sumar Alþýðufl. og Framsóknarfl. í hag. Undir þann áróður hafa kommúnistar tekið þannig að halda þeirri skoðun að fólki, að því aðeins yrði við þessa samþykkt Alþing- is staðið, að áhrif kommúnista ykist á Alþingi, og líkan söng syngur Þjóðvörn fyrir sig. En ekki er vitað til, að hún hafi framið það þegnleysisbragð að lita fregnir til útlanda þessum áróðri. Nú munu fæstir íslendingar hafa gengið að því gruflandi, að fyrrgreind samþykkt mundi mið- ur vel séð í hermálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hér á landi má sú skoðun heita sjálfdauð fyrir nokkru, að flugherstöðin í Kefla- vík sé enhver varnarstöð fyrir ís- land og íslendinga. Meginhluti landsmanna lítur á hana fyrst og fremst sem útvarðstöð fyrir Bandaríkin sjálf og hlekk í því samvirka varnarkerfi, sem Atlants bandalagið — og þá fyrst og fremst Bretar og Bandaríkjamenn hafa byggt upp, hlekk, sem vafa- laust er talsverðs virði, en ósam- rýmanlegur á friðartímum ís- lenzkum hagsmunum, hvað áhrií öll snertir. Þar sem íslendingar hafa fram tif þessa litið á Bandaríkjamenn sem mikla menningarþj óð um marga hluti, víðsýna og frjáls- 'lynda, þá munu þeir að miklum meiri hluta hafa vænzt þess, að þetta stórveldi tæki afstöðu vorri í hervarnarmálinu af skilningi. Fyrstu fréttir bentu og til, að svo yrði. Haft var eftir utanríkis- málaráðherranum John Foster Dulles, að hann skildi vel afstöðu Islendinga og vonaðist til, að mál þessi leystust með góðu sam- komulagi. Munu flestir hafa skil- ið þessi orð á þá lund, að Banda- ríkin hygðust koma til móts við endurskoðunarkröfuna á her- varnarsamningnum með góðum samkomulagsvilj a. Enn liggur að vísu ekkert bein- línis fyrir um það, að svo verði ekki, en óneitanlega er þá fram- koma varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna næsta klaufaleg þessa dagana og virðist auðveld- ast að túlka hana sem klunnalega tilraun til leika að einhverju leyti með í íslenzkum kosningum. Það hefir semsé birt yfirlýsingu þes3 efnis, að allar framkvæmdir á vegum hers þess hér á landi verði stöðvaðar fyrst um sinn, eins nauðsynlegt viðhald á flugvellin- um á Keflavík og þegar umsamd- ar framkvæmdir sem nýfram- kvæmdir allar óumsamdar, en orðaðar. Vegna látlausra skrifa Sjálfs- stœðis blaðanna undanfarið að þessi kynni einmitt að verða af- leiðing samþykktar Alþingis, leggst undir eins í almenning sá ónotagrunur, að eitthvert óhugn- anlegt leynisamband sé milli þess- arar máltúlkunar Sjálfstœðisblað- anna og yfirlýsingar varnarmála- ráðuneytis Bandaríkjanna. Auðvitað var og sjálfsagt, að engar óumsamdar nýframkvæmd- ir á vegum hersins hæfust hér að gerðri samþykkt Alþingis, en að viðhald gerðra mannvirkja og í Bf"* *r< “ Stalín liefir verið steypt af stalli, en nú þarf að slcíra upp allar þess- ar Stalínborgir allt frá Austur-Þýzkalandi til Síberíu. smíði þegar umsamdra mar.n- virkja eigi að stöðva, áður Framh. á 4. síðu. Ólafur Þ. Kristjánsson, skólastjóri, verður fram- bjóðandi Aíþýðuflokksins í Vesfmannaeyjum. Ólafur Þ. Kristjánsson, settur skólastjóri Flensborgarskólans í Hafnarfirði, verður frambjóð- andi Alþýðuflokksins í Vest- mannaeyjum við alþingiskosning- arnar í sumar. Framsóknarflokk- urinn býður þar ekki fram, sam- kvæmt samkomulagi hans og Al- þýðuflokksins um kosningabanda- lag, heldur styður framboð ÓI- afs. ___ Bragi Sigurjónsson frambjóðandi fyrir Al- þýðuflokkinn í Austur- Húnavatnssýslu. Bragi Sigurjónsson, ritstjóri, Akureyri,verður frambjóðandi AI þýðuflokksins í Austur-Húna- vatnssýslu við alþingiskosning- arnar í sumar. Framsóknarflokk- urinn býður ekki fram í sýslunni, en styður framboð Alþýðuflokks- ins samkvæmt samningum flokk- anna um kosningabandalag. ___*___„ Atkvæðagreiðsla utan kjörstaðar hefst n.k. sunnudag. Framboðsfrestur til alþingis- kosninganna í sumar rennur út í kvöld kl. 12 á miðnætti. Atkvæðagreiðsla utan kjörstað- ar má samkvæmt kosningalögun- um hefjast næstkomandi sunnu- dag, þ.e. hjá bæjarfógetum, sýslu- mönnum og hreppstj órum. Einnig ræðismönnum íslands erlendis. _________________ sms i Framboðslisti Alþýðuflokksins í Reykjavík hefir verið ákveðinn, og er hann þannig skipaður: 1. Haraldur Guðmundssson, al- þingismaður. 2. Gylfi Þ. Gíslason, alþingism. 3. Rannveig Þorsteinsdóttir, lögfræðingur. 4. Eggert G. Þorsteinsson, al- þingismaður, form. Múrarafélags Reykjavíkur. 5. Jóhanna Egilsdóttir, form. Verkakvennafélagsins Framsókn. 6. Egill Sigurgeirsson, lögfr. 7. Kristinn E. Breiðfjörð, gjaldkeri Sveinafél. pípulagning- armanna. 8. Hjalti Guðmundsson, báts- maður. 9. Kristján H. Benediktsson, kennari. 10. Ellert Ág. Magnússon, rit- ari H. í. P. 11. Grétar Fells, rithöf. 12. Skeggi Samúelsson, járnsm. 13. Guðbjörg Arndal, frú. 14. Pálmi Jósefsson, skólastj., form. Kennarasambands íslands. 15. Jón Eiríksson, læknir. 16. Sigurður Guðmundsson, verkamaður. Hljómleikar Symíónínhljóm- sveitar íslands Eins og áður hafði verið boðað hér í blaðinu, hélt Symfoníu- hljómsveit íslands hljómleika í Akureyrarkirkju að kvöldi ann- ars hvítasunnudags, eftir að hafa þá fyrr um daginn haft hljóm- leika að Skjólbrekku í Mývatns- sveit. Hljómleikarnir hófust í kirkj- unni kl. 22 eða rúmlega það og stóðu til miðnættis. Var hver bekkur, auk nokkurra hliðarsæta, fullskipaður áheyrendum, er stjórnandi hljómsveitarinnar, Páll ísólfsson, steig á stjórnpallinn. Fyrst lék hljómsveitin þjóðsöng- inn, en því næst lék hún þessi við- fangsefni: Fingalshelli, forleik op. 26 eftir Mendelsohn, músik úr sjónleiknum Rósamundu eftir Schubert, konsert í A-dúr fyrir klarinett og hljómsveit, K. 622, og var Egill Jónsson einleikarinn, og loks symfoníu nr. 1 í c-dúr, op. 21 eftir Beethoven. Að loknum hljómleikum voru stjórnanda og einleikara færðir fagrir blómvendir, en Þórarinn Björnsson, skólameistari, þakkaði í nafni Tónlistarfélagi Akureyrar, hljómsveitinni fyrir komuna og hljómleikana, og Jón Þórarins- son, framkvæmdarstjóri hljóm- sveitarinnar, ávarpaði áheyrend- ur nokkrum orðum og þakkaði móttökur. ___*____ Vísitalan 181 st. Kauplagsnefnd hefir reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík hinn 1. maí þ. á. og reyndist hún vera 181 stig. Ennfremur hefir kauplagsnefnd reiknað út kaupgjaldsvísitölu fyr- ir mánuðina júní-ágúst þ.á., mcð tilliti til ákvæða 2. gr. laga nr. 111, 1954, og reyndist hún vera 168 stig, þ.e. vísitala á kaup verð- ur 178 stig frá 1. júní til 31. á- gúst n. k.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.