Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.05.1956, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 23.05.1956, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Miðvikudagur 23. maí 1956 ALÞÝÐUMAÐURINN Útgeíandi: Alþýðuflokksjélag Akureyrar Ritstjóri: BRAGI SIGURJÓNSSON Bjarkarstíg 7. Sími 1604. Verð kr. 40,00 á ári. Lausasala kr. 1,00 blaðið. Prentsm. Björns Jónssonar h.f. EilliMritn íhaldsins Þegar þing var rofið og núver- andi stjórn sagði af sér, var skýrt tekið fram, að hún sæti aðeins Bem embœttismannastjórn fram yfir kosningar, þ. e. að hún ann aðist brýn dagleg stjórnarstörf. Þetta var hirt í báðum stjórnar blöðunum, Morgunblaðinu og Tímanum, og varð ekki skilið af frásögninni annað en slík væru fyrirmæli forsetans. Nú verður því tæplega mótmælt með rökum, að stöðuveitingar, sem engu máli skiptir, hvort gerð ar eru einum mánuði fyrr eða síðar á árinu, eru ekki brýn dag leg stjórnarstörf. Ráðherra eða ráðherrar, sem nú nota sér að auglýsa og veita slíkar stöður fyr- ir kosningarnar, eru því augljós- lega að seilast út fyrir verkahring embœttismannastjórnar. Þetta hefir nú hent ráðherra Sjálfstæðisflokksins, og alveg sérstaklega Bjarna Benediktsson. Benda þessi vinnubrögð til þess, að íhaldið hafi gefið upp alla von um að ráða cmbœttisveiting um eftir kosningarnar, og vilji ljúka síðustu línunum í sinni póli tísku erfðaskrá fyrir þær. Hér skulu nefnd nokkur dæmi um stöður, sem íhaldsráðherr arnir auglýsa nú með mjög stutt um fyrirvara: 1. Sýslumannseinbættið í Þing eyj arsýslum og bæj arf ógetaem bættið. Alkunnugt er, að núver andi sýslumaður hugðist halda embættinu fram í ágústmánuð í sumar, en svo var það skyndilega auglýst 2. maí, umsóknarfrestur til 24. maí, og skal veitast í júní- byrj un. 2. Fulltrúastarf í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Mjög stuttur umsóknarfrestur. Veitist fyrir kosningar. 3. Framkvæmdarstjórastaða námsbókanefndar ríkisins. Um- sóknarfrestur til 25. maí. Veitist fyrir kosningar. 4. Námsstjórastaða verknáms pilta í gagnfræðaskólum. Mjög stuttur umsóknarfrrestur. Veitist fyrir kosningar. 5. Námstjórastaða verknáms stúlkna í gagnfræðaskólum. Um sóknarfrestur til 5. júní. Veitist fyrir kosningar. 6. Staða námsstjóra við gagn fræðaskóla í Rvík. Umsóknar- frestur til 5. júní. Veitist fyrir kosningar. 7. Staða verkfræðings hjá Rík' isútvarpinu. Umsóknarfrestur ti 30. maí. Veitist fyrir kosningar. 8. Staða fulltrúa hjá Ríkisút Yfirstéítirsveinn gerist Hugh Gaitskell formaður Verkamanna- flokksins brezka, og foringi stjórnar- andstöðu hennar hátignar, Breta- drottningar Þegar hið mikla allsherj arverk- fall stóð í Englandi 1926, gengu flestir Oxfordstúdentanna til liðs við ríkisstjórn Ihaldsflokksins og gáfu sig fram sem sjálfboðaliðar við uppskipunarvinnu, strætis- vagnaakstur, varðstöðu o.fl.. o.fl. Það voru aðeins sárfáir, sem ekki fylgdu fjöldanum. Einn þeirra iékk að láni gamlan Morrisbíl og ík til næstu verkfallsnefndar. Þar ékk hann það verkefni að aka blaði verkfallsmanna, British Vorker, frá London til Oxford. Þessi stúdent hét Hugh Gait- skell. Eins og meginhluti skólabræðra inna var hann kvistur af meiði forréttindastéttarinnar, er sendi sonu sina í virðingarmestu há- skólana. Hvorki uppruni hans, ippeldi né umhverfi skýrir með nokkrum hætti, hve frábrugðið flestum öðrum félögum sínum hann brást við allsherjarverkfall- inu. En frá þessum tíma hefir hann verið brezku verkalýðs- hreyfingunni trúr. 29 árum síðar hlaut hann launin. í desember síðastliðnum var þessi Oxford- stúdent valinn formaður Verka- mannaflokksins brezka og sigraði í þeirri keppni auðveldlega bar- dagahetjur eins og Herbert Mor- rison og Aneurin Bevan. Mörgum kom það mjög á óvart er Gaitshell varð fjármálaráð- herra 1950 í stjórn Verkaraanna- flokksins, er þá sat að völdum. Hann var næsta óþekkt nafn. 1945 var hann fyrst kjörinn á þing, en þaðan í frá hækkaði vegur hans að visu mjög ört. Inn- an tveggja ára var hann orðinn ildneytismálaráðherra og áður en 5 ár voru liðin sat hann í ráð- herrastóli Staffords Cripps, er þá beið dauðans helsjúkur af berkl- im. Þetta var áður óþekkt leiftur- sókn til valda og metorða í landi. varpinu. Umsóknarfrestur til 30. maí. Veitist fyrir kosningar. 9. Staða fréttamanns hjá Ríkis- útvarpinu. Umsóknarfrestur til 30. maí Veitist fyrir kosningar. Allar þessar stöðuveitingar — og nokkrar fleiri auglýstar — lúta undir Bjarna Benediktsson, dóms- og menntamálaráðherra. Þá hefir ráðuneyti Ingólfs Jóns sonar, annars ráðherra íhaldsins, nýlega auglýst m. a. þessar stöður með umsóknarfresti til maíloka: 1. Tvær yfirverkfræðingsstöður hjá Landssímanum. 2. Stöður bókara og viðskipta- fræðings hjá pósti og síma. Allar stöðurnar veitast fyrir kosningar, þ. e. erfðaskrá fullgild- ist fyrir andlát. þar sem fjármálaráðherraembætt- ið er metið að gildi og virðingu til jafnt við utanríkisráðherra- embættið.Og þegar Gaitskell hefir nú valizt til æðstu valda í Verka- mannaflokknum eftir Attlee, er ekki nema eðlilegt að mörgum leiki forvitni á að vita eitthvað fleira um þennan nýja valdamann í brezkum stjórnmálum og hver sé skýringin á hinum skjóta frama hans. Hugh Todd Gaitskell er fæddur 9. apríl 1901 í Camden Hill í London. Móðir hans var af skozk- um ættum, en faðir hans var af gamalli, enskri liðsforingjaætt, en valdi embættisveginn og varð háttsettur stjórnmálafulltrúi áður en lauk í Burmastjórn Breta. Fyrstu æviárin var Hugh á sífelld um þönum í umsjón barnfóstru milli Burma og Bretlands. I Burma réð þessi verðandi verka- mannaforingi ásamt fjölskyldu sinni yfir 12 manna þjónaliði og ólst á allan hátt upp við gjör- ólíkar aðstæður og hinir tveir áðurnefndu keppinautar hans í vetur sem leið um formannssæti flokksins. Herbert Morrison var i æsku sendisveinn í fátækrahverfi í London og Bevan varð 13 ára gamall kolanámumaður, en faðir hans var welskur námamaður. — Menntaskólaár sín. dvaldi Gaits- kell í einum virðulegasta heima- vistarskóla Englands, Winchest- er, og átti þar að sessunaut annan kunnan stjórnmálamann 1 röðum Verkamannaflokksins nú, hinn snjallgáfaða P. H. S. Crossman. Gamall kennari Gaitskells frá þess um árum segir, að hann hafi ver- ið hæglátur, iðinn og mjög hlé- drægur piltur. „Enginn hefði þá getað séð fyrir, að hann ætti slíka framtíð í vændum.“ Það var á þessum árum, sem kunnur enskur lögfræðingur Staf- ford Cripps að nafni, hinn síðar heimsfrægi stjórnmálamaður, hét skólaverðlaunum fyrir bezta stíl- inn um gerðardóm í alþjóðamál- um. Gaitskell kynnti sér efnið af kostgæfni í Encyclopædia Britan- nica — og vann! Af þessu leiddi fyrsta fund hans og Cripps. í samtali þeirra lét Cripps að því liggja, að eina leiðin til varanlegs friðar mundi sú, að öll hin mis- munandi kristnu kirkjufélög byndust allsherj arsamtökum. Gaitskell varð fyrir vonbrigðum með þessa nýju hetju sína. „Mér fannst þetta mundi tæpast nóg,“ hefir hann síðar sagt. Gaitskell hefir nefnt sem eina ástæðuna til þess, að hann varð jafnaðarmaður, atburð nokkurn er bar fyrir hann 12 ára gamlan. Hann mætti föður eins bekkjar- bróður síns í barnaskólanum á götu og skýrði honum frá því sem sjálfsögðum hlut, að hann mundi stunda menntaskólanám í Winchester. Maðurinn horfði um stund alvarlega á hann og mælti svo: „Þú veizt víst ekki, hve lán- samur þú ert. Varla einn drengur af tíu þúsundum fær tækifæri til að afla sér slíkrar menntunar.“ Gaitskell varð djúpt snortinn af þessum orðum. En örlagastundin rann upp, eins og fyrr getur, þegar Gaitskell sem ungur stúdent skipaði sér við hlið verkamannanna í allsherjar- verkfallinu 1926. Sennilega hefir nokkur áhrif haft á þá afstöðu hans, að hann nam þá hjá hinum kunna hagfræðing G. D. H. Cole, sem hefir haft áhrif á marga af svonefndum „Oxford jafnaðar- mönnum“. Gaitskell hefir sjálfur sagt frá því, hve heillandi tímar Cole’s hafi verið um fyrstu jafn- aðarmannahreyfinguna í Bret- landi, Chartistana, í byrjun 19. aldar. Faðir Gaitskell dó 45 ára að aldri, úr afleiðingum hitabeltis- sjúkdóms. Móðir Gaitskells vildi, að hann fetaði í fótspor föðurins, svo sem eldri bróðir hans gerði, en Gaitskell gerðist því frábitnari þessu, sem nær dró námslokum. Niðurstaðan varð sú, að Cole út- vegaði honum stöðu sem fyrirles- ari innan upplýsingastofnunar verkalýðshreyfingarinnar. Þegar Gaitskell fékk þetta starf, skrifaði hann roskinni íhaldssamri frænku sinni: „Héðan í frá mun ég helga mig málefnum verkalýðsins.“ Og frænkan svaraði: „Hvað er eigin- lega að gerast í Bretlandi? Þegar ég var lítil stúlka, var verkalýður- inn nokkuð, sem maður hvorki sá né heyrði!“ Næsta árið var verkalýðurinn vissulega nokkuð, sem Gaitskell bæði sá og heyrði. Hann var sendur til Nottingham, þar sem námumenn áttu í miklum krögg- um, og satt bezt að segja var þetta hálfgerð forsending 21 árs göml- um yfirstéttarsveini, sem kom beint úr vermihúsi . Oxfordhá- skóla. En Gaitskell reyndist vanda sínum vaxinn og vann hug og hjarta námumannanna. Seinna komu kynnin úr námunum þar honum að góðu gagni, er hann varð eldsneytismálaráðherra. Ári síðar varð Gaitskell lektor í hagfræði við Lundúnaháskóla og hélt því starfi um 11 ára skeið að undanskilinni stuttri náms- dvöl í Vín. Meðan Gaitskell dvaldi þar, urðu hin sögulegustu átök milli jafnaðarmanna þar og Dollfusstjórnarinnar, er bar hærra hlut. Gaitskell kom ekki svo fáum flóttamanninum þá úr landi með hjálp hins brezka vega- bréfs síns. Stríðsárin urðu Gaitskell hins vegar fremur hversdagsleg. Ríkis- stjórnin þjóðnýtti menntun lians og hæfileika svo sem fjölda há- skólaborgara. Verkamannaflokks- leiðtoginn Hugh Dalton notfærði sér hann oft og iðulega í verzlun- armálaráðuneytinu, en í staðinn sá hann um að koma Gaitskell á framfæri í stríðslokin sera stjóm- málamanni. Það var upphaf sig- urgöngunnar. Þegar Gaitskell varð fjármála- ráðherra fyrir 6 árum, hristu margir fj ármálaspekingar höfuð- ið. Gáfaður væri hann, sögðu þeir, en hann skorti það bein í nef sem reynslan gæfi. En þar voru þeir ekki glöggskyggnir. Gaitskell reyndist vandanum vax- inn. Vera má, að það hafi einmitt verið vanmat á festu Gaitskells, sem leiddi til árekstranna milli Bevans og hans. Bevan hlaut það verkefni í Verkamannastjórninni eftir stríðið að koma á ókeypis sjúkrahjálp. Áður en Gaitskell varð fjármálaráðherra, höfðu þeir Cripps og Bevan eftir langt þóf orðið ásáttir um, að kostnað- urinn við 6júkrahjálpina mætti ekki fara fram úr 8 milljörðum á ári. Þegar Gaitskell tók við, upp- götvaði hann, að kostnaður þessi hafði farið fram úr marki og krafðist takmarkana á sjúkra- hjálpinni, svo að jöfnuði yrði náð, t. d. að hætt væri að láta gleraugu ókeypis og gervitennur. Þetta leiddi til ægilegrar rimmu milli hans og Bevans, en það var Gaitskell, sem bar sigur af hólmi. Þar varð bardagahetjan Bevan að setja ofan, þótt málsnjallari þyki. Annars er Gaitskell orðinn mjög virtur ræðumaður á þingi. Honum þykir þó hætta til að verða helzti fræðimannslegur á stundum og fullspar á gaman- semi. Eftir að íhaldsflokkurinn náði meirihluta 1951 blossuðu átökin milli hægri og vinstri manna í Verkamannaflokknum upp með auknum krafti. Þar þótti Gaitskell lítt sjást fyrir í orrahríðinni gegn Bevan og tóku margir að ugga um forystuframtíð hans, ef hann skip- aði sér svo eindregið í hægri sveit ina og hann gerði um skeið. Það sem flokkinn vantaði var maður, sögðu þeir, sem gæti siglt bil beggja. Gaitskell mun hafa séð, að hér stefndi hann í tvísýnu og eftir að hann hafði reynt, en mis- tekizt, að fá Bevan rekinn úr flokknum, tók hann að leita sætta við ýmsa vinstri menn flokksins og tókst jafnvel að vinna kunna Bevanista eins og Harold Will son og Crossman á sitt band Þegar svo formannsvalið í Verka mannaflokknum fór fram í des' ember sL, féllu atkvæðin á þá lund, að Gaitskell hlaut 157, Bev- an 70 og Morrison aðeins 40. Fyrir hinn 68 ára gamla Mor- rison voru þessi úrslit reiðarslag, sem táknaði lokin á löngum og á- rangursríkum 6tjórnmálaferli, en meinleg örlög höfðu þó aldrei gert honum kleift að komast nær því að verða æðsti maður flokks- ins en verða næstæðsti. Árið 1935 stóð styrinn í flokknum um það, hvort velja skyldi hann eða Art- hur Greenwood formann flokks- ins, og þá var farin sú sáttaleið að velja Attlee. Nú hlaut Gait- skell vandann og virðinguna. (Framhald á 4. siðu)

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.