Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 29.05.1956, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 29.05.1956, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 29. maí 1956 ALÞÝÐUMAÐURINN 5 Kosningashrjfstofa Alþýðufiohhsins er flutt í Hafnarstræti 107 (hús Útvegsbankans) og er opin dag hvern kl. 2—22. Símar 2018 og 2019. Alþýðuflokkskjósendur eru vinsamlega beðnir að hafa sem fyrst samband við skrifstofuna varð- andi fjarverandi kjósendur, og aðrar upplýsing- ar, sem þeir geta gefið. Þvottnriim verðnr drifhvítur og endintf in meiri en áðnr. - ftiðjið verzlnn yÖar <m ÞVOTTADIJFTBB PERLl) iHtti/teMaf'' U/tm-kvttfoyCMi SÁPUVfRKSM l-ÐJAN SJÖFN.AKUREYRI TILKYNNING Að marggefnu tilefni tilkynnist hér með, að samkvæmt samningi vorum við atvinnurekendur á allur vörubílaakstur að staðgreiðast. Þegar um stærri viðskipti er að ræða, geta þó þeir, sem þess óska, fengið mánaðarviðskipti, enda hafi þeir áður sarnið um það við Bifreiðastöðina Stefni. Framangreindu ákvæði verður framfylgt frá næstkomandi mánaðamótum. Vörubílstjórafélagið Valur. Utankjörstaðar- atkvteðagreiðsla vegna alþingiskosninga 24. júní næstkomandi hefst á skrif- stofu minni þriðjúdaginn 29. þ. m. Kosning fer fram jafnan á skrifstofutíma og auk þess- á virkum dögum öll kvöld kl. 20.30—22.00, nema á laugardögum kl. 17—19.00, og á sunnudögum kl. 13.00—15.00. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 27. maí 1956. »Eililej|t 99 ehhertvið jiví oð segjo« í umræðum um kosningabanda- lagfrumvarp það, sem Gvlfi Þ. Gíslason flutti 1953, tóku ýmsir íhaldsþingmenn til máls og and- mæltu frv. á þeim forsendum að það væri óþarft, þar sem almenn kosningabandalög væru sjáltsögð eins og er. í þessum umræðum fórust Jóni Pálmasyni orð á þessa leið: „Það er ekkert því til fyrir- stöðu samkvæmt núgildandi kosningalögum og okkar stjórn- arskrá, að einn flokkur bjóði skki fram á móti öðrum, eins og átti sér stað á ísafirði og í Vest- ur-Skaftafellssýslu, og það banda- lag er að öllu leyti löglegt og get- ur staðizt.“ (Alþt. 1953 6. d. 397) Og Magnús Jónsson frá Mel sagði við sömu umræður: „Það hefir verið á það bent hér og tekið fram (t.d. af háttv. bm. A-Hún.) að það væri auðvit- rð eðlilegt og ekkert við því að .egja, að flokkar hefðu með sér bandalög við kosningar, ef þeir anga hreint til verks og velja ikveðinn frambjóðanda hver í ’nu kjördæmi, þeir geta skipzt i um það. Einn flokkurinn hefir '’rambjóðandann í þessu kjör- dæmi og annar í hinu. Það væri ðlilegur máti til þess að fá fólk- ið til að fylkja sér um einn á- ’cveðinn frambjóðanda.“ — (Al- þt. 1953 D 405). Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við and- lát og jarðarför móður minnar, Ingibjargar Lórusdóttur. Júdit Jónbjörnsdóttir. AUGLÝSING inii linndaliald Bæjarstjórn hefir samþykkt á fundi hinn 22. des. sl. að Iieimila þeim, sem þá höfðu hunda, að hafa þá framvegis með þessum skilyrðum: 1. Hundarnir verði allir skrásettir hjá heilbrigðis- fulltrúa. 2. Hundarnir verði aldrei Iátnir ganga lausir á al- mannafæri. Að öðru leyti er hundahald í bænum algjörlega bannað og mega þeir, sem ekki uppfylla þessi skilyrði, búast við að lög- reglan sjái um, að hundum þeirra verði lógað fyrirvaralaust. Ileilbrigð is fulltrúi. Lóðahreinsnn Eigendur og umráðamenn lóða og landa í Akureyrarkaup- stað eru hér með áminntir um að hafa lokið hreinsun á lóð- um sínum og lendum fyrir 10. júní næstkomandi. Láti menn þetta undir höfuð leggjast, mun heilbrigðisnefnd láta framkvæma hreinsunina á kostnað eigenda. Heilbrigðisnefnd Akureyrarkaupstaðar. Stórhlcup í dm söhum leysingnr Síðastliðinn föstudag brá til sunnanáttar eftir langvarandi austan- og norðaustanátt. Gerði suðvestan hitaveður á laugardag norðan- og austanlands og fór hitinn yfir 20 gróður hér á Akur- eyri. Ofsavöxtur hljóp í ár og fljót, svo að með ólíkindum varð á svo skömmum tíma, og varð sums staðar tjón af á vegum. Þannig hlupu Héraðsvötn yfir þjóðveginn yfir Hólminn og tepptist þar umferð með öllu á laugardaginn og sunnudaginn, en einnig ollu Valagilsá og Kotá um- ferðateppu í Norðurárdal og Gljúfurá á Út-Blönduhlíðarvegi, en varð þó fljótt lagað. Þá tók bráðabirgðabrú af Þverá í Ong- ulsstaðahreppi og brú rauf á Finnastaðaá í Hrafnagilshreppi. Þá varð vöxturinn í Svarfaðar- dalsá um skeið svo mikill, að metradjúpt vatn var á veginum neðan við Hrísa. Ofsavöxtur var og í Skjálfandafljóti. Á sunnudag var hlýtt framan af degi, en snerist mjög í vestur- átt undir kvöldið og gekk á með hríðaréljum niður undir byggð. Víða var mjög hvasst vestan að- faranótt mánudags og fyrrihluta mánudags og fauk þá járnþak af torfhlöðu á Sandhólum í Eyja- firði, heyhlöðubragga rauf og þak fauk af fjósi. Ekki sakaði gripi. ÞjA born í boö anleg til Ahurey Frá því var skýrt fyrir nokkru, að Loftleiðir hefðu ákveðið að bjóða 14 börnum frá Vestur-Ber- lín í kynnisför til íslands, og að þau myndu valin af starfsmönn- um borgarstjórnarinnar í Berlín og umboðsmönnum Loftleiða í Þýzkalandi. Nánari upplýsingar hafa nú borizt í þessu sambandi, bæði um börnin sjálf og annað, er varðar hina væntanlegu heim- sókn þeirra. Yngsta barnið er 11 ára gamalt, en hið elzta 16 ára, eitt er 12 ára, þrjú 13 ára, fimm 14 ára og tvö 15 ára gömul. Sjö búa í barna- heimilum, fjögur komu til Ber- línar í hópum flóttafólks, þrjú eiga enga aðstandendur á lífi, svo að vitað sé, níu hafa misst annað foreldri sitt, en foreldrar tveggja eru öryrkjar. Af ljósmyndum og öðrum upplýsingum er auðsætt, að börnin eru andlega og líkam- lega heilbrigð og mörg þeirra hafa sýnt sérstakan dugnað eða eru búin miklum hæfileikum. Þau hafa því bæði verið valin með hliðsjón af, að þau væru fær um að þroskast af ferðinni og að vegna örðugra aðstæðna myndu þau ekki í náinni framtíð hafa orðið fær um að gera sér mikinn dagamun. i loltltl vœnt- ror i. júní n.h. Þýzk kona verður fylgdarmað- ur barnanna, meðan þau dveljast hér, og mun hún einnig rita grein- ar í þýzk blöð um ferðalagið. Auk þeirrar fyrirgreiðslu, sem ákveðin er af hálfu Loftleiða meðan börnin dveljast hér, hefir þeim nú verið boðið af fræðslu- yfirvöldum Reykjavikur í skemmti- og kynnisför um bæinn og nágrenni. Fyrri hópurinn, sjö böm og fylgdarkonan, er væntanlegur hingað til lands 27. þ. m. Samkvæmt upplýsingum frá þýzka ræðismanninum hér á Ak- ureyri, Kurt Sonnenfeldt, koma börnin hingað til Norðurlands 6. júní og fara héðan aftur 8. júní. Þau munu koma með flugvélum Flugfélagsins norður, en Norður- leiðir annast ferð þeirra til baka. Hefir ræðismaðurinn undirbú- ið þessa ferð barnanna hingað í samráði við Loftleiðir og hefir hann hug á að börnin fái að sjá Mývatnssveit. Sennilega vilja ein- hverjir Akureyringar leggja þess- um litlu Þjóðverjum liðsinni, svo sem með því að lána bíl eða vera með í ferðinni, sem leiðbeinend- ur. Gætu þeir í því efni snúið sér til Kurt Sonnenfeldts. Sími hans er 1071.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.