Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.07.1956, Qupperneq 1

Alþýðumaðurinn - 03.07.1956, Qupperneq 1
XXVI. árg. ÞriSjudagur 3. júlí 1956 25. tbl. Toft og Hammarström keppa í 1500 m. hlaupinu. íþróttamenn frn Srommn oq f.R. heimsmfcjn Ækuveyei Um síðastliðna helgi kepptu hér sænskir íþróttamenn frá í- þróttafélaginu Bromma. Komu þeir hingaS til lands í boSi í. R. og kepptu í Reykjavík í fyrri viku. HingaS til Akureyrar komu þeir á föstudag ásamt nokkrum í- þróttamönnum úr Í.R., og á laug- ardag kepptu þeir hér á leikvang- inum. A laugardagskvöld hafSi ÍBA samsæti fyrir íþróttamennina og á sunnudag fóru þeir í boSi bæj- arstj órnarinnar austur í Reyni- hlíS, en þar var þeim haldiS kveSj usamsæti, sem Ármann Dal- mannsson stjórnaSi. Helztu úrslit í laugardagskeppn- inni voru þessi: 110 m. grindahlaup: 1. Cajander, SvíþjóS 16.9 sek. 2. Jensen, SvíþjóS 17.5 sek. 100 m. hlaup: 1. Höskuldur G. Karlsson, Kefla- vík 11.0 sek. 2. Trollsás, SvíþjóS 11.1 sek. 3. Johannsson, SvíþjóS 11.6 sek. 4. Thromson, SvíþjóS 11. 7 sek. 400 m. hlaup: 1. Daníel Halldórss., ÍR 52.5 sek. 2. Nils Toft, SvíþjóS 53.0 sek. 3. Nils Byström, Svíþj. 53.0 sek. 4. Inghnar jónsson, ÍR 53.9 sek. 1500 m. hlaup: 1. N. Toft, SvíþjóS 4.07.8 mín. 2. L. Hammarström, Svíþj. 4.34.9 mín. 3000 m. hlaup: 1. Kristján Jóhannss., ÍR 9.18.3 mín. 2. Hammarström, SvíþjóS 9.28.0 mín. 3. Jón Gíslason, UMSE 10.09.2 mín: Hástökk: 1. G. Svensson, SvíþjóS 1.85 m. 2. C. Jensen, SvíþjóS 1.80 m. Langstökk: 1. Magnusson, SvíþjóS 6.46 m. 2. Daniel Halldórss., ÍR 6.34 m. 3. P, O. Trollsás, SvíþjóS 5.79 m. Stangarstökk: 1. Valbjörn Þorláksson, ÍR 3.80 m. 2. HeiSar Georgsson, ÍR 3.60 m. 3. L. Lind, SvíþjóS 3.60 m. Kúluvarp: 1. Uddeblom, SvíþjóS 15.61 m. 2. Skúli Thorarensen. ÍR 14.33 m. 3. Gestur GuSmundsson, UMSE 13.20 m. 4. Þóroddur Jóhannsson, UMSE 12.70 m. Kringlukast: 1. Uddeblom, SvíþjóS 41.31 m. 2. Gestur GuSmúndsson, UMSE 36.79 m. 3. Skúli Thorarensen, ÍR 34.80 m. Spjótkast: 1. Moberg, SvíþjóS 61.10 m. 2. Ingimar Skjóldal, UMSE 48.60 m. 4x100 m. boðhlaup: SvíþjóS 46.2 sek. ÍR 48.3 sek. VeSur til íþróttakeppninnar var óhagstætt, kalt og allhvasst, og náSist því óhagstæSari árangur í flestum keppnisgreinum en ella. Mótstjóri var Hermann Sig- tryggsson og fórst honum stjórn- in mjög vel úr hendi. Heímiliynnir Istrnor illtjo liér fyrirlestro fyrir almenning í Samkomuhúsi bœjarins fimmtudaginn 5. júlí nœstkomandi. HingaS til bæjarins koma nú í vikunni þrír heimskunnir, erlend- ir læknar, þeir bandaríski læknir- inn Ernst L. Wyner og dönsku Iæknarnir prófessor E. Meulen- gráclit og Johannes Clemesen yf- irlæknir, Kaupmannahöfn. í för meS þessum læknum er prófessor Níels Dungal. Læknar þessir koma hingaS til íslands á vegum Krabbameins- félags íslands og munu flytja fyr- irlestra í Reykjavík, bæSi fyrir lækna og almenning um krabba- mein og þá sérstaklega um lungnakrabba og reykingar, sem nú er veriS aS gera miklar rann- sóknir á víSa í heiminum. HingaS koma þessir læknar á vegum Krabbameinsfélags Akureyrar og munu flytja hér fyrirlestra fyrir lækna bæjarins og nágrennis miSvikudaginn 4. júlí og einnig fyrirlestur fyrir almenning finnntudaginn 5. júlí næstkom- andi. Fyrirlesturinn fyrir almenning 5. júlí verSur í Samkomuhúsi bæjarins og hefst kl. 9 e. h. AS- gangurinn aS fyrirlestrinum er ó- keypis og öllum frjálst aS koma meSan húsrúm leyfir. Æskilegt er aS sem flestir notfæri sér þetta einstaka tækifæri, sem þeim nú hýSst til aS fræSast af þessu heimsþekktu læknum. Jóhann Þorkelsson. BiskgpsMnur I UMti KO dra Heíma er keit 6. hefti 6. árgangs af tímaritinu Heima er bezt er nýútkomiS. Af efni þess má nefna grein um Flug- félag íslands eftir Hauk Snorra- son, þáttinn Afi og amma eftir Rósu Einarsdóttur, grein Gunn- laugs SigurSssonar um Benedikt Þorkelsson, barnakennara, og Sagnir af Snæfellsnesi eftir Jó- hann Ásgeirsson. Þá er grein eftir ritstjórann, Steindór Steindórs- son, um Atlantis, landiS, sem sökk í sæ. ÁriS 1056 var biskupdómur hafinn í Skálholti í Biskupstung- um, en þaS ár var ísleifur Giss- urarson vígSur biskup yfir ís- landi. Til minningar um 9 alda biskupdóm hér í landi var haldin vegleg hátíS í Skálholti síSastliS- inn sunnudag, og var hún geysi- fjölmenn, enda veSur hiS feg- ursta. IlátíSin hófst meS skrúSfylk- ingu presta til hátíSarstaSar, en síSan var hátíSarmessa og pré- dikaSi biskup landsins, herra Ás- mundur GuSmundsson, en altar- isþjónustu önnuSust ásamt hon- um vígslubiskupar landsins. — kórar úr öllum prófastsdæmum Kirkjukórar úr öllum prófasts- dæmum landsins sungu, hver í sínu lagi og allir saman undir stjórn dr. Páls ísólfssonar. Þá lagSi biskup íslands horn- stein aS hinni nýju Skálholts- kirkju, en síSan var um tveggja tíma hlé á hátíSinni. AS loknu því flutti forseti landsins, herra Ásgeir Ásgeiís- son, ávarp, LúSrasveit Reykjavík- ur lék þjóSsönginn, kantötukór undir stjórn dr. Páls ísólfssonar flutti meS aSstoS hljómsveitar hluta af hátíSaljóSum séra Sig- urSar Einarssonar í Holti, og frú ÞuríSur Pálsdóttir og GuSmund- ur Jónssori. óperusöngvari, sungu einsöng. Þá las séra SigurSur Ein- .arsson kafla úr hátíSaljóSum sín- um. AS þessu loknu flulti dr. Magn- ús Jónsson ræSu, erlendir fulltrú- ar fluttu ávörp og síSar um dag- inn var fluttur leikþátturinn Leijtur liðinna alda eftir séra Svein Víking. Leikstjóri var Lár- us Pálsson. SíSar sungu kirkju- kórar ættjarSarlög og loks flutti kirkj umálaráSherra ávarp. HátíSahöldum þessum var út- varpaS, en auk þess var kvöld- dagskrá útvarpsins síSastliSinn sunnudag aS nokkru helguS 9 alda minningu biskupsstólsins. í gær var opnuS kirkjuleg sýn- ing í ÞjóSminjasafninu í tilefni 900 ára afmælis biskupsstóls á íslandi. ____*_____ Sjldanertíiin bjrrjar vtl BÆJARKEPPNI í KNATTSPYRNU SíSastliSinn sunnudag fór fram bæjarkeppni milli Reykjavíkur og Akureyrar í knattspyrnu hér á leikvanginum, og áttust þar viS B-liS Reykvíkinga og meistara- flokkur ÍBA. Leikar fóru svo, aS Akureyri vann meS 4 mörkum gegn 1. Dómari var Rafn Hjalta- lín. SíldveiSihorfur virSast nú drjúgum betri en undanfarin ár. Hafa allmörg skip þegar fengiS mjög góSan afla miSaS viS hinn stutta tíma, sem þau hafa enn ver- iS aS veiSum. Sérstakar vonir vekur þaS, aS síldin virSist nú koma vestar upp aS landinu en undanfarin ár og haga sér aS því líkar og í góSu síldarárunum hér áSur. Þá er og aS geta þess, aS Ægir, sem hefir veriS í leitar- og rann- sóknarleiSangri undanfariS fyrir NorSurlandi, hefir orSiS mikillar síldar var norSan og austan Skagagrunns. Fyrsta síldin barst til Dalvíkur á föstudagsmorguninn var, um 1000 tunnur, er fóru í salt, fryst- ingu og bræSslu. Sama dag hófst og söltun á Hjalteyri og í Ólafs- firSi. Og á alla þessa staSi kom síld einnig þegar aftur á laugar- dag. Þá barst og mikill afli á land á SiglufirSi þann dag, og var þá saltaS þar á a. m. k. 20 plönum, aS því er fregnir hermdu. Á Húsavik var einnig hafin söltun um sömu mundir og á fyrrgreind- um stöSum, og á flesta eSa alla þessa staSi barst síld einnig á sunnudag, þótt mest kæmi aS sjálfsögSu til SiglufjarSar. Skortur hefir reynzt á fólki til móttöku aflans þegar í þessari fyrstu skorpu, en hin langvarandi aflatregSa undanfarinna ára mun hafa valdiS því, aS fólk hefir ekki veriS viSbragSsflj ótt nú aS halda til síldarverstöSvanna, hverju sem hin góSa byrjun kann aS á- orka í því. Lá við manntjóni, er kviknaði í Hafnarstræti 41 ASfaranótt síSastliSins laugar- dags klukkan nær 5 var slökkvi- liS Akureyrar kvatt aS húsinu Hafnarstræti 41, sem er tvílyft timburhús á steyptum kjallara. Býr Þórir Kristj ánsson, bílstjóri, á aSalhæS hússins meS fjölskyldu sinni, en á efstu hæS Kristján Hallgrímsson, myndasmiSur, og hefir liann þar vinnustofu sína. Reyndist eldur laus í vinnustofu Kristjáns og í gólfi milli hæS- anna, og benda allar líkur til, aS kviknaS hafi þar í út frá rafur- magnsofni. Þegar slökkviIiSiS kom á vett- vang var Kristj án enn inni á hæS- inni, en náSist fljótt út. Var hann þá meSvitundarlítiIl, en hresstist fljótt, þegar út kom, og mun ekki hafa orSiS meint af, en mildi verSur aS teljast, aS þarna varS ekki manntj ón. Eldurinn varS fljótt slökktur, en rjúfa varS gólf milli hæSanna svo og austurvegg hússins aS nokkru á efstu hæS. Miklar skemmdir urSu af vatni og reyk, bæSi á húsinu sjálfu og einnig innbúi.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.