Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.07.1956, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 03.07.1956, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 3. júlí 1956 ALÞÝÐUMAÐURINN 3 þrœlbnflrvinnA Ársþing Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar, sem nú er hafið í höll Þjóðabandalagsins í Genf, mun fyrst og fremst verða sögu- legt fyrir meðferð tveggja deilu- mála, þar sem búast má við að meiningamunur og flokkaskipting á þinginu verði meiri og skilyrð- islausari en áður er dæmi til í þeirri stofnun. Þessi tvö deilumál eru afstaða þingsins til þrælavinnubúðanna og til ályktunar nefndar þeirrar, að undanförnu hefir rann- verkalýðssam- aðildarþjóða sem sakað starfsfrelsi takanna meðal stofnunarinnar. ÞRÆLABÚÐAMÁLIÐ. sem Þetta er í fyrsta skipti, þrælabúðarmálið er tekið til með- ferðar á þingi, en mörg undan- farin ár hafa tvær nefndir á veg- um stofnunarinnar rannsakað það mjög ýtarlega. Mál þetta er nokkrum af aðildarríkjunum mjög viðkvæmur blettur, en báð- ar hafa nefndirnar komizt að sömu niðurstöðu, — að í nokkr- um aðildarlöndum fyrirfinnist þrælkunarvinna sem stjórnmála- leg refsingaraðferð, og í enn öðr- um löndum sem snar þáttur í at- vinnu- og efnahagskerfi viðkom- andi ríkja. í síðartöldum flokki eru einkum nokkrar þjóðir og landsvæði, þar sem fjölmennir innfæddir kynþættir búa við stjórn innfluttra og fámennari kynþátta, að því er segir í skýrslu nefndarinnar. Hvorki er minnzt á einstök lönd né þjóðir í skýrslu nefnd- anna, en hins vegar ekki neinum vafa úndirorpið við hvaða þjóðir er átt. Þjóðir Austur-Evrópu eiga aðild að stofnuninni, einnig ríkjasamband Suður-Afríku og ó- beinlínis sumar af nýlendunum, til dæmis nýlendur Portúgala. Hinn fjölmenni og alþjóðlegi þingheimur í höll Þjóðabanda- lagsins á örðugt starf fyrir hönd- um í sambandi við meðferð þessa máls, og það virðist liggja í aug- um uppi, að um harða deilu verði að ræða á sameinuðum þing- fundi, þar sem það verður rætt. Hætt er við að hið sama verði uppi á teningnum í sambandi við hinar óformlegu umræður varð- andi starfsfrelsi verkalýðssamtak- anna i hinum 73 aðildarríkjum stofnunarinnar. Sérstök nefnd hefir einnig starfað að rannsókn þessa máls að undanförnu — hver sé réttur verkalýðsins til að mynda með sér samtök og starfa á samtakagrundvelli í hinum ýmsu aðildarríkjum. Hefir nefnd- in komizt að hinni furðulegustu niðurstöðu, sem meðal annars er í þvi fólgin,að lýðræðislegt félags- málafrelsi geti aðeins talizt ríkj- andi með helmingi aðildarþjóð- anna. í 22 ríkjurn eru samtaka- frelsinu settar þröngar skorður af hálfu stjórnarvaldann.a, og ráða viðkomandi ríkisstjórnir þar yfir- leitt lögum og lofum í verkalýðs- hreyfingunni. SÉRSTAÐA AUSTUR-EVRÓPURÍKJA. Nefndin hefir þó yfirleitt ekki tekið neina afstöðu til ástandsins í verkalýðsmálum í ríkjum Aust- ur-Evrópu. Halda nefndarmenn því nefnilega fram, að þeim hafi eingöngu verið falið að rannsaka afskipti ríkisstjórna af verkalýðs- hreyfingunni, en í austurevrópsku ríkjunum sé það kommúnista- flokkurinn, sem ráði lögum og lofum í verkalýðshreyfingunni og komi það rannsókn nefndarinnar því ekki við. Einn af meðlimum nefndarinn- ar hefir gert sérálit. Segir hann, að í mörgum löndum, sem dreg- izt hafi aftur úr, sé eiginlega ekki um lamandi afskipti ríkisstjórna af verkalýðshreyfingunni að ræða, heldur oft og tíðum þvert á móti, þar sem þær veiti verka- mönnunum aðstoð til að skipu- leggja samtök sín. VANDAMÁL AF FRIÐSAMLEGRI NOTKUN KJARNORKU. Þingi Alþjóða vinnumálastofn- unarinnar er ekki ætlað að taka opinbera afstöðu til þessa máls að svo komnu, heldur á þingið að- eins að verða ráðgefandi fyrir stjórnina varðandi meðferð máls- ins í framtíðinni. Ýmis önnur mikilvæg mál verða rædd á þingi stofnunarinn- ar, meðal annars flóttinn úr sveit- unum. Þá verður og rædd starfs- áætlun stofnunarinnar næstu ár, en stofnunin verður nú í sívax- andi mæli að taka tillit til hinna breyttu aðstæðna á komandi kjarnorkuöld. Eitt vandamálið er að rannsaka áhrif sjálfvirkrar vélstjórnar á alþjóðleg félagsmál, og hverjar varnarráðstafanir heri að gera af hálfu verkalýðshreyf- ingarinnar í sambandi við hina öru tæknilegu þróun fyrir frið- samlega notkun kjarnorkunnar. Þá verður og rædd verkmennt- un og almenn menntun verka- manna, samvinna verkamanna og atvinnuveitenda varðandi vinnu- sálfræði, 8tarfsrétt og síðast en ekki sízt samtakarétt verkþega. AuglýsiS í Alþýðumanninum. oooooooooooeooooooo»ooo sjálfvirku olíubrennararnir fást eftirtöldum stærðum: Model GCS = Model GCl = Model GC2 = Model GC3 = Model GC4 = Model GC5 = 0.75— 2‘.00 gall. ca. 1.50— 3.00 gall. ca. 3.00- 4.50 gall. 3.00- 7.50 gall. 7.50- 13.00 gall. 12.00-21.00 gall. 5 m3 9 m2 13 m* 22 m2 38 m2 ca. 60 m3 ca, ca, ca. Model GC6 = 20.00—33.00 gall. ca. 90 m2 Yfir helmingur allra olíukyndingar- tækja, sem flutt eru til landsins, er GILBARCO. Leitið nánari upplýsinga hjá oss. Birgðir fyrirliggjandi. Varahlutir einnig ávallt til. (€sso) OLIUSOLUDEILD KEA Akureyri. SÍMAR: 1700 og 1860. Plastikefni Stóresefni Damask Nylonsokkar saumlausir, ljósir Krepnylonsokkar ljósir Kvenpeysur Nærfatateygja nýkomið. Kaupfélag verkamanna Vefnaðarvörudeild. Akureyrarbær. Sbrá yfir niðurjöfnun útsvara í Akureyrarkaupstað árið 1956 ligg- ur frammi til sýnis á skrifstofu bæjarstjóra í Strandgötu 1, frá miðvikudégi 4. júlí til fimmtudags 18. júlí næstkomandi, að báðum dögum meðtöldum, venjulegan skrifstofutíma hvern virkan dag. Kærufrestur er til 20. júlí og ber að skila kærum til skrif- stofu bæjarstjóra innan þess tíma. Fyrirspurnum um skrána ekki svarað í síma. Bæjarstjórinn á Akureyri, 2. júlí 1956. Steinn Steinsen. Nkrá yfir tekjuskatt, eignaskatt og stríðsgróðaskatt liggur frammi í Skattstofu Akureyrar, Strandgötu 1, frá 2. júlí til 14. júlí n. k., að báðum dögum meðtöldum. Enn fremur liggja frammi á sama tíma skrár yfir gjöld til almannatrygginganna, atvinnuleysistryggingasj óðs og slysa- tryggingagjöld. Kærum út af skránum ber að skila til Skattstofunnar fyrir 15. júlí næstkomandi. Akureyri, 28. júní 1956. Skatfstjórinn ó Akureyri. Shömmtunarseðfor fyrir III. ársfjórðung 1956, verða afhentir á bæjarskrifstof- unum á venjulegum skrifstofutíma 2.—10. júlí n. k. Fólk er beðið að koma með stofna af eldri seðlum áritaða. Bæjarstjóri. Hrökkbrauð! Finnskt hrökkbrauð. Krónur 15.00, stór askja. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibú.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.