Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.07.1956, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 03.07.1956, Blaðsíða 4
- Vísnaþáttur - Hinn snjalli hagyrðingur og bragsmiður Ásgrímur Kristins- son í Ásbrekku í Vatnsdal er af- komandi Bólu-Hjálmars. Um þann forföður sinn hefir Ásgrím- ur ort þessa snjöllu stöku: Nam hann ungur íslenzkt mál, erfði tungu spaka, en loppu þunga lagði á sál lífsins hungurvaka. Eftir Ásgrím er einnig þessi af- bragðsvel gerða vísa: Þegar slóðin örðug er, eyddar gróðurlendur, alltaf Ijóðið yljar mér eins og móðurhendur. í vetur, þegar mest gekk á út af Stalín sáluga á 20. þingi Komm- únistaflokks Sovétríkjanna, voru 5 íslendingar staddir á hóteli einu í Prag í Tékkóslóvakíu og ögn við skál. íslendingarnir voru þeir Magnús Z. Sigurðsson, for- stjóri, Eiríkur Briem, rafveitu- stjóri, Bárður Daníelsson, fram- bj óðandi Þj óðvarnarf lokksins hér í nýafstöðnum kosningum, Benjamín Eiríksson, bankastjóri og Ægir Ólafsson, heildsali. •— Varð þeim félögum tíðrætt um at burði líðandi stundar og kom þá eftirfarandi vísa fram á varir þeirra: Ástandið hér er ei til hags, andlegur dvínar þroski. Ástin er dauf í anda Marx; Engels og Zapotosky. Stenzt ekki neitt í stormi dags, Stalín er verri en Trotsky. Sölumiðstöðin sendi strax sjö liundruð tonn af þorski. Þriðjudagur 3. júlí 1956 »Sjdlfst(eðíi{lohkorinn stértykur fylgi sitt um W ollt« Þannig hljóðaði aðalfyrirsögn - Mýrasýslu .... 1. tbl. íslendings nú eftir kosn- - Snæfellsnessýslu ingarnar, en á eftir komu svo úr- - Dalasýslu .... slitin í hinum ýmsu kjördæmum, - ísafjarðarkaupstað og virðist ritstjóri blaðsins ekki - N-ísafjarðarsýslu hafa athugað þau vel, áður en - Strandasýslu .... hann samdi aðalfyrirsögnina, því - V-Húnavatnssýslu að samkvæmt frásögn blaðsins-------A-Húnavatnssýslu sem meira að segja er rétt — lít- — Siglufj.kaupstað ur „aukningin“ þannig út í eftir- - Seyðisfj.kaupstað greindum kjördæmum miðáð við - V-Skaftafellssýlu næstu þingkosningar á undan 1953: 4 20 14 77 79 26 51 102 28 97 9 Með öðrum orðum tapar Sjálf- TapSjstfl. stæðisflokkurinn meira eða minna í Hafnarfirði ....... 69 atkv. í 12 kjördæmum, og kallar ís- leridingur þetta að „stórauka fylgi sitt um allt land“. Nægjusamur maður, ritstjóri íslendings á Akureyri. Hagstsð heyskapartíð Sláttur er nú sem óðast að hefj- ast víðast hér norðanlands, en sums staðar er hann hafinn fyrir viku til hálfum mánuði. Hefir heyskapartíð verið hagstæð, nær daglega þurrkur, en þó hefir loft- kuldi tafið fyrir örum þurrki. Næturfrost hafa verið alltíð undanfarið í sumum sveitum, einkum þeim sem hærra liggja, og hefir mælzt allt að 3—3^° frost sumar nætur. Til dæmis sást verulega á kartöflugrasi aðfara- nótt sl. föstudags í sunnanverðum Reykjadal í Suður-Þingeyjar- sýslu. Akureyrar í söngför til Veitur- 09 Suöarlandsins Kirkjukór Akureyrar fór héð- an í söngför síðastliðinn föstudag vestur og suður um land, en jafn- framt var förinni heitið á Skál- holtshátíðina. Áður en hann fór í ferð þessa, hélt hann samsöng hér í kirkjunni á fimmtudags- kvöldið var. Á söngskrá voru 14 lög eftir innlenda og erlenda höf- unda, en einsöngvarar með kórn- um voru þau Helga Jónsdóttir, Matthildur Sveinsdóttir, Kristinn Þorsteinsson og Sigurður Svan- bergsson. Undirleikarar voru Ás- kell Jónsson og Páll Kr. Pálsson. Söngstjóri kórsins er Jakob Tryggvason. 14 nýir meim taka sæti á þingi Níu af þingmönnum síðasta kjörtímabils nóðu ekki kosningu. Miklar breytingar hafa orðið á þingmannaliðinu í nýafstöðnum kosningum. 14 frambjóðendur, sem ekki áttu sæti á síðasta þingi, náðu nú kosningu, þar af 11 sem ekki hafa setið á þingi áður. 9 af þingmönnum síðasta kjörtímabils féllu í kosningunum, en fimm voru ekki í framboði að þessu sinni. Nýju þingmennirnir eru: Alfreð Gíslason Ágúst Þorvaldsson Áki Jakobsson Benedikt Gröndal Björgvin Jónsson Björn Jónsson Friðjón Skarphéðinsson Friðjón Þórðarson. Halldór Sigurðsson Pétur Pétursson Ragnhildur Helgadóttir Sigurvin Einarsson Sveinbjörn Högnason Ólafur Björnsson Þrír af þessum þingmönnum hafa áður átt sæti á þingi, Svein- björn Högnason, Áki Jakobsson og Ólafur Björnsson sem vara- maður. Nóðu ekki kjöri: Þessir þingmenn voru í fram- boði nú en náðu ekki kosningu: Bergur Sigurbj örnsson Eggert Þorsteinsson. Einar Ingimundaraon Gils Guðmundssön Gísli Jónsson Ingólfur Flygenring Jónas Rafnar Lárus Jóhannesson Vilhjálmur Hjálmarsson Voru ekki í framboði: Þessir af þingmönnum síðasta kjörtímabils voru ekki í framboði að þessu sinni: Andrés Eyjólfsson. Brynjólfur Bjarnason Helgi Jónasson Jörundur Brynjólfsson Sigurður Guðnason ___*____ Uppbótarmenn flokk- nnnn 09 vnrnmenn þeirrn Eins og kunnugt er eiga uppbótarmenn að vera til jöfnunar milli þingflokka. Ef ekki er raðað á landslista, fer útreikningurinn þannig fram, að fyrsti uppbótarmaður flokks, sem á rétt á uppbót, er sá, sem hæsta hefir persónulega atkvæðatölu án þess að ná kosningu; annar er sá, sem hæsta hefir persónulega hlutfallstölu, og þannig koll af kolli. Hér fara á eftir upplýsingar um uppbótarmenn flokkanna, svo sem kosningatölur liggja fyrir eftir útvarpi og blöðum. Uppbótarmenn og varamenn Alþýðuflokksins. Hér fer á eftir skrá yfir upp- bótarmenn Alþýðuflokksins og varamenn þeirra, ásamt persónu- legum atkvæðum eða hlutfallstöl- um þeirra hvers um sig: 1. Gylfi Þ. Gíslason 3156 2. Benedikt Gröndal (922) 38.1% 3. Guðmundur í. Guðmunds- son 1586 (23.4%) 4. Pétur Pétursson (635) 37.2%. Varamenn: 1. Gunnlaugur Þórðarson 425 (31.1%) 2. Bragi Sigurjónsson (420) 35.8% 3. Ólafur Þ. Kristjánsson 359 (17.3%) 4. Friðfinnur Ólafsson (271) 30.5%. - Uppbótarmenn og varamenn Alþýðubandalagsins. Hér fer á eftir skrá yfir upp- bótarþingmenn Alþýðubandalags- ins og varamenn þeirra; ásamt persónulegum atkvæðum eða hlutfallstöluni þeirra hvers um sig: 1. Alfreð Gíslason 2746 2. Karl Guðjónsson (640) 30.9% 3. Finnbogi Rútur Valdimars- son 1361 (20.1%) 4. Gunnar Jóhannsson (403) 29.0% 5. Björn Jónsson 782 (18.9%). Varamenn: 1. Jónas Árnason (351) 16.509% 2. Geir Gunnarsson 511 (16.2%) 3. Guðgeir Jónsson (225) 16.459% 4. Magnús Bjarnason 394 (12.2%) 5. Sólveig Ólafsdóttir (139) 15.7%. Uppbótarmenn og varamenn Sjólfstæðisflokksins. Hér fer á eftir skrá ýfir upp- bótarþingmenn Sjálfstæðisflokks- ins, ásamt persónulegum atkv.- tölum þeirra og hlutfallstölum: 1. Ólafur Björnsson 2821 2. Friðjón Þórðarson (291) 43.8% Varamenn: 1. Jónas Rafnar 1495 (36.1%) 2. Þorvaldur Garðar Kristj- ánsson (413) 43.0%. Vorþing Dmdsmisstúhu Horðurlonds Vorþing Umdæmisstúku Norð urlands var haldið á Akurevri 26 maí síðastliðinn. Umdæmistempl ar Hannes J. Magnússon setti þingið og stjórnaði því. Flutii hann síðan skýrslu um starfsemi Umdæmisstúkunnar á árinu, en Pétur Björnsson skýrði frá reglu- boðun, sem hann hafði fram- kvæmt á Norður- og Norðaustur- landi. Þá fluttu og gjaldkeri og ritari skýrslur. Umdæmisstúkan telur nú liðlega 600 félaga í und- irstúkum og 1659 í barnastúkum. Ólafur Daníelsson klæðskera- meistari var kjörinn umdæmis- templar fyrir næsta ár og með honum í framkvæmdanefnd: Bjarni Halldórsson, Jónína Stein- þórsdóttir, Einar Kristjánsson, Gunnar Lórenzson, Hannes J. Magnússon, Stefán Ág. Kristj- ánsson, Eiríkur Sigurðsson, Har- aldur Magnússon, Guðmundur Magnússon. Mælt var með Jóni Kristinssyni sem umboðsmanni stórtemplars. Samþykktar voru eftirfarandi tillögur frá Regluhagsnefnd: 1. Vorþing Umdæmisstúku Norðurlands 1956, átelur harð- lega þann hátt, sem nú er á hafð- ur um vínveitingar í opinberum veizlum. Beinir þingið eindregið þeim tilmælum til hins opinbera, að hætt verði með öllu vínveiting- um í veizlum þeim, sem haldnar eru á vegum ríkisstjórnarinnar eða forsetaembættisins. 2. Vorþing Umdæmisstúku Norðurlands 1956, átelur það harðlega, að vínveitingar skuli leyfðar á Akureyri, jafn örlátlega og raun her vitni og sérstaklega vítir þingið þær ráðstafanir, að einstökum félögum eða stofnun- um sé veitt vínveitingaleyfi oftar en einu sinni á sama ári, bar s^m slíkt virðist ekki vera í samra’.mi við áfengislögin. 3. Vorþing Umdæmisstúku Norðurlands 1956 beinir þeirri á- skorun til framkv.nefndar sinnar að hún athugi möguleika á reglu- boðun í sambandi við félagsheim- ilið Varðborg, með því að koma þar á kynningarkvöldum, þar sem flutt verði ýmis menningar- leg skemmtiatriði. 4. Vorþing Umdæmisstúku Norðurlands 1956 beinir þeirri á- skorun til Stórstúku íslands, að hún láti ekki undir höfuð leggj- ast að halda ötullega áfram reglu- boðun á Norður- og Austurlandi. Röð uppbótarmanna ó þingi. Uppbótarmenn flokkanna taka sæti á þingi í þessari röð: 1. Alfreð Gíslason 2. Karl Guðjónsson 3. Gylfi Þ. Gíslason 4. Finnbogi Rútur Valdimars- son 5. Benedikt Gröndal 6. Gunnar Jóhannsson 7. Guðmundur í. Guðmunds- son 8. Björn Jónsson 9. Ólafur Bj örnsson 10. Pétur Pétursson 11. Friðjón Þórðarson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.