Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.07.1956, Side 1

Alþýðumaðurinn - 10.07.1956, Side 1
XXVI. árg. Þriðjudagur 10. júlí 1956 26. tbl. Byggingu Snndlaugar Ahureyrar lohið Hiisakynnin hin vönduðustu og veglegustu Siíndlaugarbyggingin ajhent. Lárus Rist í rœðustól. Ljósmynd Gísli Ólajsson. Síðastliðinn laugardag fór fram með viðhöfn afhending sund- laugarbyggingarinnar nýju, en henni er nú fulllokið, og var hún tekin til notkunar á sunnudagirin var. Sérstök húsbyggingarnefnd hefir haft yfirumsjón með bygg- ingunni undanfarin tvö ár, þeir Hermann Stefánsson, fimleika- kennari, Jón G. Sólnes, banka- fulltrúi og Guðmundur Guðlaugs- son framkvstj., og afhenti Jón G. Sólnes bænum mannvirki þetta með ræðu, en Þorsteinn M. Jóns- son, forseti bæjarstjórnar, veitti því móttöku fyrir bæjarins hönd og þakkaði. Þá fluttu einnig ræður og ávörp Þorsteinn Einarsson, í- þróttafulltrúi, Lárus Rist, sund- kennari og Hermann Stefánsson, en Lúðrasveit Akureyrar lék á undan og milli ræðnanna. A eftir var sundsýning, og tók Lárus Rist, hinn aldni sundgarpur, m. a. þátt í henni. Með byggingu Sundlaugar Ak- ureyrar eru skilyrði öll til sund- kennslu og sundiðkana hér stór- lega bætt, svo að annars staðar munu þau vart betri. Ætti því að mega vænta þess, að Akureyr- arbúar létu framvegis ekki hlut sinn liggja eftir gagnvart öðrum bæjum í þeirri íþróttagrein, en svo hefir verið undanfarið, að því er ýmsum hefir þótt. Langt er síðan að bæjarbúum og bæjaryfirvöldum var ljóst, að hér yrði að bæta sundskil- yrði að stórum mun, og fyrsti undirbúningur að þeirri veglegu sundlaugarbyggingu, sem nú er lokið, hófst 1948. Ekki var þó byrjað á sjálfu sundlaugarhúsinu fyrr en 1949, og fyrstu árin mið- aði byggingunni hægt, svo að mörgum þótti hægagangurinn úr hófi, en fjárskortur mun mestu hafa valdið, svo og það, að bygg- ingunni var ekki valin nein á- kveðin framkvæmdastj órn í fyrstu. Var það ekki gert fyrr en fyrir tveim árum, og tók verkinu þá að miða drjúgum betur, enda var þá um leið boðið út skulda- bréfalán til fjáröflunar bygging- unni. Eins og fyrr getur skipuðu hús- bygginganefnd þessa þeir Jón G. Sólnes, Guðmundur Guðlaugsson og Hermann Stefánsson og hafði Hermann eftirlit með framkvæmd byggingarinnar af hálfu nefndar- innar, en framkvæmdarstjórn af hálfu bæjarins annaðist Ásgeir Markússon, bæjarverkfræðingur, en verkstjórn alla þeir Bjarni Rósantsson, múrarameistari, og Oddur Kristjánsson, trésmíða- meistari. Raflögn alla annaðist Ilrólfur Sturlaugsson, rafvirkja- meistari, geymasmíði alla, bæði fyrir hitunarkerfi og hreinsikerfi annaðist vélsmiðjan Atli, en hreinsitæki smíðaði vélsmiðjan Hamar. Sundlaugarhúsið sjálft er um 2730 rúmmetrar að stærð. í kjall- ara er vélarsalur auk kennslusund laugar, sem er 12^2 x 5.85 m. að stærð. Er sundlaug þessi 90 cm. djúp í grynnri enda, en 1,30 m. í þeim dýpri. Öll er lögin flísa- lögð, lýsing hennar í öðrum hlið- arvegg undir vatnsborði og frá- gangur að öllu hinn vandaðasti. í vélasal er hitunarkerfi húss- ins og hreinsi- og hitunarkerfi bæði inni- og útilaugar. Á annarri hæð laugarhússins er svo rúmgott andyri og í því er ^ sölu- og afgreiðslustúka, þar sem laugargestir greiða aðgangseyri ^ og fá lykla að fatageymslum. Þar geta þeir og fengið geymda pen- inga sína, meðan þeir eru í sundi, svo og önnur verðmæti,1 er þeir bera á sér, fengið sund-( skýlur lánaðar og handklæði. Þá eru og á þessari hæð varðstofa sundkennara, búningsklefar karla og böð. Eru búningsklefarnir 2 hópklefar, er taka 58 manns alls, en auk þess eru 5 eins manns klef- ar, Hver gestur sinn skáp til geymslu fyrir föt sín, meðan hann er í sundi. Tréinnréttingu búningsklefa hefir húsgagnaverk- stæðið Valbjörk annast. A efstu hæð eru svo gufubað- stofa og búningsklefar kvenna og böð. Er frágangur og stærð bún- ingsklefa þar að öllu hinn sami og á miðhæð. Vestan við sundlaugarhúsið er svo útisundlaugin og er gengið út í hana úr böðunum. Allur frágangur byggingar þess-' arar og innrétting er hið vandað- asta, að því er séð verður, og bæ og byggjendum til virðingar og vegsauka í hvívetna. Er hér vissulega merkum á- fanga náð og vonandi, að árang- urinn sýni sig brátt í aukinni sundkunnáttu bæjarbúa. Sérstök ástæða er líka til að gleðjast yfir því, að nú loks hefir Ólafi Magn- ússyni, sundkennara, sem kennt hefir hér sund til fjölda ára af óbugandi þrautseigju og dugnaði, verið sköpuð samboðin starfs- skilyrði. Fulltrúar Sósíalistaflokksins í bæjarstjórn kusu Jónas G. Rafnar í Laxárvirkjunarstjórn með Sjálfstæðismönnum Parhdrengelioret í næstu viku er væntanlegur hingað til bæjarins drengjakór K.U.F.M. í Kaupmannahöfn, Pork drengekoret, og mun hann halda tvær söngskemmtanir í Samkomu húsinu, mánudags- og fimmtu- dagskvöld, auk kirkjutónleika í Akureyrarkirkju á þriðjudags- kvöld. Á söngskemmtunum í Sam- komuhúsinu verða auk kórsöngs önnur skemmtiatriði svo sem stuttur leikþáttur og skopstæling á hnefaleikum. Kór dönsku drengjanna er tal- inn prýðisgóður og mun marga fýsa að njóta þess að hlýða á hann í þessari heimsókn hingað. -------------□----- Eins og Alþýðumaðurinn gat um rétt fyrir alþingiskosningarn- ar, samþykktu fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins og Sósíalistaflokksins í bæjarstjórn Akureyrar — en þeir eru 6 samtals af 11 fulltrúum — að fresta kjöri þriggja manna af hálfu bæjarins í Laxárvirkjun- arstjórn. Ástæða fyrir frestuninni var engin tilfærð og frestur óá- kveðinn. Alþýðumaðurinri gat þess til, að seta í Laxárvirkjunarstjórn ætti að verða huggunarbiti Jón- asi G. Rafnar, ef hann félli í al- þingiskosningunum, OG REYND- IST ÞETTA RÉTT TIL GETIÐ. Síðastliðinn þriðjudag var bæjar- stjórnarfundur, hinn fyrsti eftir kosningarnar, og reyndist nú ekkert til fyrirstöðu af hálfu Sjálfstæðismanna og Sósíalista að kjósa í Laxárvirkjunarstjórn. Kúsu fulltrúar Sjálfstæðismanna og Sósíalista saman þá Stein Steinsen og Jónas G. Rafnar í stjórnina, en þriðji maður var kösinn Þorsteinn Stefánsson, bæj- arritari, af fulltrúum hinna flokk- anna. Raforkumálaráðherra skipar svo 2 menn af hálfu ríkisins í Laxárvirkjunarstjórn, og er Al- þýðumanninum ekki kunnugt, hvort búið er að því, en fulltrúar ríkisins hafa verið þeir Jakob Frímannsson og Indriði Helga- son. Hafi raforkumálaráðherra, Steingrímur Steinþórsson, skipað fulltrúa ríkisins í Laxárvirkjunar- stjórn áður en bærinn kaus sína, er sennilegt, að hann hafi skipað þá sömu áfram. Hafa þá Sjálf- stæðismenn hreinan meirihluta í Laxárvirkjunarstjórn — með til- styrk Sósíalista, fulltrúa Samein- ingarflokks alþýðu! Hafi raforkumálaráðherra hins vegar ekki lokið útnefningu á fulltrúum ríkisins, er hann fréttir úrslit kosningarinnar hér á stjórnarnefndarmönnunum, má eins vel búazt við, að hann telji óheppilegt að veita Sjálfstæðis- flokknum meirihlutavaldið þar. Kynni þá svo að fara, að allt bröltið við að troða „huggunar- bitanum" upp á Jónas yrði til þess eins að tefla Indriða Helga- syni, sem óneitanlega hefir drjúg- um meiri þekkingu á rafurmagns- málum en Jónas, út úr Laxár- virkjunarstjórn, en allt hvað verður, er þó gerðin söm. Margir velta því nú fyrir sér, hvað „Sósíalistarnir“ fái fyrir hjálpina. En öðrum finnst þetta einstaklega gott sýnishorn af heil- indum „Sósíalista“ í „vinstra samstarfi“ og sérstaklega góður undirbúningur undir þátttöku þeirra í vinstri stjórn, sem þeir kveðast vilja vinna að „eftir beztu getu“ að komist á! *„ 4000 MÁL SÍLDAR í KROSSANES í gær hafði Krossanesverk- smiðjan tekið á móti um 4 þús. málum síldar, eða um 1300 mál smásíldar, aðallega frá nótabrúki Gests Pálssonar og Sveins Svein- björnssonar, 273 málum frá Súl- unni, 440 frá Snæfelli og um 2000 frá Jörundi. Kom hann inn í gær. Af Jörundi hefir verið saltað í 500 tn. í Hrísey. Nýlega veitti fylkisstjóri Michiganfylkis í Bandaríkjunum erlend- um námsmönnum frá 77 löndum og nám stunda við 23 mismunandi skóla og fyrirtœki í fylkinu, opinbera móttöku í höfuðborg fylkisins, Lansing. — Á mynd þeirri, er hér birtist, sést fylkisstjórinn heilsa Jóni G. Albertssyni, en hann hefir undanfarið stundað nám í véla- verkfrœði við ríkisháskóla Michiganfylkis og mun Ijúka þaðan námi að ári. — Jón G. Albertsson er sonur Alberts Sölvasonar, járnsmiða- meistara, hér á Akureyri, og Karolínu Gísladóttur konu lians.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.