Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.08.1956, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 14.08.1956, Blaðsíða 1
XXVI. árg. Þriðjudagur 14. ágúst 1956 28. tbl. Undirréttardómur í prófmóii: Flugfélag blands dæmt til 11 greik tkbji Carðars Þorsteins- sonar 101 þús. hr. tator Staðfesti Hæstiréttur dóminn, munu aðstandendur hinna 21 farþega, er fórust með Dakotaflugvél F. í. í Hestfjalli 1947, eiga rétt ó tilsvarandi bótum. Samkvæmt írásögn Alþýðu- blaðsins síðastliðinn laugardag liefir fyrir nokkru verið kveðinn upp dómur í bæjarþingi Reykja- víkur í máli Önnu Pálsdóttur, ekkju Garðars Þorsteinssonar, íyrrum alþingismanns, gegn Flug- félagi fslands. En svo sem mörg- um er í fersku minni, var Garðar einn þeirra, er fórst í flugslysinu í Héðinsfirði 23. maí 1947, er Douglasvélin TF-ISI rakst á Hest- fjall með þeim afleiðingum, að allir í henni biðu bana, 21 far- þegi og 4 manna áhöfn. Var vélin á leið hingað til Akureyrar frá Reykj avík. Krafa um 800 þús. kr. Stefnandi, Anna Pálsdóttir, krafðist 836 þús. kr. skaðabóta með 6% ársvöxtum frá 29. maí 1947. Kröfur sínar reisti stefn- andi á þremur eftirfarandi höfuð- atriðum: 1) Óforsvaranlegt liafi verið að hefja flugferðina vegna veð- urs. 2) Flugvélinni hafi verið flogið aUtof lágt við Siglunes. 3) Ekki hafi verið flugveður við Siglunes, er flugvélin kom þangað, og flugstjóranum hafi því borið að snúa við. Takmörkuð skaðabótaskylda? Gagnrök stefnda eru í stórum dráttum þessi: 1) Ósannað sé, að stefndi eða starfsmenn þcss hafi átt sök á slysinu og samkvœmt gildandi skaðabótareglum verði skaða- bótaskylda því aðeins lögð á stefnda, að það eða starfs- menn þess eigi sök á slysinu. 2) Bœtur megi ekki fara fram úr 100 þús. kr. í heild, er deilist síðan niður á alla farþega. 3) Keypt hafi verið 30.000 kr. trygging handa hverjum far- þega og tryggingafjárhœðina hafi aðstandendur fengið greidda svo að félagið hafi nú þegar greitt hœrri bœtur en unnt sé að krefja það um sam- kvœmt loftferðalögum. Óvarlegt að fljúga vegna veðurs fyrir norðan. Álit hinna flugfróðu samdóm- enda var á þá leið, að eigi hafi verið óvarlegt að hefja flugferð- ina veðurs vegna. Ekki telja þeir flughæðina yfir Siglunesi heldur svo lága, að óvarlegt hafi verið. Hins vegar segja þeir, að þegar haft sé í huga, annars vegar hvar flak flugvélarinnar fannst og hins vegar, að veðurskil- yrði voru slæm orðin, er flogið var austur með Siglunesi og fóru versnandi, þá bendi allar líkur til þess, að flugmaðurinn hafi ekki vitað, hvar hann fór, eða snúið of seint til hafs. Með skírskotun tU þess verði ekki talið, að af hálfu stefnda hafi verið gert sennilegt, að nœgi- legrar varkárni hafi verið g/ett af þeim starfsmönnum hans, sem hér áttu hlut að máli. Sam- kvœmt því beri að leggja stefnda fébótaábyrgð á tjóni því, sem stefnendur biðu við tjónið. Úrelt ókvæði. Næst kom til álita sú vamará- stæða stefnda, að takmarka bæri bótaábyrgðina. Samkv. lögum um loftferðir frá 1929 virðist hámark skaðabótafjárhæðar 100 þús. og miðað við alla, en ekki hvern tjónþola. Hins vegar voru lög þessi sett, er flugsamgöngur voru í bernsku hér og sjaldnast fleiri en 2—3 farþegar í flugvél. Álíti dómendur því eðlilegt að skoða ákvæðið um 100 þús. kr. hámark sem úrelt orðið. Með samanburði við ákvæði um þetta efni á Norð- urlöndum komust dómendur að þeirri niðurstöðu, að miða bæri í þessu tilfelli við alþjóðasamning þann, er gerður var í Varsjá 1929 og lögtekinn var hér 25. maí 1949. Verður hámark bóta á hvern farþega samkvæmt þeim samningi ísl. kr. 135.038.92. Tjón stefnanda mun meira. Staðreynt var að lokum, hvort tjón stefnanda við fráfall Garð- KAUPFELAG VERKAMANNA OPNAR KJÖRBÚÐ í lok síðasta mánaðar opnaði Kaupfélag verkamanna Akureyr- ar kjörbúð í Strandgötu 9, þar sem matvörudeild þess hefir ver- ið um langt skeið. Hafa verið gerðar gagngerðar breytingar á húsnæði búðarinnar og allri inn- réttingu, og önnuðust það verk þeir Stefán Þórarinsson og Kristj án Stef ánsson, húsgagna- smíðameistarar, en málningu Haraldur Oddsson, málarameist- ari, og raflýsingu Gústav Jónas- son, rafvirkjameistari. Allur frágangur hinnar nýju búðar er hinn smekklegasti. Hefir hún á boðstólum alls konar mat- vöru, leirvörur, búsáhöld o. fl. o. fl., en auk þess sem viðskiptavin- irnir geta afgreitt sig þar sjálfir, annast búðin sem fyrr verzlun gegnum síma við þá og sendir vörur heim. Er hún þannig hvort tveggja í senn kjörbúð og sím- búð. Deildarstjóri er Kolbeinn Helga son, sem undanfarin ár hefir ver ið deildarstjóri matvörudeildar K. V. A. MISTÖK við síldarbræðsluna ó Raufarhöfn Fréttir frá Raufarhöfn herma, að skilja verði upp allt síldarlýsi, sem framleitt hafi verið í verk- smiðjunni þar í sumar. Ekki fylg- ir fréttunum, hvað valdi þessum framleiðslugalla, en vitað sé, að tjónið sé gífurlegt. ars heitins Þorsteinssonar hefði numið fyrrnefndri upphæð og kom í Ijós að svo var. Sundurlið- uðu stefnendur kröfu sína þann- ig: 1. Dánarbætur kr. 636.735.00. 2. Bætur fyrir röskun á stöðu og högum kr. 200.000.00. Samtals kr. 836.753.00. Leiddi rannsókn í Ijós, að þetta var sízt of hátt á- ætlað. Úrslit mólsins. Úrslit málsins urðu þá á þessa leið: Stefndi verður dæmdur til þess að greiða stefnanda kr. 105.038.92 (135.038 - 30.000 kr. tryggingarfé) með 6% ársvöxt- um, sem reiknast frá 17. desem- ber 1948, en vextir frá fyrri tíma voru fyrndir, er málið var höfð- að 17. des. 1952. Eftir þessum málalokum ber að dæma stefnda til þess að greiða stefnanda máls- kostnað, sem þykir hæfilega á- kveðinn kr. 25.000. Er þá haft í huga, að beinn útlagður kostnað- Framhald á 3. síðu. Koupðjaldsvísitaloii Mkir n (stig fra I. september a.k. Tímakaup akureyrskra verkamanna hækkar um 62 aura 1. september. Kaupgjaldið verður reiknað út með vísitölunni 184 mánuðina sept- ember—nóvember næstkomandi. Samkvæmt því hækkar tímakaup verkamanna hér miðað við dagvinnu úr kr. 18.28 í kr. 18.90 eða um 0.62 aura. Kaupgjaldsnefnd hefir reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík hinn 1. ágúst síðastlið- inn og reyndist hún vera 186 stig. Ennfremur hefir kaupgjalds- nefnd reiknað út kaupgj aldsvísi- tölu fyrir mánuðina september— nóvember þessa árs, með tilliti til ákvæða 2. gr. laga nr. 111, 1954, og reyndist hún vera 174 stig. Samkvæmt gildandi samning- um skal 10 stigum bætt við kaup- gj aldsvísitöluna og kaup reiknast samkvæmt þeirri vísitölu. Kaup í september—nóvember verður því reiknað út með vísitölunni 184. Núgildandi kaupgj aldsvísitala er 168 eða 178 að viðbættum 10 stigum. Er því hér um 6 stiga hækkun að ræða á kaupgjalds- vísitölunni. Flutningatæki fyrir 37,3 millj. kr. í júnímánuði Alls hafa verið flutt inn flufningatæki fyrir 62.3 millj. á órinu, þar af 14 millj. bifreiðir eða meira en nokkru öðru. Samkvæmt nýútkomnum Hagtíðindum voru flutt inn flutningatæki fyrir 37.3 millj. kr. í júnímánuði. Þar af voru bifreiðir fyrir 1.2 milljónir kr. Er enginn önnur vörutegund flutt inn fyrir svo mikið verðmæti. Á fyrra árshelmingi þessa árs hafa verið flutt inn flutn- ingatæki fyrir 62.3 milljónir, þar af bifreiðir fyrir 14 milljónir. Bifreiðainnflutningur er mun minni það sem af er þessu ári en í fyrra. Á fyrra árshehningi þessa árs hafa verið fluttar inn bifreiðir fyrir rúmar 14 milljónir eins og fyrr segir, en á sama tíma í fyrra voru fluttar inn bifreiðir fyrir 41.8 milljónir. í júní 1956 hafa verið fluttar inn bifreiðir fyrir 1.2 milljónir, en á sama thna í fyrra fyrir 10.3 milljónir. Næst koma vélar. Næsthæsti flokkurinn að verð- mæti er vélar, aðrar en rafmagns- vörur. Voru þær fluttar inn fyrir 14.4 milljónir í júnímánuði, en alls hafa þær verið fluttar inn fyr- Ufsiiin tekinn á 60 kr. málið Sum síldveiðiskipin hafa veitt nokkuð af ufsa síðan síldina þraut, og er sagt mikið af honum fyrir norðurströndinni. Til dæm- is fékk Fagriklettur í sl. viku 1000 mál af ufsa við Grímsey, og var því magni landað á Hjalteyri til bræðslu. Verð á ufsanum í bræðslu hef- ir verið ákveðið kr. 60.00 málið, að því er Alþýðumaðurinn hefir fregnað. ir 50.6 milljónir á fyrri árshelm- ingi þessa árs. Eldsneyti, smurningsolíur og skyld efni voru flutt inn fyrir rúmar 8 milljónir í júní, ódýrir málmar fyrir 7.5 millj., málmar fyrir 5.4 millj. kr., korn- og korn- vörur fyrir 3.8 millj., rafmagns- vélar og áhöld fyrir 4.6 millj., vörur úr ómáhnkenndum jarð- efnum fyrir 5 millj. og trjá- og korkvörur fyrir 4.5 millj. Alls nemur innflutningurinn í júní 135.3 millj., en á árshelmingnum nemur hann 595.4 millj. Útflutn- ingur á sama tíma nemur 459.2 millj. kr., svo að vöruskipta- jöfnuðurinn er óhagstæður uro 136.1 millj. HRAUNDRANGI KLIF- INN í FYRSTA SINN Þrír fjallagarpar klifu Hraun- dranga í Öxnadal fyrra sunnu- dag. Þeir, sem afrek þetta unnu, voru: Finnur- Eyjólfsson og Sig- urður Waage, báðir úr Reykja- vík, og Bandaríkjamaðurinn Ni- kulás Clinch. Aðstoðarmenn voru skátarnir Tryggvi Þorsteinsson, skátaforingi, Ingólfur Ármanns- son, Haukur Viktorsson og Þrá- inn Karlsson, allir frá Akureyri. Útbúnaður til fjallgöngunnar var hinn bezti.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.