Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 13.11.1956, Side 1

Alþýðumaðurinn - 13.11.1956, Side 1
XXVI. árg. Þriöjudagur 13. nóvember 1956 35. tbl. Sundmót M.A. og Akureyringa s.l. sunnudag Sunnudaginn 11. nóv. fór fram bér á Akureyri fjölmennasta sund mót, sem haldið hefir verið hér í hæ. Keppendur voru frá íþrótta- félagi Menntaskólans og frá Ak- uteyrarfélögunum. Keppt var í einstaklingasundum og tveim boð sundum, 10 x 40 m. boðsundi kvenna og 50 x 40 m. boðsundi | karla, en sökum forfalla á síðustu stundu urðu keppendur ekki nema 45 frá hvorum aðila. Mótstjóri og kynnir var Hermann Stefánsson, íþróttakennari, yfirtímavörður | Haraldur Sigurðsson, sýsluskrif- ari, og ræsir mótsins Ólafur Magnússon, sundkenriari. Mótið gekk mjög greiðlega og fór hið bezta fram. Áhorfendur voru margir og virðist áhugi fyrir sundi vera mjög mikill nú í bæn- um. Ágóði af sundmótinu rennur til að reisa stökkbretti við Sund- laug Akureyrar. Helztu úrslit: 50 m. skriðsund kvenna: Sjöfn Sigurbjömsdóttir MA 36,6 sek. Guðný Þórisdóttir MA 40,6 — Sólveig S. Guðbjörnsdóttir Ak. 41,6 — 50 m. skriðsund telpna: Rósa Pálsdóttir Ak. 40,1 sek. Þórey Káradóttir Ak. 40,3 — Helga Haraldsdóttir Ak. 40,6 — 50 m. skriðsund drengja: Gissur Helgason MA 34,9 sek. Hákon Eiríksson Ak. 35,4 — Eivar Valdimarsson Ak. 37,0 — 100 m. skriðsund karla: Vernharður Jónsson Ak. 1,12,1 mín. Guðm. Gústavsson MA 1,17,0 — Þorsteinn Áskelsson Ak. 1,20,0 — 100 m. bringusund karla: Áskell Egilsson Ak. 1,26,8 mín. Þorsteinn Áskelsson Ak. 1,29,2 — Kristinn Arnþórsson MA 1,30,4 — 50 m. bringusund kvenna: Kristín Halldórsdóttir MA 46,1 sek. Ástliildur Kjartansdóttir MA 47,2 — Sólveig Guðbjörnsdóttir. Ak. 48,0 — 50 m. bringusund telpna: Jónína Pálsdóttir Ak. 46,4 sek. Súsanna Möller Ak. 49,8 — Margrét Guðmundsdóttir MA 50,0 — 50 m. bringusund drengja: Þorvaldur G. Einarsson MA 41,3 sek. Elvar Valdimarsson Ak. 42,5 — Ilreinn Pálsson Ak. 43,0 — 10 x 40 m. boðsund kvenna: Sveit Ak. 5,58,6 mín. Sveit MA 6,08,7 — 45 x 40 boðsund karla: Sveit MA 22,25,5 mín. Sveit Ak. 23,04,5 — lítill drengur hrapar í bíl niíur i Shjdlfundafljitsgljðfur ^að slys varð við Fosshól sl. Iaugardagskvöld, að sex ára drengur höfuðkúpubrotnaði, er jeppabifreið hrapaði með hann í Skjálfandafljótsgljúfur rétt sunnan við fljótsbrúna. Steyptist bíllinn með drenginn um 10 m. fall, en skorðaðist síðan á hjól- unum í urð rétt niður við fljótið sjálft. Er talið undravert, að litli drengurinn skyldi sleppa lífs úr því heljarstökki. Nánari atvik voru þau, að verið var að koma með litla drenginn, Pál Þorlák Pálsson, son Páls H. Jónssonar, kennara á Laugum, og Rannveigar Krist- jánsdóttur, konu hans, úr Fremstafelli í Kinn í veg fyrir áætlunarbifreið frá Akureyri. Voru foreldrar drengsins að koma með áætlunarbílnum og ætluðu að taka hann með sér heim frá Fosshóli, en afi drengs ins og móðurbróðir komu með hann í jeppabifreiðinni. Oku- maðurinn skildi við jeppann norðan undir húsinu á Fosshóli, en þar er hlað nær lárétt, en mun þó aðeins halla til fljótsins. Gekk ökumaður inn á Fosshóli, en afi drengsins og drengurinn biðu í bílnum og snéri hann frá fljótinu. Skipti það engum tog- um, að jeppinn tók að renna afturábak niður að árgljúfrun- um, sem eru þarna örskammt undan. Gat afi litla drengsins kastað sér út úr bílnum rétt áð- ur en hann steyptist í gljúfrið, en hafði ekkert svigrúm til að grípa drenginn. Féll drengurinn þ«ví með bílnum í gljúfrið með þeim afleiðingum, sem fyrr get- ur. Hægt er að komast , þarna niður í Gljúfrið rétt til hliðar við slysstaðinn og náðist litli drengurinn strax. Reyndist hann rr.ikið meiddur á höfði, en þó með meðvitund. Var hann flutt- ui þegar á laugardagskvöldið hingað á sjúkrahúsið og gert að meiðslum hans, sem reyndist alvarlegt höfuðkúpubrot. Gerist áskrifendur að Alþýðumanninum. <ooaoftoooooooaooo»ooooo», Eisenhower endarhosinn forseti Bandaríhjonnfl Demókratar auka meiri- hluta sinn í báðum deildum. Þau urðu úrslit forsetakosning- ar.na í Bandaríkjunum 6. nóvem- ber síðastliðinn, að Eisenhower forseti var endurkosinn og sigr- aði nú andstæðing sinn, Stewen- son, með meiri atkvæðamun en 1952. Hlaut hann rúmlega 31 milljón atkvæða, en Stewenson tæpar 23 milljónir. Hins vegar unnu Demókratar nokkuð á við kosningar til sam- bandsþingsins, er fram fóru einn- ig sama daginn, þannig að þeir hafa nú 4 atkvæða meirihluta í öldungadeildinni fram yfir Repu- blikana, en 31 atkvæða meirihluta í fulltrúadeild í stað 29 áður. Það virðist samróma álit í Bandaríkjunum og utan þeirra, að Eisenhower hafi sigrað í for- setakjörinu fyrst og fremst á per- sónulegum vinsældum sínum. ___*____ ELDUR LAUS í FJALLFOSSI Aðfaranótt síðastliðins laugar- dags varð eldur laus í vélarrúmi Fjallfoss, er þá lá hér við bryggju. Urðu nokkrar skemmdir af reyk og hita, en annars gekk slökkvi- starf fljótt með slökkvitækjum skipsins. Slökkvilið Akureyrar aðstoðaði einnig, einkum með því að dæla vatni á þilfar, er hitnaði mjög frá eldinum. Samkvæmt upplýsingum vél- stjóra skipsins í sjódómi á laug- ardaginn virðist hafa kviknað út frá raflögn að olíuhitara. Sjódómurinn tilnefndi þá Al- bert Sölvason, j árnsmíðameistara og Benedikt Ólafsson, málara- meistara, til að meta skemmdirn- ai vegna tryggingabóta. ___ Gagnfræðaskóli Húsavík- ur minnist 50 ára starfs- afmælis. Síðastliðinn sunnudag minntist Gagnfræðaskóli Húsavíkur þess roeð virðulegu samsæti, að nú eru 50 ár liðin síðan unglingaskóli Benedikts Björnssonar, kennara á Húsavík hóf starfsemi sína þar, en Gagnfræðaskóli Húsavíkur hefir þróazt af þeim skóla. ____ Góður afli á Húsavík Samkvæmt viðtali við Húsavík sl sunnudag er þar góður afli, þegar gefur á sjó. Afla bátarnir um 2—5 tonn í róðri, og upp í 5 tonn stærri bátar. Henry Cabot Lodge, fastafulltrúi U.S.A. hjá S. Þ. er oft nejndur í fréttum þessa dagana í sambandi við Egyptalands- og Ungverjalandsmálin. Hér sést hann (til hœgri) rœða við Ilarold E. Stassen, einn af foryystumönnum Republikana. Framferði Rússa í Ungverja- landi fordæmt á fjölmennum borgarafundi í Nýja Bíó Að forgöngu stjórnar Stúd- endafélags Akureyrar var haldinn almennur borgarafundur síðast- liðið fimmtudagskvöld í Nýja Bíó hér í bæ. Húsfyllir var. Ræðu- menn voru Jóhann Frímann, skólastjóri, séra Sigurður Einars- son og Þórarinn Björnsson, skólameistari. Fundarstjóri var Gísli Jónsson, menntaskólakenn- ari, en Kristján Jónsson, bæjar- fógetafulltrúi, formaður Stúd- entafélagsins, setti fundinn og lýsti tilgangi hans. Eftirfarandi ályktun var sam- þvkkt á fundinum, borin fram af Jóhanni Frímann, Kristjáni Jóns- svni og Þórarni Björnssyni: aEe etaoin shrdluu etaoiim „Almennur fundur í Nýja Bíói, Akureyri, haldinn 8. nóv. 1956 a3 fiumkvæði Stúdentafélagsins ó Ak- urcyri, lýsir yfir samúð og stuðningi við allar þjóðir, er sæta ofbeldi og kúgun og berjast fyrir frelsi sinu og sjólfstæði. Fundurinn vottar ungversku þjóð- inni sérstaklega djúpa samúð sína, oodóun og virðingu í hetjulegri bar- óttu hennar gegn hinu rússneska storvcldi, sem með dæmafórri grimmd hefir fótum troðið mannréttindi henn- cr og leitast nú við með vopnavaldi að þröngvo henni til fylgis við stjórn- skipulag, sem andstætt cr vilja henn- Bardagar úti á Súeseiði — Uogierjar yfirbug'aðir Eins og flestum er kunnugt af úlvarpsfréttum, féllust Bretar, Frakkar og ísraelsmenn á það að tilmælum og fyrirskipan S. Þ. að hætta bardögum við Egypta á I Súeseiði og flytja heri sína þar á Ibrott, gegn því að lögreglulið frá SÞ tæki við gæzlu Súesskurðar og sæi um að öllum þjóðum væru siglingar frjálsar um hann. Enda þótt bardögum væri hætt, eftir að árásaraðilarnir gáfu þessa yfirlýsingu, hefir verið nokkuð á huldu um afstöðu Egypta til lögregluliðsins. í gær hermdu þó fregnir frá bækistöðv- um SÞ að samþykki Egypta lægi nú fyrir, en hins vegar segðust þeir taka við sjálfboðaliðum frá Rússum og Kínverjum — en þeir virðast í boði — ef árásaraðilar livrfu ekki á brott með heri sína, undir eins og lögregluliðið kæmi. í Ungverjalandi er allt daprara umhorfs. Rússar sinna þar í engu tilmælum SÞ að fara brott úr landinu með her sinn, heldur liafa nú brotið frelsisuppreisn landsmanna að mestu niður, enda þótt dreifðir flokkar og skærulið- ar berjist enn. Allt er þó næsta óvíst um viðhorf mála í Ungverja landi enn, því að síðustu fréttir herma, að Kadarstj órnin ráði þar ekki neitt við neitt, þrátt fyrir bakstuðning Rússa. Var að heyra á fréttum í gær, að nú væri tekið á nýjan leik að leita eftir stjórn- arforystu Nagys, sem hrakinn var frá völdum fyrir röskri viku að undirlagi Rússa.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.