Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 13.11.1956, Síða 2

Alþýðumaðurinn - 13.11.1956, Síða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN ÞriSjudagur 13. nóvember 1956 ALÞÝÐUMAÐURINN Úigefandi: Alþýðuflokksjélag Akureyrar Ritstjóri: BRAGI SIGURJÓNSSON Bjarkarstíg 7. Sími 1604. VerS kr. 40.00 á ári. Lausasala kr. 1,00 blaðið. Prentsm. Björns Jónssonar h.f. Samúð og stjórnmál Nóvember sá, sem nú er lið- inn nær að hálfu, hefir fært heiminum stórfréttir daglega að höndum um atburðina í Ung- verjalandi og Egyptalandi og viðbrögð hinna ýmsu þjóða við þeim. Fyrra mánudag birti ríkis- stjóm íslands í útvarpinu álykt- ur., er hún hafði þá um daginn gengið frá til að lýsa viðhorfi sínu við Ungverjalands- og Lgvptalandsmálunum, og mun það samróma álit óvilhallra manna, að ríkisstjórnin hafi um leið túlkað viðhorf ísl. þjóðar- innar til þeirra mála: hún for- dæmdi og fordæmir ofbeldið í Ungverjalandi og Egyptalandi. Samt sem áður er erfitt að verjast þeim grun, að hjá sum- um einstaklingum þjóðarinnar biandist samúðin annarlegum kenndum, pólitískum viðhorfum í utanríkis- og innanríkismálum, og hefir þetta orðið til þess, að samúðin, sem engin vafi er á, að allur þorri íslendinga ber í brjósti til þeirra, sem nú þola árásir og ofbeldi, hefir fengið á sig nokkurn keim hræsni og yíirdrepsskapar, og er slíkt sorg legt og ber vott um ómenningu. Þannig fannst þeim, er þetta ritar, að borgarafundurinn hér sl. fimmtudag, tapaði mjög gildi sír.u sem samúðarfundur, sökum þess að málflytjendur lögðu meiri skoðanaþunga en samúð- arþunga í ræður sínar. Þá er á allra vitorði, að líkur fundur í Reykjavík varð tii leið- inda, af því að sumir ræðumenn gátu ekki haldið sér við málefn- ið. Ekki fer það heldur framhjá neinum, sem opin hefir augu, að miög er þess freistað af ríklund- uðum pólitískum aðilum að fiétta saman samúðina með Ungverjum við andúðina á al- þjóða-kommúnismanum, en síð- r.n tengja setu núverandi ríkis- stjórnar hér á landi við þá sam- fléttu, og' er þá auðsjáanlega reynt að virkja samúð og andúð í pólitísku augnamiði. Loks eru varnarmálin dregin inn á þetta tilfinningasvið og úr öllu reynt að gera þann nornaseyð, er sjóði yfir. Á hinu leitinu sér svo til þeirra, sem átt liafa pólitíska forsjá sína hjá Sovétríkjunum. Samúð þeirra með Ungverjum er blönduð vonbrigðum og sár- indum yfir týndri pólitískri paradís, og þeim verður flestum Halldór Kiljan Laxness: 7. nóvember 1956 Á þeim dögum fyrir þrjátíu og níu árum sem rússneska byltingin var að gerast, veittist mörgum manni erfitt að átta sig á því að þar hafði þróun heimssögunnar lekið stökk; og jafnvel enn lakar að þetta stökk væri óafturkalian- legt; að hjóli framvindunnar hefði veriÖ snúið með gagngerð- um hætti af heimsskapandi afli. Það var eitt til merkis um hverjar vonir menn gerðu sér um að hægt væri að snúa öliu við aftur, að slórveldin einsog þau lögðu sig sendu heri inn í Rússland tii bar- daga í þeirri von að hægt væri að snúa hinu únga verklýðsveldi frá villu síns vegar. En þá kom í ljós að það afi var ekki til sem væri umkomið að snúa heimsvélinni aftur í hið sama far og áður var. Sú mergð samstæðra öreiga sem gert hafði byltínguna var of mik- il> og það landrými sem þessir ör- eigar sátu var of stórt, til þess hægt væri að sigrast á verklýðs- ríkinu með leiðaUngrum utanfrá, auk þess sem samúð öreiga um gervallan / heim, svo og mikill liiuti af almenníngsáliti hins mentaða heims var í ofnánum teingslum við verklýðsbyltínguna ti! þess að öfl byltíngunni mót- (Alþýðumaðurinn leyfir sér að birta hér meðfylgjandi grein H. K. Laxness, birta 7. nóv. sl. i Þjóðviljanum. Grein- in ber um margt vott drjúgum meiri andlegri karlmennsku en vér eigum að venjast nú um sinn í opinberu pólitísku iífi og er því sannarlega hollt umhugs- ur.arefni fjölda manns, þótt ekki sé tek- ið undir allt í greininni og höfundur eigi eftir að sýna í verki, það sem hann segir með orðum. — Leturbr. eru Aiþýðumannsins.) fyrir hið mannlega -— en ekki síórmannlega — að verja und- anhald sitt með reykskýjum á- róðursins: Ekki haga Bretar og Frakkar sér betur í Egypta- landi! Eins og það sé einhver afsök- urx fyrir Rússa að fótumtroöa Ungverja! Þó er sjálfsagt að benda rækilega á það, að nú í fyrsta skipti í sögu Kommúnistaflokks fslands, og síðar Sósialista- flokksins, andmæla forystumenn hans framkomu Rússa. Þetta eru úl af fyrir sig stór tíðindi í ísl. stjórnmálasögu. Ýmsir benda á, að mótmælin séu borin fram í nafni Alþýðu- bandalagsins, en ekki Sósialista- flokksins, en þar er mjótt á milli og áreiðanlega innangengt, er.da skrif Þjókðviljans í sama dúr. Eftir er að vísu að sjá, hve stöðugur flokkurinn verður á þessari sjálfstæðu línu sinni. En jafnvel það eitt, að hafa einu sinni risið upp gegn föðurflokki sínurn — enda þótt kannske verði skammvinnt — er þó at- hvglisverður viöburöur. En þótt við fylgjumst vöku- skyggnum augum með þessum samslungnu viðbrögðum sam- úðar og andúöar til beggja hliða við okkur, skulum við ekki fara of hörðum orðum um þau. Samúðin er áreiðanlega fvrir hendi hjá báðum aðilum með hinurn þjáðu og undirok- uðu, en það er réttmætt og sjáif- sagt að minna þá á að láta hana í ljós á virðulegan hátt og beita henni ekki fyrir annariega vagna. stæð feingju nokkru umþokað rneö íhlutun. Einsog gefur að skilja átti byltíngin sterkri and- slöðu að mæta í flestum heims- ríkjum, bæði vísa féndur og vél- endur. En einsog ég sagði, sá var hvergi til sem ætti við hana full- komið sakarafl, og dugði ekki þó sundurleitustu öfl væru sameinuð í þeim tilgángi. Raunskygnir menn um heim allan sáu að hér var sú óafturkallanleg staöreynd orðin, að rökum heimsþróunar- irnar, sem ekki varð umflúin; veiklýðsbyltíngin var komin al- komin inn í heiminn. Slíkir menn, og þeir voru sem betur fer ekki fáir, sáu að það var nær stefnu tímans að milda þetta heimsafl með vináttu, helduren berjast gegn því í heimskri miskunnar- lausri blindni. Hinir voru og ófá- ir sem ekki gátu sætt sig við þetta afl í tímanum, neituðu að viðurkenna þær staðreyndir sem orðnar voru með októberbyltíng- unni. Margir slíkir menn, eða hópar manna lentu oft, helsti oft, á þeirri ógæfubraut, stundum áð- ur en þeir vissu, að gerast hvata- menn styrjalda, jafnvel opinberir áióðursmenn og skipuleggjarar heimsstyrjalda, og gerðu iðulega samband við meira eða minna kolbrjáiaða stj órnmálamenn sem ekki höfðu annaÖ takmark en drepa fólk einhvernveginn hvar sem til næði á jörðunni. Því væru hlutirnir skoöaöir ofaní kjölinn, þá gat ekkert vægara meðal en heimsstyrjöld komið til greina að lækna þá meinsemd sem lítt raun-1 skygnum afturhaldsmönnum þótti; hinn byltíngasinnaði sósíalismi vera orðinn í heiminum. Þau valdasamtök stjórnmála sem ekki viðurkenna þá óafturkallanlegu slaðreynd sem gerst hefur í októ- berbyltíngunni, en heimta að hjólinu sé snúiÖ við, geta ekki vænt sér annarrar umbunar af erfiði sínu en algerða styrjöld um þveran og endilángan heim; það þýðir á vorum dögum útþurkun mannkyns eða jafnvel gereyðíng þessarar plánetu að lífi. Menn verða að læra að búa við afieið- íngar októberbyltíngarinnar, hvort þeim þykir betur eða ver, því hún er partur af rúmi og tíma sem við lifum í. Með raunsærri stjórnarstefnu og vinsamlegum menníngarsamskiftum við lönd og ríki byltíngarinnar er hægt að diaga úr tilgángslausum ærslum og óþörfum vopnaburði í heimin- um; en grundvallaratriöi sósíal- ismans halda áfram jafnt og þétt að gagnsýra heiminn, svo að jafn- vel sterkustu auðvaldsþjóðfélög eða lénsskipulög fara þar heldur ekki varhluta; og í sumum þeirra hafa orðið aungvu síðri þjóðfé- lagslegar framfarir grundvallaðar á sósíalistiskum siðferöishugsjón- um en í sumum þeim ríkjum sem eru sósíalistisk að ytri byggíngu. Sá sem ritar þessar línur taldi það á únga aldri hlutverk sitt sem nútímamanns að reyna að átta éig á þeirri staðreynd sem rússneska verklýösbyltíngin er. Hér er að vísu hvorki staður né stund til að segja sögu þessarar viðleitni ein- staklíngs, en þess vil ég geta að meðan á hefur staðið tilraunum mínum til að skilja þann heim sem ég hlaut að lifa í, þá kynt- ist ég við sósíalista víðs vegar úr heimi, sósíalista af öllum gráðuin. Lg kyntist við fjölda manna af þeirri þjóð sem staðið hafði að októberbyltíngunni og lifÖi und- ir ægishjálmi hennar. í þessu upprunalandi byltíngarinnar eign- aðist ég meðal almenníngs ó- grynni lausiegra góðkunníngja, en auk þess marga persónulega vini sem um margra ára skeið hnfa verið mér dýrmætir. Ég met mannlega kosti þeirra mikils og hef gert mér far um að skilja siónannið þeirra. Meðal þessa fólks eru ýmsir vænstu og göfug- ustu menn sem ég hef kynst og ég leyfi mér að fullyröa að hver sá sem ekki hefur náð því að ving- ast við almenníng á feröum sin- um Ráðstjórnarríkin, eða eignast þar að persónulegum vinum göf- uga menn sem þar eru síst færri en annarsstaðar í heimi, hann dæmir um þessi lönd, og það sem þar er að gerast, með bundiö fyr- ir annaö augað; ef ekki bæði. Fyrirsvarsmenn ráðstj órnarinn- ar hafa á þessu ári látið uppi hluti sem fylt hafa sósíalista heimsins af meiri sorg en jafnvel herhlaup utanaðkomandi óvina mundu hafa gert, og ó ég þar við uppljóstanir þær um ógnaræði sem framið hafi verið í Róðstjórnarrikjunum í blóra við sósialismann, í blóra við alla sósialistíska siðfræði, ó und- anförnum órotugum. Svo fórón- leg eru þau óhæfuverk sem Ijóst- cð hefur verið upp um, oð ef við hefðum ekki fyrir okkur menn úr insta hríng róðstjórnarinnar, menn með fullkomnu óhrifavaldi til að gera sig trúlega, þó hefðu flestir skelt skolleyrum við slikum ósögn- um eðn talið þær mcð óróðsrugli gcggjaðra andstæðínga byltíngar- innar. En þegar vér höfðum byrjað að vona að fyrnast mætti í hug- um vorum yfir þá sorgaratburði sem ráðstjórnarforíngjar upplétu fyr á árinu, þá berast einmitt í þessum svifum önnur harmatíð- iidi ofaná alt hitt, sem hljóta að gtra oss vinum verklýðsbyltíng- arinnar mjög þúngt í skapi nú í kringum sjöunda nóvember. Ég skal í sem fæstum orÖum gera hér grein fyrir afstöðu minni tií þessara tíÖinda. 1) Sú ógæfa sem hent hefur ráðstjórnarmenn í Úngverjalandi tekur mjög á mig sem íslenzkan sósíalista. Mér er ekki huggun í því þó að sagt sé að það fólk sem verið er að mala niður í Úng- verjalandi séu andbyltíngarmenn, þar se.n ég lifi sjáifur í andbylt- í’igarsinnuðu landi, innanum and- byltíngasinnað fólk, frændur og vini, og er meðlimur í sósíalist- ískum fiokki sem á setu í ríkis- stjórn lands míns í samfélagi við andbyltíngasinnaða flokka. 2) Ég er félagsmaður í Heims- friðarráðinu, og þar hef ég í sam- félagi við fulitrúa víðs vegar úr heimi tekið þátt í að fordæma vopnaÖa sem óvopnaða íhlutun erlendra ríkisstjórna um innan- landsmál annarra þjóða. Ég hef léð Heimsfriðarhreyfíngunni st.uðníng á þeim grundvelli sem þar eru lög, að til friðarstarfs séu allir jafnvelkomnir, hvaða trúar- kenníngum eða stjórnmálastefnur sem þeir aðhyllist. Fótt er hugsanlegt sem svo mjög fari í bóga við Heimsfrið- arhreyfínguna einsog það, aS út- lendir herir fari með vopn ó hend- ur minnimóttar þjóðum, til að hræða þær og kúga undir stjórn- arstefnu sem þeim sé ógeðfeld. Róðstjórnarmenn, samstarfsmönn mínir í Heimsfriðarhreyfíngunni, sem margir hverjir eru meðal kær- ustu persónulegra vina minna, hafa allir verið einlægir fordæm- endur vopnaðrar ihlutunar ó hendur öðrum þjóðum undir hvaða yfirskyni sem væri. Af kynníngu minni við friðarvini í Róðstjórnarríkjunum og við margboðaða friðarstefnu róð- stjórnarinnar er mér þessi styrj- öld róðstjórnarinnar við úngverja óskiljcnleg ógæfa, hnekkur sem að sorgleiksþúnga jafnast aðeins ó við hin hryllilegu harmatiðindi sem upp var Ijóstrað í Moskvu siðla vetrar ó þessu óri. 3) Eg er andvigur hersetu út- lendínga i öðrum löndum ó frið- artímum, jafnvel þó hún sé með friðsamlegu móti; og hversu held- ur þó, þegar hersetan tekur ó sig mynd opinnar styrjaldar við lands- fólkið í þeim tilgóngi að hræða það undir stjórn sem það kærir sig ekki um. Hersetið smóland einsog ísland getur ekki fagnað yfir því er önnur tiltölulega lítil þjóð hersetin verður fyrir búsifj- um af erlendu hernómsliði, slik- um sem þeim er úngverjar hafa nú orðið að þola. Ef ég gæti sætt mig við þó ctburði sem gerst hafa ó Ungverjalandi siðustu daga, gæti ég oldrei framar leyft mér að mæla orði í gegn aðförum cr- lendra herja í framandi löndum, hversu rosalegar sem þær væru; ég mundi um leið gerast óhæfur til að ondmæla þrósetu erlendra herja i föðurlandi mín sjólfs. Eg mundi einnig missa allan rétt tj) að lýsa ógeði minu ó hernaðaró- rósum Bretlands og Frakklands ó Egyptaland, sem alt ber uppó sama daginn.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.