Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.12.1956, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 21.12.1956, Blaðsíða 4
Ull Föstudagur 21. desember 1956 lioIIIiiiiini^tai* Xiriigdust ciiiiiigiiiini á Alþýðu- »aiulbau(l§l)siigi Rangfærslur »Verkamannsins(( á Blaðið Verkamaðurinn birtir 14. aese.nber sl. grein með fyrir- sögninni llverjir rufu einingurui á /ilþýðusambandsþingi?, og á grein þessi að vera svar við írá- sógn Axþýðumannsins, þriðjudag- inn 11. cles. sl. af stjórnarkjöri á síðasta Alþýðusambandsþingi. Vill Verkamaðurinn telja, að Alþm. skýri rangt frá staðreynd- um, er hann fuiiyrðir, að komm- únistar hafi boðið Aiþýðuflokks- mönnum að eiga 1 fulitrúa af 9 í 9 manna miðstjórn A. S. L, því að þeir hafi boðið Alþýðuflokks- mönnum að eiga 3 af 11, ef sam- bandsstjórn væri fjölgað upp í 11 menn. Hið sanna er, að hvort tveggja er rétt, kommúnistar buðu Aiþýöufi.mönnum 1 af 9 í 9 manna stjórn, eða 3 af 11 í 11 manna stjórn, en því gat Alþm. ekki þess síðara, að sú fjölgun í miðstjórninni var aldrei sam- þykkt, og boðið 3 af 11 því ekki raunhæft. En hvort boðið sem var, er jafnósvífið, þegar um einingu og samkomulag á að vera að ræða, þegar þess er gætt, að kommún- istar og aðrir Alþýðubandalags- menn höfðu svo nauman meiri- hluta á þinginu að einungis mun- aði 6—-11 atkv. í atkvæðagreiðsl- um um stjórnarkjör. Annars eru aðalrök Verkam. þessi: Fráfarandi stjórn hafði reynzt svo vel, að ekki var rétt að skipta um nema þann eina, sem búsetu vegna var ekki hægt að kjósa aft- ur. Þessu til sönnunar færir Vm. það fram, að fráfarandi sam- bandsstjórn hafi hlotið þakklæti þingsins, svo að einungis 3—4 menn hefðu greitt atkvæði í gegn. Hins er ekki getið, hve margir sátu lijá, né heldur, að 158 manna hópur af 320—330 þingfulltrúum greiddi atkvœði gegn þessari stjórn við stjórnarkjörið — nema forsetanum —, og var það van- traust skýrast. En vísdómsorð Vm. eru fleiri. Orðrétt segir hann: það var ekki sjáanlegur neinn tilgangur með því að skipta um, annar en sá að skipta Al- þýðusambandsstjórninni upp á milli stjórnmálaflokkanna.“ Og svo bætir blaðið við: „En er sú aðferð æskileg? Er ekki eðlilegra að meta menn eftir störfum þeirra og verðleikum en pólitík ? “ Þessi orð líta auðvitað fallega út á pappírnum. En ekki væri úr vegi að minna Vm. á nokkuð, sem gerðist á næstsíðasta Alþýðu- sambandsþingi. Þá lögðu komm- únistar afar mikla áherzlu á að fá 3 flokksmenn sína inn í Al- þýðusambandsstjórn, þótt þeir tóli fengju aðeins tvo. Ekkert þótti pá við það að athuga aö SKipta /ixþýðusambandsstjórn upp á ínilxi fiokka, meira að segja löldu Ko.nmúnistar þetta htsnauðsyn upp á „verkaiýöseininguna". iNú gerðust þau txðrndi í tíð fyrrverandi Alþýðusambands- stjórnar, að stoínuð voru ný stj órnmálasamtök, sem nefndu sig Alþýðubandalagið. Inn í það gekk Sósíalistaflokkurinn sem ■ neild og nokkur hópur manna í fylgd Hannibals Vaidemarssonar, þar á meðal þáverandi stjórn A. S. í. að undanteknum einum. Fyrrverandi Alþýðusambands- stjórn var þannig nær einhiiða á bandi Aiþýðubandalagsins og þar með bandi kommúnista, sem ieggja þar meginfylgið til. Það skyidi þó aldrei vera, að einmitt þessi staðreynd liggi til grund- vallar þeirri spurningu Vm„ hvort virkilega hafi verið æski- legt, að skipa í stjórn A. S. í. eftir styrk stjórnmáiaflokka með- al fuiltrúa á þingi þess? Alþýðubandaiagið, þ. e. komm- únislar hefðu þá fengið færri full- trúa í hana, og hvern furðar á því, að vesalings Vm. komi upp um strákinn Tuma. En skrif Vm. sanna okkur enn, það sem Alþm. hélt fram í um- ræddri grein sinni. Kommúnista varðar ekkert urn einingu verkalýðsins, samstöðu og samvinnu — nema þeir hafi flokkslegan hagnað af. Þetta er lærdómurinn af síðasta Alþýðu- sambandsþingi, svo að ekki verð- ur um deilt. Það var reynt að hafa við þá samstarf og einingu um stjórnarkjör ásamt fleiru. Þeim voru boðin sanngjörn jafn- réttisboð, þ. e. að þeir ásamt öðrum Alþýðubandalagsmönnum hefðu aðeins meirihlutann í stjórn A. S. í„ 5 fulltrúa af 9, en jafnréttis vildu þeir ekki unna stjórnmálalegum andstæðingum sínum. Hnefarétturinn freistaði þeirra, svo að þeir sviku eining- una, brugðust í verki sínu munn- tamasta slagorði um fjölmörg ár. Það er svo sorgarsaga þeirra samverkamanna þeirra, sem þó eru ekki kommúnistar, en vildu reyna að laða þá til lýðræðis- vinnubragða, að þeir gátu það ekki. Alþm. er jafnvel ekki grun- laust um, að allt inn í raðir kommúnista nái skugginn af þeirri sorg, hvernig sem Vm. reynir að berja í brestina. ALÞÝÐUMADURINN kemur næst út 8. jan. næstkomandi. iwooooooooaooxo*1 <»<»>*** Bnkur Bókaforlag Odds Björnssonar hefir nýverið sent frá sér 5 bækur á bókamarkaðinn. Eru það Æv- intýramaðurinn eftir finnska höf- undinn Mika Waltari, en sama forlag gaf út fyrir 2 árum bókina Egyptann eftir þann höfund og varð hún vinsæl og víðlesin. Þá er bókin Sú nótt gleymist aldrei eftir Walter Lord, og fjallar hún um Titanic-slysið. Enn er sagan Einskonar bros eftir frönsku Ukáldkonuna Francoise Sagan, er fræg varð fyrir söguna Sumarást og B. 0. B. gaf út í fyrra. I Loks eru svo 2 barnabækur: Vndraflugvélin eftir Armann Kr. Einarsson og Tómstundir, sögur, leikrit og ijóð eftir Valdemar V. Snævarr. ' Ævintýt'amaðurinn. j Mika Waltari er íslenzkum les- endum að góðu kunnur fyrir skáldsöguna Egyptinn, en hún varð hér mjög víðlesin, er hún kom út. Waltari er einn hinna kunnari nútímahöfunda, er byggja skáldverk sín á söguleg- um viðburðum. Aðalpersóna Æv- intýramannsins, Mikael, lifir og hrærist í heimi siðskiptabarátt- unnar. Drífur margt á daga hans, en jafnframt er sagan ástarsaga og krydduð kímni auk æsilegra viðburða. Þýðinguna hefir Björn 0. Björnsson gert, en hann þýddi einnig Egyptann. Einskonar bros. Francoise Sagan varð víðfræg fyrir bók sína Sumarást, og hér kemur önnur bók hennar, ástar- saga eins og hin fyrri, bók aðeins tvítugs höfundar. Gagnrýnendur höfðu kviðið fyrir framhaldi svo glæsilegrar byrjunar á skáldferli og Sagan hóf með Sumarást, að þeir töldu, kviðið því, að fram- haldið gæti ekki jafnast á við byrjunina eða upphafið, en ef treysta má þeim vísu mönnum, þá á Einskonar bros að vera Sumar- ástinni fremri, enda fengið mjög góða dóma erlendis. Guðni Guðmundsson hefir þýtt bókina. Sú nótt gleymist aldrei. Þessi bók fjallar um Titanic- slysið, eins og fyrr getur, en höf- undurinn er talinn gagnfróður um þetta ægilega sjóslys, enda kynnt sér það um fjölmörg ár áð- ur en hann reit bók þessa. Meðai annars hefir hann talað persónu- lega við marga þá. er af komust, haft bréfasambönd við aðra og kynnt sér réttarskjölin í málinu, einnig uppdrætti og skýrsiur er varða skipið og byggingu þess. Enginn skal þó halda, að hér sé um þurran fróðleik að ræða, því frásögn höfundar á þessu ægilega sjóslysi er mjög lifandi. Margt mynda er í bókinni. Þýðingu hefir Gísli Jónsson, menntaskólakennari gert. BORGARBÍÓ Sími1500. Jólamynd vor verður: Rödd hjartans (ALL THAT HEAVEN ALLOWS) Hrífandi amerísk stórmyixd í litum, eftir skáldsögu EDNA og HARRY LEE, með hinum vinsælu leikurum úr myndinni „Læknirinn hennar“. &rui>aUa£í%t2St*i!i2!írt&S/&taimZÍ Jane Wmm -Roœ Hudson-i 1 AGNES MOOREHEAO • CONRAD NAGEL • VIRGINIA GREY • GLORIA TALBOTT Fyrsra sýning kl. 5 annan jóladag og kvöldsýning kl. 9. Annan jóladag kl. 3 Barnasýning: „A grænni grein44 með Bud Abott og Lou Costello í aðalhlutverkunum. GLEÐILEG JÓL! — FARSÆLT NÝTT ÁR! Þökkum ágæta aðsókn árið 1956. BORGARBÍÓ — Nýjo BíÓ — Sýnd 2. dag jóla kl. 5 og 9. Ennfremur fimmtudag 27. og föstudag 28., des. kl. 9 laugardag 29. og sunnudag 30. des. kl. 5 og 9 CINEMASCOPE „Oscar“-verð launamyndin: SiEFARINN (20.000 Lcagues under tlie sea) Gerð eftir hinni heimsfrægu skáldsögu Jules Verne. Aðalhlutverk: KIRK DOUGLAS — JAMES MASON PETER LORRE Kl. 3 annan jóladag og sunnudag 30 des.: MIKKI MÚS OG BAUNAGRASIÐ Heimsfræg teiknimynd, gerð af Walt Disney. Gleðileg jól! TILKYNNING frá skrifstofu Sjiikrasainlags Akureyrar: Laugardaginn 22. des. verða skrifstofur vorar opnar frá kl. 10—12 og kl. 1—5. Þeir, sem eiga eftir að taka lífeyri eða bætur (t. d. fjöl- skyldubætur) eru áminntir um að hafa lokið því fyrir ára- mót, vegna reikningsskila og flutnings á umboðinu, samkv. síðustu Iagaákvæðum þar um. Einnig eru þeir, sem enn skulda iðgjöld til sj úkrasamlags- ins hvattir til að ljúka því fyrir áramótin. ATHUGIÐ, að skrifstofa vor verður EKKI opin á að- fangadag. Sjúkrasamlag Akureyrar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.