Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1956, Blaðsíða 99

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1956, Blaðsíða 99
97 prestaskóli Islands, er á sínum tíma varð ein deild háskóla vors. Það má því með nokkrum hætti segja, að bein tengsl liggi hér á milli og háskólinn eigi nokkurs að minnast, eigi síður en kirkjan, þótt hennar hlutur sé mestur í þessum há- tíðarhöldum, svo sem líka rétt og sjálfsagt er. Þess væri ærinn kostur af slíku tilefni að minnast fornra og nýrra atburða í menntasögu Islands um 9 alda bil. En til þess er nú eigi tími. Samkomu vorri eru þröngar skorður settar í önn dagsins. Mér hæfir því að vera stuttorður, enda mun erindi það, sem próf. Magnús Már Lárusson flytur hér á eftir, fjalla um mikilsvert atriði þessarar sögu, sem er svo veigamikill þátt- ur í þjóðarsögu vorri. Hátíð er til heilla bezt. Hér hefir verið haldin hátíð, sem lengi verður minnzt. Mikill mannfjöldi kom í gær saman á fornhelgum stað með æðstu virðingarmenn lands vors, verald- legrar og andlegrar stéttar, í broddi fylkingar, ásamt fulltrú- um erlendra ríkja. Hér gaf mönnum á að hlýða ágæt erindi og fagra tónlist. Allt fór fram með veglegum viðhafnarbrag, og þó fjarri öllu yfirlæti. Slíkt var í sjálfu sér harla áhrifa- mikið. En það ætla ég samt, að dýpst hafi orkað á gesti sam- komunnar, að hér gaf þeim að horfa á Skálholtsstað rísa úr rústum á fegursta degi þessa sumars. Það er fagnaðarefni og mikill sómi fyrir land og þjóð, að slíkt stórvirki hefir unnið verið, svo sem raun er á orðin og ráð fyrir gert. En ég vildi mega óska þess, að þessar miklu framkvæmdir og þessi glæsi- lega hátíð mætti verða upphaf annars og meira. Vér vitum, að hin mikla saga biskupsstólanna gömlu er meginkjami þjóðar- sögunnar og menningarlífs þjóðarinnar um aldaraðir. Slíkum minningum fylgir mikill kraftur. Vér höfum nú sjálfir séð, að andi fortíðarinnar, sem blundað hefir í rústum Skálholts- staðar, er enn mikils megnugur. Það er ósk mín, að upp af gröfum hinna mestu höfðingja og andans skörimga, sem þjóð- in hefir átt, rísi — ekki minnismerki í líki veglegrar kirkju, heldur raunvemlegt guðshús. Það er von mín, að andi íslenzkrar menningar og guðstrúar verði í framtíðinni mikils megnugur á hinum nýja Skálholtsstað. Það er trú mín, að framtíð þjóðar 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.