Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 2
Listamenn blaðsins Stúdentablaðið 7. tbl. 84. árgangur des. - jan. '08-'09 Bréf til Glitnis gjafmilda Óttar Martin Norðfjörð Óttar Martin hefur skrifað nokkrar Ijóðabækur, skáld- og ævisögur. Fyrsta spennu- saga Óttars, Hnlfur Abra- hams, var ein mest selda skáldsagan árið 2007. Þessi jól sendir Óttar frá sér þrjú verk: spennusöguna Sól- kross, ævisöguna Cissurar- son og 10 litla bankastráka - sem birtast á næstu slðum. Óðinn Þór Kjartansson Óðinn útskrifaðist úr graflskri hönnun frá Listaháskóla Islands. Hann fæst m.a. við leturgerð og Ijósmyndum, auk verka sem til eru sýnis á heimaslðu hans: www.odinnthor.com. 10.000 króna seðill Óðins vakti athygli er maður greiddi vandræðalaust með honum I verslun - og fékk 7000 krónur til baka. Bobby Breiðholt Höfundur forslðu þessa blaðs, sem og tveggja verka inni I blaðinu, kallast Bobby Breiðholt. Bobby lærði hönnun I Lista- háskóla íslands og útskrifaðist þaðan 2005. Hann hefur unnið við hönnun og mynd- skreytingar, auk þess að skrifa um dægur- menningu og tónlist. Blogg Bobbys má nálgast á vefslóðinni balladofbob.blogspot. com og fögur verk hans á slðunni breidholt. com. Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla íslands Háskólatorg v/Suðurgötu, 101 Reykjavik Prentviiuisla: ísafoldarprentsmiðjan ehf. Mi Ritstjóri: Bryndís Björgvinsdóttir - bryndbj@hi.is ■H Ritstjóra: Anna Björk Einarsdóttir - anbjei3@gmail.com EinarAxel Helgason - eah 1 @hi.is Finnur Guðmundarson Olguson - fgol @hi.is Guðmundur Friðrik Magnússon - gfm 1 @hi.is Haukur Johnson - haj6@hi.is Kristín Svava Tómasdóttir- kst3@hi.is Magnús Þorlákur Lúðvíksson - magnusludviksson@gmail.com OlgaBjört Þórðardóttir- oth 15@hi.is Ólöf Skaftadóttir - olsl4@hi.is Sandra Ósk Snœbjörnsdóttir - sos22@hi.is Prófarkalestur: arkadia@internet.is Verð á prófarkalestri fyrir nema í HÍ: 300 krónur á hverja A-4 síðu. Hönnun og umbrot: Gustuk ijósmyndari: Leó Stefánsson - photo@leostefansson.com nÆ-1 |r*. KEXlAV ** 1 ■i-c: J- Kœri Glitnir Þakka þér ofboðslega innilega fyrir að vifja skrifast á við mig. Þú ert svo góður. Því miður verð ég þó að játa smá greiðsluerfiðleika - en ég mun redda öllum greiðslum brátt!:) VirðingarfyUst, þinn viðskiptavinur! Kœri viðskiptavinur. Starfsfólk Glitnis kappkostar að aðstoða þá sem standa frammi fyrir hvers konar greiðsluerfiðleikum. Við hvetjum jafnframt alla viðskiptavim til þess að hafa samband við fjánnálaráðgjafa okkar til að finna hentuga leið til að létta á heimilum eða fyrirtækjum. Með bestu kveðjum, Glitnir. Kœri Glitnir Vá, takk! Því miður hefur þó tær og einskær góðmennska þín undið svoh'tið upp á sig. Þetta hófst fyrir nokkru síðan þegar þú bauðst mér ókeypis Glitnis-pottaleppa gegn því að ég færi í viðskipti við þig. En fijótlega eftir að viðskipti okkar hófust gafstu mér einnig sex íþróttatöskur, fimm vasareikna, fjórar reglustikur, þrjá stuttermaboli, tvo námsstyrki og einn talandi þjónustufulltrúa á grein. Mig langar rétt að láta þig vita að nú á ég nóg af alls konar dóti. Því vil ég bara segja: Takk fyrir mig - alger óþarfi að senda meira dót;-) Bless! Kæri viðskiptavinur. Glitnir hefur ávallt boðið viðskiptavinum sínum upp á spennandi möguleika sem eru sérstaklega sniðnir að þörfum unga fólksins. Við viljum að okkar viðskiptavinir „hafi það aðeins betra“. Leyfðu þjónustufulltrúa okkar að veita þér upplýsingar um þriggja mifijón króna námslokalán á aðeins 27.9% vöxtum, bílakaupalán, fartölvulán og síðast en ekki síst: húsnæðislán. Með bestu kveðjum, Glitnir. Hœ Glitnir Ég er alveg góð sko. Ég þarf að hafa mig alla við að nýta íþróttatöskumar sex, vasareiknana fimm og reglustikunar fjórar. Ég er farin að æfa sund alla daga og mæla allt sem verður á vegi mínum. Þjónustufulltrúinn ykkar (171 sentimetri) talaði um að redda mér húsnæðisláni svo ég fái meira pláss undir pottaleppana, íþróttatöskurnar og vasa- reiknana. Ég sló til og nú þarf ég að vinna dag og nótt fyrir afborgunum. Ég er ekki að ráða við þetta og er farin að missa svefn :( Nóg komið, takk! Kæri viðskiptavinur. Þjónustufulltrúinn mun hafa samband á næstu dögum til að ráðleggja þér hvemig best megi haga lánum og hvaða fjárfestingarmöguleikar skili þér ömggum spamaði. Með bestu kveðjum, Glilnir. Glitnir! Það er eins og þú hafir ekki fengið bréfin frá mér! Nú var mér aö berast himinhá mkkun út af einhverri myntkörfu! Myntkarfa?? Af hverju komstu ekki hreint fram við mig og kallaðir þessa körfu þína réttu nafni? Baggabyrgðalán eða klafakvaðalán? Myntkarfa upp á tæpan hundraðogfimmtíu-þúsundkall! Ertu á sým? Ég er hætt í námi og komin á 60 mg af róandi! Heldurðu að það komi námsmanni í gegnum guðfræðina? Lát mig í friði! Kæri viðskiptavinur. Glitnir harmar þann hvirfilbyl sem hingað hefur borist erlendis frá. Ljóst er að nú blasa við erfiðir tímar vegna alheimsfjármálakreppu. Við minnum á fjármálaráðgjafa okkar. Með bestu kveðjum, Glitnir. Ertu %&#$?? Mér voru að berast fyrstu greiðsluseðlamir fýrir tólf mifijarða dollara lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, ellefu mifijarða punda lán frá Gordon Brown, tíu mifijarða norskra króna lán frá Noregi, níu mifijarða rúblu lán frá Pútín, átta mifijarða yena lán frá Japan, sjö mifijarða dong lán frá Kína sem og reikningur fyrir sex íþróttatöskur, fimm vasareikna, fjórar reglustikur, þrjá stutt- ermaboli, tvo námsstyrki og einn talandi þjónustu- fulltrúa á grein!!! Ég bara spyr: Hvað hef ég gert þér fitubollan þ£n? Þú ert sá akfeitasti Talíbani sem þessi jörð hefur augum litið! Kæri viðskiptavinur. Glitnir h'ður ekki ókurteisi í garð starfsmanna sinna og mun íhuga málssókn, rói viðskiptavinur sig ekki niður. Athugið, að bréf þetta er geymt og að við vitum hvar þú átt heima. Við minnum jafnframt á fjármálaráðgjafa okkar. Með bestu kveðjum, Glitnir. ÞÚ HEFUR LAGT LÍF MITT f RÚST!!! Stúdentablaðið óskar lesendum slnum, og stúdentum, hérlendis og erlendis, til sjávar og sveita góðra jóla og nýs árs. B Bryndís Björgvinsdóttir

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.