Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 10
KRISTÍN LOFTSDÓTTIR, PRÓFESSOR i MANNFRÆÐI Peningar og gjafaskiptakerfi KARL MARX, HEIMSPEKINGUR, FÉLAGS- OG HAGFRÆÐINGUR Verðmæti, auðmagnsvélar og viðskiptatæki Á síðari hluta æviimar (1857-1883) ritaði Karl Marx fræðikenningu sína um auðmagnið og hvemig það mótar samfélagið. Kenningin er í senn hagfræðileg og félagsfræðileg. í þriðja kafla fyrsta bindis Auðmagnsins setur Marx fram peningahugtak sitt í þremur liðum. Tökum Jón Baldvin á þetta: í fyrsta lagi eru peningar mælikvarði á verðmæti. í annan stað tæki til viðskipta. í þriðja lagi eru þeir tæki til þess að safna saman verðmætum á annan hátt en gerðist í peningalausu samfélagi. Peningar komu til sögunnar til þess að liðka fyrir viðskiptum. Of þungt var í vöfum að reikna ávallt 240 fiska fyrir kýr eða fimm skeljar fyrir stein úr rafi, en með tilkomu peninga voru auðsöfnun ekki lengur sett sömu takmörk og áður og þörf auðmagns fyrir ávöxtun varð öflugasta samfélagsafi sem þekkst hefur. í fyrstu átti ávöxtun sér stað í verslun, en á sextándu öld fann auðmagnið í Bretlandi mótleikara sem jók ávöxtunarmöguleika: vinnufúsar hendur sem ekki voru bundnar á bása lénsveldis. Með því að ráða fólk í vinnu fyrir ákveðna upphæð, sem svaraði til nauðsynlegrar framfærslu og því að hagnýta sér verkaskiptingu og vélar til þess að auka framleiðni, var hægt að auka framleiðslu, framleiða með hagnaði og græða meira. Auðmagnið var orðið miklu meira en samsafn verðmæta - orðið að ákveðnu kerfi félagslegra tengsla sem umskapaði og mótaði allt samfélagið, eins og Kommúnistaávarpið lýsir með skáldlegum tilþrifum. Vöxtur auðmagns er mótor kapítah'skra samfélagshátta. Vextinum eru þó sett mörk í náttúrulegu umhverfi, eins og nú kemur fram í umhverfisvandanum. í annan stað sýndi félagi Marx fram á, að með reglulegu millibili hleypur ofvöxtur í auðmagnið. Þá þarf efnahagskreppu til þess að fella verð auðmagnsins niður í raunhæfa ávöxtunarstærð. Með tímanum læra auðmagnseigendur ýmis brögð til þess að fresta hruni, einkum í gegnum flókið og ógagnsætt fjármálakerfi. í þriðja bindi Auðmagnsins sýndi Marx fram á hvemig þetta gerðist í kreppum á síðari hluta nitjáridu aldar, árið örlagaríka 1929 varð enn dýpri og umfangsmeiri kreppa og nú er verið að slá nýtt met. Árið 1990 var auðmagn í heiminum 10 skrifijón dollara virði og þurfti einnar skrilijóna gróða til að ávaxta sig. Árið 2008 var auðmagnið orðið 100 skriHjóna virði og þurfti 10 skriUjónir til að ávaxta sig. Vitanlega hafði gróðinn ekki tífaldast á þessum tíma - heldur var ekki lengur hægt að forðast kreppu - hún fellir verð auðmagnsins niður í þá stærð sem raunhæft er að ávaxta. Viðvaranir komu fram, en trúin á endalausan vöxt vann enn einn Pyrrhusarsigur. Gestur Guðmundsson, prófessor í félagsfræði menntunar, tók að sér að svara þv( hvað peningar eru útfrá kenningum Karl Marx. Þeir sem vilja lesa meira um peninga- og auðmagnskenningu Karls Marx, en hafa ekki tíma til þess að lesa 2.500 blaðsíður Auðmagnsins, geta farið á Þjóðarbókhlöðu og leitað uppi bæklinginn Auðmagn, kreppa og ríkí, sem Gestur Guðmundsson, Gylfi Páll Hersir og Kristján Pétur Sigurðsson þýddu, gefinn út af Verðanda, félagi róttækra stúdenta árið 1978, með formála eftir Össur Skarphéðinsson, sem sá um í víðum skilnmgi má segja að samfélagið hafi sammælst um að peningar endmspegli virði annarra hluta. Peningar hafa einxúg táknræna merkingu, sérstaklega hvað varðar magn þeirra, enda eru einstaklingar oft metnir af öðrum eftir því hversu greiðan aðgang þeir hafa að peningum. Það virði og gildi sem peningar hafa á hverjum tfma og hverjum stað yfirfærist þannig á einstaklinga. Samfélag sem hefði aðra grundvallareiningu en peninga myndi líklega byggja á einhverskonar gjafaskiptakerfi.Ég gerði 10 STUDENTABLAÐIÐ AÐ JESÚBARNINU ÓLÖSTUÐU ER TRÚIN Á GILDI PENINGA LÍKLEGAST ÖFLUGASTA, JAFNVEL ÖFGAFYLLSTA, TRÚ OKKAR TÍMA. STÚDENTABLAÐIÐ LEITAÐI TIL NOKKURRA FRÓÐRA EINSTAKLINGA INNAN VEGGJA HÁSKÓLA ÍSLANDS TIL ÞESS AÐ SVARA SPURUJMpU MÁNAÐARINS, SEM ER: Umsjón: EiOlga Björt Þórðardóttir eru Deningar Níu litlir bankastrákar töpuðu öllu og leituðu til æðri mátta, en Guð sló niður eldingu svo eftir voru átta. Átta litlir bankastrákar undruðust og sögðu „djö", íslenskur almenningur reiddist og þá voru eftir sjö.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.