Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 13

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 13
Þurfa bankamir þá ekki að eiga neina raun- verulega innistœðu fyrir peningunum lengur? .GjaldmiðiU og verðgildi hans byggist ■ á trausti. Traustið er styrkt með gjaldeyrisforða, með stofhunum og ábyrgri efnahagssljóm. Homsteinninn að þessu alþjóð- lega fjármálakerfi var lagður 1944. Það gengur út á frjáls viðskipti, fast gengi gjaldmiðla og ákveðnar alþjóðastofnanir eins og Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabankann sem koma til bjargar ef rfld verða fyrir áföllum. Ég var að vona að það væri gullkjallari ein- hvers staðar. .Seðlabanki íslands á gullforða eins • og aðrir seðlabankar. Hann nemur nokkrum milljörðum króna og er geymdur einhversstaðar úti í löndum. En hann er ekki látinn standa í sambandi við gjaldmiðilinn sér- staklega. .Það er forvitnilegt sem þú segir um • panik. Ég held að panik sé lykilorð. Oft þegar maður talar við hagfræðinga og raunvísindamenn þá er allt útskýrt á raunsæjan og objektívan hátt, en það er eins og menn gleymi alltaf mannskepnunni. Að við eram ekki nema að hluta til skynsöm, hlutlæg. Það er n\jög hættulegt að gleyma því að mannskepnan er vegasalt sem verður að vera í jafnvægi til að allt annað haldist í jafnvægi. Panik getur fellt hvaða banka í veröldinni sem er, bara ef menn fara í biðröð og vilja fá peninginn sinn. Skáldin em sögð vera uppi í skýjunum, en ég veit ekki nema hagfræðin sé meira uppi í skýjunum. Síðustu árin hefur þetta farið að virka á mann meira og meira eins og skáldskapur. Maður hefur náttúmlega engin tök á að botna í þessu og þegar maður spyr „hvemig fúnkerar þetta?“ virka skýringamar líka eins og fiksjón. Svo er það fjármálaverkfræðin! Þeir fundu upp á ótrúlega flóknum hlutum og skilgreindu þá með tvöhundmð blaðsíðna þéttskrifuðtun útskýringum. Til þess að skilja þetta þurftirðu í rauninni að vera flármálaverkfræðingur. Og hafa hannað þetta sjálfur. . Fjármálaverkfræðingamir hafa verið .duglegir að búa til nýjar afurðir í íjármálaheiminum. Þær ganga ekki út á að versla með neinar áþreifanlegar vörur, ekki einu sinni áþreifanleg verðbréf eða hlutabréf, heldur að gera samning um það hvemig verðbréfin eða skuldabréfin eða verð yfirleitt geti breyst. Ef ég geri til dæmis ráð fyrir því að verð á íslensku krónunni muni lækka eftir sex mánuði getum við gert samning um að þá borgir þú mér ákveðna upphæð. Maður er eiginlega að versla með væntingar. Það er þessi geiri ijármálalífsins sem hefur vaxið svo gríðarlega. Hann er meira eða minna svarthol í fjármálum, vegna þess að hann fellur ekki nema að htlu leyti undir opinbert fjármálaeftirht. Mér skilst meira að segja að það sé hægt að gera svona samninga gegnum sms. .Þetta virkar allt að því á mann eins og • heimatilbúnar veðmálaskrifstofur. Um það til dæmis hvemig veðrið verður. . Hagfræðingum hefur reynst sérstaklega • erfitt að selja lögmál eða kennisetningar um fjármálakreppur, af því að hegðun mannanna er ekki alltaf rökræn. Það var eiginlega orðið hálfhahærislegt meðal hagfræðinga að fjalla um kreppiu- á áratugunum eftir stríð. Þá var aht tiltölulega stöðugt og menn gleyma svo auðveldlega jalhvel nálægri fortíð, hvað þá fjarlægri. Það þarf ekki nema nokkur ár til að menn fari að trúa því að við séum komin á stöðuga framfarabraut, að við munum ekki lenda í hrakföhum aftur. Q1 Q .Ég held að þessi blinda framfarahyggja I .sé hættuleg, að halda að aht sé aUtaf á leiðinni í einhveija jákvæða átt. .Það er auðvitað margt í ástandinu •núna sem minnir á hðna tíð. Það er gjaldeyrisskortur, sem hefur ekki verið síðan olíukreppan reið yfir 1975-76. Þá var farið að skammta gjaldeyri. Þá var meira að segja bannað að flylja inn srnnar vörur, eins og kex og súkkulaði og htasjónvöip. Það var það síðasta; bannað að flytja inn htasjónvörp. Manstu eftir þessu? Stúdentinn er enn bam að aldri og þekkir ekkert nema góðærið, en Sigurður man inn- flutningshöftin á litasjónvörpum og skeUihlœr. .Núna getur fólk ekki ferðast tíl útlanda • vegna þess að það fær ekki gjaldeyri. Við verðum að spá í hvaða vörur við eigum að flylja inn til landsins og bankamir em að færast í rfldseign aftur. Þetta minnir um margt á ástandið eins og það var á haftaárunum. Sumum hður nánast vel við að flyfja sig aðeins aftur í tímann. Þeir fyUast öryggiskennd, einhverri nýrri vissu um umhverfi sitt. Það er mögnuð regressjón í gangi. .Þetta er líka nauðsynleg jafnvægisleit. •Menn fundu að það var verið að trekkja eitthvað upp sem var innihaldslítið. Það hefur ekkert cið gera með það hvort það var siðferðislega rétt, það var bara ekki í tengslum við raunveruleikann. .íslendingar em ekki mikið fyrir að • safha í sjóði og geyma til mögm áranna. Ég held að verðbólgan 1960-1990 hafi eyðflagt það htla sem eftir var af forsjálni íslendinga. Þegar við eignuðumst peninga urðum við að eyða þeim, annars hurfu þeir á STÚDENTABLAÐIÐ 13 verðbólgubáhnu. Þess vegna held ég að afstaða okkar til peninga sé dálítið sérstök. Það er líka eitthvað f vinnuumhverfinu. Ef það kemur skeUur, þá teljum við okkur aUtaf hafa úrræði. Við vinnum bara meira. Það var aUtaf nóga vinnu að hafa Þessi hugsunarháttur varð útbreiddur á lýðveldistímanum. Fyrir 1940 bjuggu menn aUtaf við am.k. árstíðabundið atvinnuleysi. Það knúði menn tfl þess að vera forsjálir og eiga eitthvað í handraðanum. Mín kenning er sú að þetta tvennt, verðbólgan og vinnugnótt eftirstríðsáranna, haíi breytt afstöðu okkar tfl peninga Ef við förum lengra aftur í tímann þá vom íslendingar óvanir að sýsla með annan pening en búpening. íslendingar vildu helst ekki nota peninga og höfðu alveg sérstaka óbeit á seðlum danska þjóðbankans sem var löglegur gjaldmiðfll landsins. Reyndar svo mikla óbeit að seðlamir vom bannaðir með lögum árið 1836 og gilti bannið í möig ár. Stétt kaupsýslumanna eða fjármálaauðvald myndaðist varla á íslandi fyrr en eftír 1990, enda hvemig var það hægt meðan flestir bankar vom í rfldseigu og hlutabréfamarkaður varla tfl? Lengst af 20. öldinni vom íslenskir auðmenn aðaflega fáeinir heildsalar og stórútgerðarmenn sem treystu mikið á póhtíska fyrirgreiðslu. Engin gamalgróin peningamannastétt var í landinu, með þeim kúltúr sem henni fylgir. .Ég er með aðra kenningu sem ég slæ • hér fram, um íslendinga og tímaskyn: Við trúum ekki á skógrækt. Við trúum ekld almennflega á að það sé hægt að koma tréi á legg, að það verði einhvem tímann eitthvað af viti. Tfl þess þarf tíma og við viljum aUtaf skyndigróða Við viljmn vera sem mest í friði fyrir langtímahugsunum. En hvað er banki? Barfld er traust, banki er langtímahugsun. Alvöm banld viU ekki skyndigróða. í löndum eins og Sviss em menn að mæla í öldum frekar en áratugum. Það er í svona skringilegum fasa eins og á síðustu árum, þar sem allir era að sækjast eftir bónusum og öUum fjandanum, sem 158 ára gamlar stoftianir eins og Lehman fara allt í einu á hliðina. Þá hafa menn gleymt skógræktarhugsuninni í bankastarfsemi. Haldið þið að fóUc lceri af kreppunni? Að það fari að hugsa til langs tíma? .Ég er aUtaf skeptískur á að við ■ lærum rnfldð af sögunni. Hún er ekki uppsafnaður vísdómur. Við getum lært eitthvað afmarkað, en lærdómamir safnast. ekki upp kynslóð eftir kynslóð þannig að við höfurn allt í einu fullkomin tök á lífi okkar. Það er áhugaverðara að velta fyrir sér hvert þróunin stefhir. Annars vegar er uppstokkun á fjármálageira efhahagslífsins óhjákvæmileg. Ég held að aUir séu á því að gera þarf eitthvað Þrír litlir bankastrákar fóru á fund viö Geir. Geir gleypti einn og þá voru eftir tveir. Tveir litlir bankastrákar voru ei betri en neinn, þegar annar hvarf til Kanarí var bara eftir einn.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.