Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 14

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 14
14 STUDENTABLAÐIÐ róttækt í þeim málum. Breyta regluverkinu, haga seðlabankastarfsemi öðruvísi, skera fjármálaþjónustuna niður við ísland. En hitt er miklu stærra og það er hugmyndafræðilegt endurmat; það verður uppgjör gagnvart frjálshyggjunni eins og hún hefur verið á síðustu áratugum. Þessari frjálshyggju sem hefur byggst á áhættumörkuðum, galopnum hagkerfum og einkavæðingu og óheftum fjármagnshreyfmgum. Ég held að það eigi eftir að verða mikil póhtísk átök um það um allan heim. C* O "^ið erum í hrundu húsi og vitum ekki hvemig húsið mun líta út OI .þegarbúiðeraðbyggjaþaðaftur.Þaðeralltafveriðaðtyggjaofan í okkur að kreppa sé líka möguleikar. Það er víst sama táknið í kínversku, skilst mér. Kreppa og möguleikar. Það er gott að gleyma því ekki. En það er líka nauðsynlegt að muna að það eru ekki allir möguleikarnir sem kreppa opnar jafn félegir. Þeir eru bæði góðir og slæmir. a.Nú segja sumir að ríkisrekstur sé að koma aftur - eða vonast til .þess. Ég held að hann verði ekki endurreistur í sama mæli og fyrr, en ég tel að það eigi að verða endurskoðun á hlutverki almannavaldsins, þannig að almenningur fái virkari aðild að ákvörðunum og lýðræðið sé efit. Almannavaldið á að setja markaðnum skorður. Hvað sem verður er mjög sterk krafa hjá almenningi um „nýtt ísland" sem á að verða allt öðru vísi en það sem við höfðum. H Kristín Svava Támasdóttir antrú í jólaskapi /££ fp. r | I í Z Einn lítíll bankastrákur hafði enn ekki fengið nóg. Hann fann sér fjallkonu sem var örmagna og mjó. Jóla-Jónína Ben og árið sem er að líða «? * *> Vantrú nefhist vefrit sem nokkrir trúleysingjar stofnuðu í ágúst 2003. Á vantru.is fara fram sjóðheitar umræður um trúmál, enda vefsíðan vettvangur skoðanaskipta um trúmál og trúartengd málefni. Helsta markmið félagsins er að berjast gegn boðun hindurvitna í samfélagi manna. f dag telur Vantrú 90-100 manns á aldrinum 16-70 ára og íjólab]aðStúdentablaðsins er mættur einn þeirra: Matthías Ásgeirsson. Hann segir að Vantrúarmeðlimir séu hófsamt, frjálslynt og víðsýnt fólk, sem lilakki til jólanna. „Ástæða hátíðahaldanna skiptir ekki máli" segir Matthías og bætir við: „Við höldum dæmigerð jól eins og flestir íslendingar alast upp við." Á Þorláksmessu ku jólatré Matthíasar vera komið upp, skreytt með englum og jólafjósum - bæði kertum og seríum. Matthías segir að fjölskyldan eltist ekki við táknmyndir, heldur líti hann einfaldlega á jólaskrautið sem fallegt. „Á heimilinu er jólasveinatrú ekM bönnuð og skór því settur út í glugga Ef dætur nuhar myndu spyrja hvort jólasveinarnir séu til, þá myndi ég ekki beinlínis fjúga að þeim, kannski láta mér nægja að glotta vinalega til þeirra." Matthías og fjölskylda fara ekki í messu, en hlusta frekar á góða og fallega jólatónlist. „Kristilegt jólahald pirrar mig ekki og fjölskylda mín upplifir jólin án þess að rekast mikið á kristilegar hefðir. Þannig er samfélagið líka mikið til orðið; æ minni hópur landsmanna sækir t.d. messu á jólunum," segir hann. Eina jólahaldsdeilan sem Matthías hefur staðið í var um fyllinguna í kalkúninn. Matthíasi finnst hinn sanni andi jólanna felast í gildum kærleika, friðar og samheldni. Hann nefnir í því sambandi að þessum gildum sé þó ekki meira flaggað í desember en öðrum mánuðum ársins. Að lokum nefhir Matthías orð sálfræðingsins Hugos, þegar að jólagjafaumræðum kemur: Ekki spyrja hver fékk hvað, spyrjið heldur: „Hvað gafst þú í jólagjöf?" Björt Þórðardóttir Jónína Ben, heilsu- og líkamsræktarfrömuð- ur, hefur undanfarið skipulagt detox-ferðir til Póllands þar sem þar- lendir læknar hjálpa fólki að losa sig við eiturefni og aukakíló. Verða ein- hverjar Póllandsferðir farnar nú í krepputíð? „Það væri óskandi að læknar hér á landi fengjust til þess að vinna að þessu á þann hátt sem gert er í Póllandi. Meðferðin sem slík er svo sértæk að ég er ekki tilbúin að víkja út frá henni á nokkurn hátt. Lækn- irinn þyrfti að vera tilbúinn að fylgja í einu og öllu kenningum Dr. Dabrowsku. Ef einhver, með læknismenntun, er til í að læra kenningarnar þá geri ég allt til þess að koma detoxmeðferðinni til íslands." En hver er lykilinn að góðri heilsu? „Gott skap, láta tilfinningarnar ekki stjórna lífinu, vera vakinn og sofínn yfir öllu í kringum sig og láta til sín taka í samfélaginu. Lykillinn er að skifja eitfhvað eftir sig, þegar maður fer að sofa á kvöldin - því alla daga er hægt að læra og þroskast," segir Jónína. Það vakti mikla athygh þegar Jónína, ásamt fleira þekktu fólki úr samfélaginu, steig sín fyrstu skref sem fyrirsæta á dögunum fyrir vinkonu sína, Ólafíu Hrönn. Aðspurð hvort þetta væri eitthvað sem hún hygðist leggja fyrir sig, svaraði Jónína um hæl: „Nei!!" En hvað með jólin? Hvernig verðaþau? „Ég ver þeim með börnum mínum og vinum. Ég elda góðan mat, fer í kirkju, syng sálma og horfi á fólkið mitt opna jólapakka. Ég elska jólapakka, en það er svo miklu skemmtilegra að gefa en þiggja. Ég hef sjaldan hlakkað svona til jólanna. Ég er í góðu jafnvægi og ákveðin í að láta ekkert eyðileggja núið - ég elska núið, og núið elskar mig, skilyrðislaust. Ég ætla svo að sofna sátt og fyrirgefa öllum þeim sem hafa gert á minn hlut og biðja Guð að fyrirgefa mér líka. Svona er þetta líf einfalt, þegar maður lifir í núinu." HÓIöf Skaftadóttir Hann sótti handjárnin og hjakkaðist á píu, og fyrr en varði urðu bankastrákar aftur tíu. -Endir

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.