Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 19

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 19
 að'fTveðja dvaldi ungur fsíendingur, Egill Bjarnason, í Afganistan, 3a inn í iandið markaði upphafið að Stríðinu aeanhwáiaue&Í&íftF. vestrænna þjóða inn í landið mai atburðrr-stríðsins, innrásin og stri má Afganistan þó ekki gleymast Jsins, innrásin og stríðið í Irak, að skyggja á Nokkrir afganskir karlmenn sitja á gólfi í herbergi. Þar eru engin húsgögn nema einn trékollur og á honum 14 tommu sjónvarp. Þetta er starfsmannaherbergi hótelsins sem ég gisti á í Kabúl. Yfir daginn er herbergið matar-, spjall- og sjónvarpsstaður, en þegar kvöldar næturstaður eins margra og gólfpláss leyfir. Ég skil ekki samræðurnar, enda á tungumáli heimamanna, en hótelstjórinn Adib útskýrir að þeir séu að tala um "ástandið". Það vísar ekki til lausafjárkreppu eða gengi afgönsku krónunnar. Nei, "ástandið" í Afganistan er annað og verra og Adib hótelstjóri hefur litla trú á endurbótum. „I þrjátíu ár hafa stjórnvöld lofað að gera eitthvað í málunum" segir hann raunalega,"en hvorki gengur né rekur. Hvort sem Rússar, Talibanar eða Bandaríkjamenn eru við völd." Afganistan. Ópíum er þar með langstærsta útflutningsafurð landsins og meginstoð efnahagsins. Talið er að um 10% landsmanna, 3 milljónir Afgana, hagnist á valmúarækt með einum eða öðrum hætti, en Talibanar hirða vænan hluta veltunnar. í raun er framleiðslan í landinu orðin svo mikil, að verð á ópíumi fer lækkandi, en verð á matvælum hefur snarhækkað. Sameinuðu þjóðirnar telja hlutfall matarkostnaður hafa hækkað úr 50% af tekjum hverrar fjölskyldu í yfir 85% - á aðeins einu ári. Slæmar fréttir fyrir Afgana, góðar fyrir þá sem berjast gegn ópíumrækt. Verðmunurinn á valmúa og korni var áður 10:1 en er nú 3:1. Ópíumflæðinu fylgir spilling og aukin notkun, sem leiðir af sér fíkn. f sumum hlutum landsins, þar sem heilsugæsla er léleg eða engin, nota íbúar ópíum til að slá á öll möguleg veikindi og alla mögulega verki. Jafnvel veik ungabörn eru sefuð með smábita. ER LIÐSAUKILAUSNIN? SPILLT LEPPSTJÓRN Hótelstjórinn lítur svo á að Bandaríkjamenn fari með völdin í landinu, þótt raunar sé þar lýðræðislega kjörið þing undir forystu Hamid Karzai, forseta landsins. En Adib, eins og svo margir Kabúlar, telur þingið leppstjórn Bandaríkjanna - og því sé enginn tilgangur fyrir Afgani að kjósa. Niðurstaðan verði alltaf það sem Vesturlönd vilja. Kosið verður í embætti forseta á næsta ári og sækist Karzai eftir endurkjöri. Ekkert verðugt forsetaefni hefur enn stigið fram gegn honum. Þó hafa bæði Bandaríkjamenn og afganska þjóðin nánast missttrúna á Karzai. Honum hefur ekki tekist að uppræta spillingu, stríðsherra og dópbaróna. Þvert á móti hafa fyrrum stríðsherrar komist í æðstu embætti og bróðir forsetans er enn einn umsvifamesti dópbarón landsins. Forsetinn er í raun uppnefndur bæjarstjórinn í Kabúl og fólk ýjar þannig að því að völd hans nái í raun ekki víðar um landið - sem er þó rangt, Hann hefur yfirhöndina í bróðurparti landsins en Pastúna-beltið svokallaða, sem er Suðurland Afganistan, er undir stjórn ættbálka ogTalibana. Þar eru nú breskir og bandarískir hermenn á fullu við að sprengja ástandið til betri vegar. ÚR VONDU í VERRA Mánuðum eftir að ég kvaddi Kabúl las ég frétt um sprengjuárás við indverska sendiráðið þar í borg. Mér varð hugsað til hótelstjórans, þar eð sendiráðið var aðeins nokkrum húsaröðum frá hótelinu, öruggasta hluta borgarinnar - allavega til þessa. öryggisástandið í landinu virðist versna með hverju ódæðinu af öðru á áður „öruggu stöðunum." Skilaboð talibana eru skýr: Það verður ekki friður fyrr en við komumst aftur til valda. Fjölgun mannrána I landinu hefur einnig aukist og nú orðið eru það ekki eingöngu talibanar sem ræna Vesturlandabúum, heldur eru óbreyttir Afganir teknir höndum af glæpagengjum svo leysi megi þá út gegn lausnargjöldum. VALMÚAVANDINN Atvinnuástandið í landinu er ekki blómlegt, að einni grein undanskilinni: Valmúaræktun. Valmúi gefur af sér ópíum til heróínframleiðslu. Allt stefnir í metframleiðslu þetta árið, en um 95% af heróíni I heiminum kemur frá Hvernig ætla Vesturlönd að taka á vanda Afganistan? Verðandi Bandaríkjaforseti býður lausn að hætti forvera síns: Að auka heraflann um leið og dátarnir losna frá írak. Fleiri byssur - færri vandamál. Ég sannfærist ekki. Vesturlönd verða að gera langtímaáætlun og sætta sig við að vera í Afganistan næstu áratugina, auk þess að leggja meira ( þróunaraðstoð á svæðum sem Vesturlönd hafa að einhverju undir sínu valdi. Á meðan lífsviðurværi Afgana batnar ekki, er erfitt að telja þjóðinni trú um að lýðræði sé skárra en talibanastjórn. Til þess að byrja með þarf herinn að hætta skipulögðum eltinga- leikjum við ýmsa sökudólga og höfuðpaura uppreisnarmanna - nær væri að standa vörð gegn þeim. Með tíð og tíma ættu varnir landsins að vera alfarið í höndum afganska hersins. Fyrst verða þó afgönsk yfirvöld að sýna að þeim sé alvara með að uppræta spillingu. Þegar búið er að tryggja stöðugleika og byggja upp innviði landsins, verður hægt að kippa fótunum undan valmúabændum, því gagnslaust hefur reynst að eyða ræktuninni með eitri og orfi. Þetta mun kosta meiri tíma og meiri peninga. En Adib og allir hinir Afganarnir eiga þetta inni hjá okkur eftir samfellt stríðsástand í þrjátíu ár. B Egill Bjarnason dvaldi í sex vikur sem ferðalangur í Afganistan síðastliðið vor. leyti

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.