Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 24

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 24
24 STÚDENTABLAÐIÐ - MÁLEFNI STÚDENTA Eitt af þeim fjölmörgu lagafrum- vörpum sem þingmenn okkar þurfa að taka afstöðu til í vetur eru endurskoðuð lög um Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn, þ.e.a.s. Bókhlöðuna. Forsvarsmenn Stú- dentaráðs hafa opinberlega gert athugasemdir við 8. grein frumvarpsins, sem gefur stjómendum safnsins heimild til þess að innheimta gjald fyrir þjónustu þess, s.s. útlánastarfsemi, millisafnalán, fjölföldun, gerð Ijósmynda, sérfræðilega heimildaþjónustu og tölvuleitir. Tengsl Bókhlöðunnar við Háskóla íslands minnkuð Það sem helst snertir nemendur við Háskóla íslands er að til stendur að minnka til muna tengsl skólans og safnsins, þegar stefna ætti að því að auka þau tengsl. Síðan Háskólasafnið var sameinað Landsbókasafni íslands árið 1994, virðast tengsl Háskóla íslands við safnið hafa minnkað verulega og orðið óskýrari. í nýja frumvarpinu kemur m.a. fram að Háskólinn missi nú annan af tveimur fulltrúum slnum í stjórn safnsins. Samkvæmt umræddu frumvarpi verður safnið nú að bókasafni allra háskóla á íslandi, en hingað til hefur safnið verið landsbókasafn annars vegar og bókasafn Háskóla Islands hins vegar. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að safnið veiti Háskóla íslands þjónustu samkvæmt ákvæðum þjónustusamnings sem stofnanirnar gera sín á milli. Það á einnig við um aðra háskóla landsins, sem hingað til hafa ekki komið að rekstri safnsins. Ekki er gerð grein fyrir því hvers eðlis þessir þjónustusamningar eru. Ákvæðið um þjónustusamning safnsins við alla háskóla landsins er mjög opið og hafa starfsmenn safnsins lýst yfir efasemdum um að ráðast í breytingar sem þessar án þess að umræða hafi farið fram um málið innan háskólasamfélagsins. Stúdentar við Háskóla fslands eru stærsti notendahópur safnsins og eiga þeir ekki að sætta sig við annað en að eiga aðkomu að ákvörðunum varðandi Bókhlöðuna. Með tilvísun til þess að um eina mikilvægustu stofnun á háskólasvæðinu er að ræða, er fullkomlega eðlilegt að Stúdentaráð fái að tilnefna fulltrúa f stjórn safnsins. Ekki lengur rannsóknarstofnun Verst þykir mér þó að vegið sé að safninu sem rannsóknarstofnun, svo og frumkvæði safnsins f þeim efnum. Samkvæmt frumvarpinu, eins og menntamálaráðherra kynnti það, verður safnið einungis þjónustustofnun. I núgildandi lögum er skýrt kveðið á um að safnið sé rannsóknarbókasafn. Á handritadeild safnsins fer t.d. fram mikilvæg rannsóknarvinna, sem fer framhjá mörgum notendum safnsins. Óvíst er hvort sú vinna geti haldið áfram, ef ekki er fjallað um rannsóknar- hlutverk safnsins í nýjum lögum um hlutverk þess. Svo dæmi sé tekið um skert rannsóknarhlutverk safnsins, kemur fram f núgildandi lögum að eitt hlutverka safnsins sé að „halda uppi rannsóknum á sviði íslenskrar bókfræði og bóksögu og veita upplýsingar um íslenska bókaútgáfu." I frumvarpinu sem liggur frammi er ekki lengur gert ráð fyrir þvf að safnið „haldi uppi" rannsóknum heldur er því aðeins ætlað að „veita aðstoð við" rannsóknir á þessum sviðum. Annað hlutverk safnsins sem fellur út, eru skyldur þess til að kaupa inn rit. Einfaldari lög - fábrotnara safn Fleiri breytingar verða á gildandi lögum, nái frumvarpið f gegn. Þannig er hlutverkum safnsins fækkað töluvert - það er skýrt með því að verið sé einfalda lögin. Það hlýtur að verða erfitt fyrir safnið að fá fjárveitingar f verkefni sem eru ekki einu sinni nefnd á nafn f lögum um hlutverk safnsins, á við alla þá rannsóknarstarfsemi sem fer fram innan þess. Með því að fækka hlutverkum safnsins f lögum er verið að undirbúa, að ég best fæ séð, niðurlagningu ýmissa verkefna sem unnin eru innan safnsins f dag. (3 Eggert Sólberg Jónsson, MA nemi i þjóðfræði og Bókhlöðu-unnandi FrumYarfijð um Bokhloðuna Stúdentar hafa löngum leikið lykilhlutverk við lýðræðislegt aðhald við ráðandi öfl, gagnrýni á stjómvöld og umbreytingu á samfélagi - þegar svo ber undir og þess gerist þörf. Ekki þarf að hafa mörg orð um að stjómvöld í þeim löndum, sem við viljum ekki bera okkur saman við, hafi beitt valdi til þess að kveða niður tjáningarfrelsi þeirra sem ekki sætta sig við óréttlæti, gerræðislega stjómarhætti, eða hvað sem við á í viðkomandi samfélagi. Tjáningarfrelsið er dýrmætt. Dýrmætt fyrir hvem einstakling og ekki síður fýrir samfélagið í heild. Án tjáningarfrelsis er lýðræðið dauðadæmt. Segja má að stúdentar, bæði sem þjóðfélagshópur og ekki síður sem einstaklingar, hafi verið broddflugur margra samfélaga - og stundum fengið að launum harkaleg viðbrögð. Ólögleg handtaka stúdents Fyrir skemmstu var stúdent við HÍ handtekinn og settur í steininn að lokinni vísindaferð í Alþingi. Handtaka þessi var ólögleg þar sem stúdentinum var ekki send tilkynning um upphaf afplánunar. Lagalega gæti þetta varla verið skýrara og getur hver sem er áttað sig á þessu með því að skoða lög nr. 49/2005 um afplánun refsinga. Skýringar lögreglu eru að mistök í skráningarkerfi hafi verið orsakavaldurinn en lögreglan hefur ekki beðist afsökunar né reynt að bæta úr á annan hátt. Tilefni handtökunnar var ógreidd sekt sem stúdentinn hafði fengið við að „fara út fyrir leyfileg mörk tjáningarfrelsisins” að mati dómstóla, ef svo má segja. Nánar tiltekið neitaði viðkomandi að fara eftir fyrirmælum lögreglu þar sem hann tók þátt í friðsamlegum mótmælum. Hvað um það, stúdentinn sættist á refsingu sína og hafði tekið hana út að hluta til, en var gert að yfirgefa fangelsið á sínum tíma vegna plássleysis. Allt þar til hann slysaðist til þess að fara í vísindaferð í Alþingi, sem endaði í fangageymslum. Hvað næst? Eftir þetta klúður allt saman, svo og söguleg mótmæli við lögreglustöðina, er ýmsum spumingum ósvarað: Hvernig báru starfsmenn Alþingis kennsl á stúdentinn? Eru þeir með lista yfir óæskilega gesti í þinginu? Slíkt er ólöglegt samkvæmt lögum um persónuvemd. Geta stjómvöld haldið mótmælendum, sem hafa verið dæmdir til sekta fyrir óhlýðni, í stuttum taumi, með því að láta þá sitja af sér smá stubba af fangelsisvistinni í einu og draga þá síðan inn þegar þykir henta - eða með öðmm orðum þegar óheppilegt þykir að láta of marga aktivista ganga lausa? Ef fallist er á þessa framkvæmd stjómvalda, væri hægt að draga nokkurra vikna fangelsisvist yfir fjöldamörg ár! Ef mistök áttu sér raunverulega stað, hvers vegna hefur viðkomandi stofnun ekki sent frá sér tilkynningu og tekið ábyrgðina af hart gagnrýndri lögreglunni? Hvers vegna rannsakaði lögreglan ekki hvort tilkynning hefði verið send, þegar upplýsingar um það komu fram? Og þegar mistökin vom komin í ljós, hvers vegna slepptu þeir hinum handtekna ekki fyrr en sektin var greidd? Pyrir opnunarhátið ólympíuleikanna í Kína fór lögreglan í hreinsunarátak - óæskilegir aðilar vom flarlægðir af götum Peking til þess að tryggja að allt gæti farið friðsamlega fram. Það er sorglegt að við neyðumst til að spyrja okkur hvort fsland sé sokkið niður á það plan. B Kári Hólmar Ragnarsson, varaformaður Stúdentaráðs

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.